NBA í nótt: San Antonio vann Phoenix í tvíframlengdum leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. apríl 2008 12:29 Það er sorglegt að aðeins annar þessara manna kemst áfram í aðra umferð úrslitakeppninnar. Nordic Photos / Getty Images Úrslitakeppnin í NBA-deildinni fór af stað í gær og óhætt að segja að hún hafi byrjað með miklum stæl. Utah var eina liðið sem vann á útivelli í gær en liðið vann góðan sigur á Houston, 93-82. Þá vann New Orleans sigur á Dallas, 104-92, og Cleveland vann Washington, 93-86. En flestir biðu eftir viðureign San Antonio og Dallas og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Tvíframlengja þurfti leikinn og stóðu meistarar San Antonio uppi sem sigurvegarar, 115-117. Phoenix byrjaði mun betur í leiknum og náðu mest sextán stiga forystu þrátt fyrir að Shaquille O'Neal hafi snemma lent í villuvandræðum. San Antonio náði þó að vinna sig aftur inn í leikinn og komst í forystu í fjórða leikhluta. Phoenix hafði þó þriggja stiga forystu, 93-90, þegar mínúta var til leiksloka. Michael Finley jafnaði metin með þristi þegar fimmtán sexkúndur voru til leiksloka. Tim Duncan stal svo senunni í fyrri framlengingunni. Staðan var 104-101 þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og var Duncan allt í einu einn fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hikaði en náði þó að jafna metin þar sem hann hitti úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti á tímabilinu. Hann hafði fyrir það klikkað á fjórum þriggja stiga tilraunum allt tímabilið. Í síðari framlengingunni hélt sama spennan áfram og Steve Nash náði að jafna metin með þristi í stöðunni 115-112. Manu Ginobili tók þá til sinna mála, keyrði upp að körfunni og skoraði með sniðskoti er 1,8 sekúndur voru til leikskloka. Reyndust það svo lokatölurnar í leiknum og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í herbúðum heimamanna. Duncan var stigahæstur með 40 stig og fimmtán fráköst en Tony Parker kom næstur með 26 stig og Ginobili var með 24. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 33 stig. Nash var með 25 stig og þrettán stoðsendingar og O'Neal var með ellefu stig.Utah vann Houston, 93-82, en þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Utah 4-3 sigur en þá var Houston líka með Yao Ming innanborðs. Hann er meiddur og verður ekki meira með í seríunni. Utah var einfaldlega sterkari aðilinn í leiknum. Leikmenn liðsins tóku fleiri fráköst og framlag varamanna Utah var meira en hjá Houston. Andrei Kirilenko skoraði 21 stig, Carlos Boozer 20 auk þess sem hann tók sextán fráköst. Deron Williams var með 20 stig og tíu stoðsendingar. Shane Battier skoraði 22 stig og Tracy McGrady 20 fyrir Houston. Rafer Alston lék ekki með Houston í gær en hann á við meiðsli að stríða. New Orleans vann Dallas, 104-92, þar sem Chris Paul sýndi og sannaði að hann á ekki síður erindi sem leikmaður ársins í NBA-deildinni. Hann skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og stal fjórum boltum en þetta var hans fyrsti leikur í úrslitakeppninni á ferlinum. David West bætti við 23 stigum og Tyson Chandler var með tíu stig og fimmtán fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 31 stig en var ekki með nema fjögur stig í fjórða leikhluta er Dallas missti öll tök á sínum leik. Josh Howard var með sautján stig. New Orleans skoraði 36 stig gegn 20 frá Dallas í þriðja leikhluta og komu sér í fjögurra stiga forystu, 76-72. Heimamenn náðu síðan góðum 10-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta og gerðu þannig út um leikinn.Cleveland vann Washington, 93-86, þar sem LeBron James hreinlega kláraði leikinn fyrir sína menn. Hann skoraði 32 stig í leiknum og tvær gríðarlega mikilvægar körfur undir lok leiksins. Delonte West var einnig gríðarlega öruggur á vítalínunni og setti niður fjögur vítaköst á síðustu fimmtán sekúndunum. Það innsiglaði sigur Cleveland. Leikmenn Washington tóku gríðarlega hart á LeBron sem lét það ekki á sig fá og hélt ótrauður áfram. Fjölmiðlar vestanhafs kalla rimmu liðanna einvígi þar sem fyrstu lotunni er aðeins lokið. Zydrunas Ilgauskas var með 22 stig fyrir Cleveland en Gilbert Arenas var stigahæstur hjá Washington með 24 stig. Antawn Jamison kom næstur með 23 stig og nítján fráköst. Fjórir leikir eru á dagskrá úrslitakeppninnar í kvöld en það eru fyrstu leikirnir í hinum rimmunum. Leikur Boston og Atlanta verður í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 00.30 í nótt. Leikir kvöldsins: Orlando Magic - Toronto Raptors Detroit Pistons - Philadelphia 76ers LA Lakers - Denver Nuggets Boston Celtics - Atlanta Hawks NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Úrslitakeppnin í NBA-deildinni fór af stað í gær og óhætt að segja að hún hafi byrjað með miklum stæl. Utah var eina liðið sem vann á útivelli í gær en liðið vann góðan sigur á Houston, 93-82. Þá vann New Orleans sigur á Dallas, 104-92, og Cleveland vann Washington, 93-86. En flestir biðu eftir viðureign San Antonio og Dallas og þeir urðu ekki fyrir vonbrigðum. Tvíframlengja þurfti leikinn og stóðu meistarar San Antonio uppi sem sigurvegarar, 115-117. Phoenix byrjaði mun betur í leiknum og náðu mest sextán stiga forystu þrátt fyrir að Shaquille O'Neal hafi snemma lent í villuvandræðum. San Antonio náði þó að vinna sig aftur inn í leikinn og komst í forystu í fjórða leikhluta. Phoenix hafði þó þriggja stiga forystu, 93-90, þegar mínúta var til leiksloka. Michael Finley jafnaði metin með þristi þegar fimmtán sexkúndur voru til leiksloka. Tim Duncan stal svo senunni í fyrri framlengingunni. Staðan var 104-101 þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka og var Duncan allt í einu einn fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann hikaði en náði þó að jafna metin þar sem hann hitti úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti á tímabilinu. Hann hafði fyrir það klikkað á fjórum þriggja stiga tilraunum allt tímabilið. Í síðari framlengingunni hélt sama spennan áfram og Steve Nash náði að jafna metin með þristi í stöðunni 115-112. Manu Ginobili tók þá til sinna mála, keyrði upp að körfunni og skoraði með sniðskoti er 1,8 sekúndur voru til leikskloka. Reyndust það svo lokatölurnar í leiknum og gríðarleg fagnaðarlæti brutust út í herbúðum heimamanna. Duncan var stigahæstur með 40 stig og fimmtán fráköst en Tony Parker kom næstur með 26 stig og Ginobili var með 24. Hjá Phoenix var Amare Stoudemire stigahæstur með 33 stig. Nash var með 25 stig og þrettán stoðsendingar og O'Neal var með ellefu stig.Utah vann Houston, 93-82, en þessi lið mættust í úrslitakeppninni í fyrra. Þá vann Utah 4-3 sigur en þá var Houston líka með Yao Ming innanborðs. Hann er meiddur og verður ekki meira með í seríunni. Utah var einfaldlega sterkari aðilinn í leiknum. Leikmenn liðsins tóku fleiri fráköst og framlag varamanna Utah var meira en hjá Houston. Andrei Kirilenko skoraði 21 stig, Carlos Boozer 20 auk þess sem hann tók sextán fráköst. Deron Williams var með 20 stig og tíu stoðsendingar. Shane Battier skoraði 22 stig og Tracy McGrady 20 fyrir Houston. Rafer Alston lék ekki með Houston í gær en hann á við meiðsli að stríða. New Orleans vann Dallas, 104-92, þar sem Chris Paul sýndi og sannaði að hann á ekki síður erindi sem leikmaður ársins í NBA-deildinni. Hann skoraði 35 stig, gaf tíu stoðsendingar og stal fjórum boltum en þetta var hans fyrsti leikur í úrslitakeppninni á ferlinum. David West bætti við 23 stigum og Tyson Chandler var með tíu stig og fimmtán fráköst. Hjá Dallas var Dirk Nowitzky stigahæstur með 31 stig en var ekki með nema fjögur stig í fjórða leikhluta er Dallas missti öll tök á sínum leik. Josh Howard var með sautján stig. New Orleans skoraði 36 stig gegn 20 frá Dallas í þriðja leikhluta og komu sér í fjögurra stiga forystu, 76-72. Heimamenn náðu síðan góðum 10-0 spretti í upphafi fjórða leikhluta og gerðu þannig út um leikinn.Cleveland vann Washington, 93-86, þar sem LeBron James hreinlega kláraði leikinn fyrir sína menn. Hann skoraði 32 stig í leiknum og tvær gríðarlega mikilvægar körfur undir lok leiksins. Delonte West var einnig gríðarlega öruggur á vítalínunni og setti niður fjögur vítaköst á síðustu fimmtán sekúndunum. Það innsiglaði sigur Cleveland. Leikmenn Washington tóku gríðarlega hart á LeBron sem lét það ekki á sig fá og hélt ótrauður áfram. Fjölmiðlar vestanhafs kalla rimmu liðanna einvígi þar sem fyrstu lotunni er aðeins lokið. Zydrunas Ilgauskas var með 22 stig fyrir Cleveland en Gilbert Arenas var stigahæstur hjá Washington með 24 stig. Antawn Jamison kom næstur með 23 stig og nítján fráköst. Fjórir leikir eru á dagskrá úrslitakeppninnar í kvöld en það eru fyrstu leikirnir í hinum rimmunum. Leikur Boston og Atlanta verður í beinni útsendingu á NBA TV klukkan 00.30 í nótt. Leikir kvöldsins: Orlando Magic - Toronto Raptors Detroit Pistons - Philadelphia 76ers LA Lakers - Denver Nuggets Boston Celtics - Atlanta Hawks
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira