Líkur á dómsmáli kröfuhafa bankanna Ingimar Karl Helgason skrifar 17. desember 2008 00:01 „Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann ræddi við kröfuhafa í gamla Glitni á dögunum. Þar var meðal annars rætt um að kröfuhafarnir fengju eignarhlut í nýju bönkunum á móti kröfum sínum. „Þá yrðu þeir eigendur og enda þótt verðmatið yrði ekki rétt í upphafi, þá leiðréttist það síðar í gegnum eignarhlut þeirra," segir Árni. Hann bætir því við að ríkisvaldið þurfi að ákveða hvað gert verði. „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna." Fram hefur komið að leggja þurfi nýju bönkunum til 385 milljarða króna í eigið fé. Ekki hefur enn komið fram nákvæmlega hvaðan þeir peningar eiga að koma, en í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að gefa eigi út ríkisskuldabréf sem verði lagt fram fyrir febrúar á næsta ári. Síðan sé áformað að selja eiginfjárframlag ríkisins um leið og jafnvægi kemst á og markaðsskilyrði leyfa. Úr fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að óvíst sé að ríkið þurfi að fara í sérstakar aðgerðir til að láta bönkunum í té nýtt eigið fé. Ríkið eigi „digra sjóði í Seðlabankanum" eins og heimildarmaður orðar það. Þá sé ekki útilokað að erlendir kröfuhafar eignist hluta í bönkunum og leggi þeim þannig til eigið fé. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans átti ríkið ríflega 163 milljarða króna á viðskiptareikningi í bankanum um síðustu mánaðamót. „Kröfuhafarnir hafa sýnt takamarkaðan áhuga á að koma inn með nýja peninga," segir Árni Tómasson. „Ég geri ráð fyrir að ríkið vilji reyna að takmarka eins og unnt er þá fjármuni sem það þarf að setja inn í nýju bankana, með hliðsjón af öllum öðrum skuldbindingum ríkissjóðs um þessar mundir. Ef núverandi lánardrottnar eða nýir aðilar eru reiðubúnir að setja nýja fjármuni inn í nýju bankana, myndi ég ætla að ríkið skoðaði slíka aðkomu mjög vel." Markaðir Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
„Kröfuhafarnir hafa verið óánægðir yfir því að eignir skyldu vera teknar úr gömlu bönkunum og eingöngu innlán á móti. Síðan eigi að meta eignirnar nú, þegar verðið er með lægsta móti og gefa út handa þeim skuldabréf. En það er í raun eins og lögin eru í augnablikinu," segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis. Hann ræddi við kröfuhafa í gamla Glitni á dögunum. Þar var meðal annars rætt um að kröfuhafarnir fengju eignarhlut í nýju bönkunum á móti kröfum sínum. „Þá yrðu þeir eigendur og enda þótt verðmatið yrði ekki rétt í upphafi, þá leiðréttist það síðar í gegnum eignarhlut þeirra," segir Árni. Hann bætir því við að ríkisvaldið þurfi að ákveða hvað gert verði. „Hættan er sú að ef þeir fá engan eignarhlut, eða eiga ekki kost á því, hvort sem þeir vilja það eða ekki, þá eru meiri líkur á að þeir láti reyna á lagasetninguna." Fram hefur komið að leggja þurfi nýju bönkunum til 385 milljarða króna í eigið fé. Ekki hefur enn komið fram nákvæmlega hvaðan þeir peningar eiga að koma, en í bréfi til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins kemur fram að gefa eigi út ríkisskuldabréf sem verði lagt fram fyrir febrúar á næsta ári. Síðan sé áformað að selja eiginfjárframlag ríkisins um leið og jafnvægi kemst á og markaðsskilyrði leyfa. Úr fjármálaráðuneytinu fást þær upplýsingar að óvíst sé að ríkið þurfi að fara í sérstakar aðgerðir til að láta bönkunum í té nýtt eigið fé. Ríkið eigi „digra sjóði í Seðlabankanum" eins og heimildarmaður orðar það. Þá sé ekki útilokað að erlendir kröfuhafar eignist hluta í bönkunum og leggi þeim þannig til eigið fé. Samkvæmt yfirliti Seðlabankans átti ríkið ríflega 163 milljarða króna á viðskiptareikningi í bankanum um síðustu mánaðamót. „Kröfuhafarnir hafa sýnt takamarkaðan áhuga á að koma inn með nýja peninga," segir Árni Tómasson. „Ég geri ráð fyrir að ríkið vilji reyna að takmarka eins og unnt er þá fjármuni sem það þarf að setja inn í nýju bankana, með hliðsjón af öllum öðrum skuldbindingum ríkissjóðs um þessar mundir. Ef núverandi lánardrottnar eða nýir aðilar eru reiðubúnir að setja nýja fjármuni inn í nýju bankana, myndi ég ætla að ríkið skoðaði slíka aðkomu mjög vel."
Markaðir Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira