Phoenix-Miami beint á Stöð 2 Sport í nótt 28. nóvember 2008 15:57 Dwyane Wade er með 27,4 stig og 7,5 stoðsendingar, 5 fráköst, 2,5 stolna bolta og 1,7 varin skot að meðaltali í leik og er óðum að finna sitt gamla form eftir langvarandi meiðsli NordicPhotos/GettyImages Stöð 2 Sport hefur í nótt beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður viðureign Phoenix Suns og Miami Heat klukkan eitt í nótt. Þetta verður fyrsti leikur Shaquille O´Neal gegn sínum gömlu félögum í Miami síðan hann gekk í raðir Phoenix. O´Neal hefur látið eitt og annað misjafnt falla í viðtölum síðan hann fór frá Miami en hann segir þó ekkert persónulegt við leikinn í kvöld. "Þetta er bara eins og hver annar leikur og hann leggst vel í mig. Þetta er bransi og ég hef verið í bransanum síðan 1992," sagði O´Neal um leikinn. Raja Bell hjá Phoenix er ekki svo viss um að O´Neal sé jafn rólegur yfir leiknum eins og hann lætur, en sagan sýnir að Shaq er vanur að spila vel í fyrstu leikjunum gegn fyrrum félögum sínum. "Ef tekið er mið af því hvernig týpa Shaq er og hve stoltur hann er - er ég viss um að honum finnst hann ekki hafa notið fullrar sanngirni þarna niðurfrá (í Miami) undir það síðasta," sagði Bell. Eins og að hitta Michael Jordan Einn maður er spenntur að spila gegn Shaquille O´Neal í kvöld og það er nýliðinn Michael Beasley hjá Miami. "Ég er búinn að vera að horfa á Shaq spila síðan ég var fimm ára og hann var að rífa niður körfurnar í Orlando. Þetta er sérstakt. Næstum eins og að hitta Michael Jordan. Ég vona bara að ég þurfi ekki að taka ruðning frá honum," sagði nýliðinn. Shawn Marion hjá Miami spilar sinn fyrsta leik í Phoenix eftir að honum var skipt til Miami, en hann var hjá Suns í átta og hálft ár og 660 leiki þar á undan. Búist er víið því að hann fái hlýjar móttökur í kvöld. "Ég elska áhorfendur í Phoenix enda spilaði ég þar í átta og hálft ár. Ég var leiður að þurfa að fara þaðan en svona er bransinn. Við munum auðvitað reyna að ná í sigur," sagði Marion. Steve Nash, leikmaður Phoenix, á von á góðum móttökum fyrir Marion sem fjórum sinnum var valinn í stjörnuliðið sem leikmaður Suns. "Hann er einn besti leikmaður í sögu félagsins og ég á því von á að verði tekið mjög vel á móti honum. Ef ekki - verð ég mjög vonsvikinn," sagði Nash. Phoenix hefur byrjað ágætlega á leiktíðinni og er með 11 sigra og aðeins 5 töp, en Miami hefur unnið 7 leiki og tapað 8. Það verður að teljast góður viðsnúningur frá afleitu gengi liðsins á síðustu leiktíð. NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira
Stöð 2 Sport hefur í nótt beinar útsendingar frá NBA deildinni í körfubolta. Fyrsti leikurinn verður viðureign Phoenix Suns og Miami Heat klukkan eitt í nótt. Þetta verður fyrsti leikur Shaquille O´Neal gegn sínum gömlu félögum í Miami síðan hann gekk í raðir Phoenix. O´Neal hefur látið eitt og annað misjafnt falla í viðtölum síðan hann fór frá Miami en hann segir þó ekkert persónulegt við leikinn í kvöld. "Þetta er bara eins og hver annar leikur og hann leggst vel í mig. Þetta er bransi og ég hef verið í bransanum síðan 1992," sagði O´Neal um leikinn. Raja Bell hjá Phoenix er ekki svo viss um að O´Neal sé jafn rólegur yfir leiknum eins og hann lætur, en sagan sýnir að Shaq er vanur að spila vel í fyrstu leikjunum gegn fyrrum félögum sínum. "Ef tekið er mið af því hvernig týpa Shaq er og hve stoltur hann er - er ég viss um að honum finnst hann ekki hafa notið fullrar sanngirni þarna niðurfrá (í Miami) undir það síðasta," sagði Bell. Eins og að hitta Michael Jordan Einn maður er spenntur að spila gegn Shaquille O´Neal í kvöld og það er nýliðinn Michael Beasley hjá Miami. "Ég er búinn að vera að horfa á Shaq spila síðan ég var fimm ára og hann var að rífa niður körfurnar í Orlando. Þetta er sérstakt. Næstum eins og að hitta Michael Jordan. Ég vona bara að ég þurfi ekki að taka ruðning frá honum," sagði nýliðinn. Shawn Marion hjá Miami spilar sinn fyrsta leik í Phoenix eftir að honum var skipt til Miami, en hann var hjá Suns í átta og hálft ár og 660 leiki þar á undan. Búist er víið því að hann fái hlýjar móttökur í kvöld. "Ég elska áhorfendur í Phoenix enda spilaði ég þar í átta og hálft ár. Ég var leiður að þurfa að fara þaðan en svona er bransinn. Við munum auðvitað reyna að ná í sigur," sagði Marion. Steve Nash, leikmaður Phoenix, á von á góðum móttökum fyrir Marion sem fjórum sinnum var valinn í stjörnuliðið sem leikmaður Suns. "Hann er einn besti leikmaður í sögu félagsins og ég á því von á að verði tekið mjög vel á móti honum. Ef ekki - verð ég mjög vonsvikinn," sagði Nash. Phoenix hefur byrjað ágætlega á leiktíðinni og er með 11 sigra og aðeins 5 töp, en Miami hefur unnið 7 leiki og tapað 8. Það verður að teljast góður viðsnúningur frá afleitu gengi liðsins á síðustu leiktíð.
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Sjá meira