Tagliatelle og öreigasalat 19. júní 2008 00:01 Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari eldar samkvæmt eigin höfði frekar en uppskriftabókum. Hún býður upp á pasta fyrir fátæka námsmenn og öreigasalat. fréttablaðið/daníel Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari eldar frekar eftir tilfinningu en uppskrift. Hún býður lesendum upp á tagliatelle með spínati og öreigasalat. „Þessi uppskrift er mjög dæmigerð fyrir þetta heimili og hún er aldrei eins hjá mér," segir Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og hlær við. „Ég elda sjálf eiginlega aldrei eftir uppskriftum og er mest í því að nota dass hér og slurk þar," bætir hún við. Una var búsett í Þýskalandi í tíu ár, og segir hún uppskriftina þaðan komna. „Þetta er fínt fyrir fátæka námsmenn þó að dressingin á salatið sé kannski ekki alveg jafn öreigaleg og það sjálft," segir hún. Una segist hafa komist upp á lagið með að nota mikið af grænmeti í eldamennskuna þegar hún bjó í Berlín, en hún flutti aftur heim fyrir um tveimur árum. „Ég er farin að elda mikinn fisk, en uppáhaldið mitt er kóreskur matur, sem er mjög sterkur. Núna er ég hins vegar svo ólétt að ég er með alveg hundleiðinlegan matarsmekk, er aðallega í einhverjum jógúrtpælingum," segir hún brosandi. Súpur eru líka ofarlega á blaði, en þá er það kærasti Unu, Skúli, sem stendur við eldavélina. „Hann er ótrúlega góður í að gera súpur frá grunni. Ef ég er að fara að spila á tónleikum finnst mér óþægilegt að borða mikið, svo þá er gott að fá súpu. Ég fæ til dæmis yfirleitt alltaf fimmtudagssúpu fyrir tónleika með Sinfó," segir Una, sem er í hálfri stöðu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á mánudag heldur hún hins vegar tónleika á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði, ásamt píanóleikaranum Tinnu Þorsteinsdóttur. „Við verðum með hádegistónleika, þar sem við spilum sónötu eftir Keith Garrett djasspíanista, sem hefur aldrei verið flutt á Íslandi áður. Svo flytjum við verk eftir Lutoslawski og ég spila eitt af mínum uppáhaldsverkum, Hugleiðingu eftir Karólínu Eiríksdóttur," segir Una. Hún þarf hins vegar ekki að kvíða því að vera súpulaus á mánudag. „Nei, Skúli er kominn vestur, og ég vona bara að hann sé búinn að kaupa í súpuna," segir hún og hlær við. sunna@frettabladid.is Matur Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari eldar frekar eftir tilfinningu en uppskrift. Hún býður lesendum upp á tagliatelle með spínati og öreigasalat. „Þessi uppskrift er mjög dæmigerð fyrir þetta heimili og hún er aldrei eins hjá mér," segir Una Sveinbjarnardóttir fiðluleikari og hlær við. „Ég elda sjálf eiginlega aldrei eftir uppskriftum og er mest í því að nota dass hér og slurk þar," bætir hún við. Una var búsett í Þýskalandi í tíu ár, og segir hún uppskriftina þaðan komna. „Þetta er fínt fyrir fátæka námsmenn þó að dressingin á salatið sé kannski ekki alveg jafn öreigaleg og það sjálft," segir hún. Una segist hafa komist upp á lagið með að nota mikið af grænmeti í eldamennskuna þegar hún bjó í Berlín, en hún flutti aftur heim fyrir um tveimur árum. „Ég er farin að elda mikinn fisk, en uppáhaldið mitt er kóreskur matur, sem er mjög sterkur. Núna er ég hins vegar svo ólétt að ég er með alveg hundleiðinlegan matarsmekk, er aðallega í einhverjum jógúrtpælingum," segir hún brosandi. Súpur eru líka ofarlega á blaði, en þá er það kærasti Unu, Skúli, sem stendur við eldavélina. „Hann er ótrúlega góður í að gera súpur frá grunni. Ef ég er að fara að spila á tónleikum finnst mér óþægilegt að borða mikið, svo þá er gott að fá súpu. Ég fæ til dæmis yfirleitt alltaf fimmtudagssúpu fyrir tónleika með Sinfó," segir Una, sem er í hálfri stöðu hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands. Á mánudag heldur hún hins vegar tónleika á tónlistarhátíðinni Við Djúpið á Ísafirði, ásamt píanóleikaranum Tinnu Þorsteinsdóttur. „Við verðum með hádegistónleika, þar sem við spilum sónötu eftir Keith Garrett djasspíanista, sem hefur aldrei verið flutt á Íslandi áður. Svo flytjum við verk eftir Lutoslawski og ég spila eitt af mínum uppáhaldsverkum, Hugleiðingu eftir Karólínu Eiríksdóttur," segir Una. Hún þarf hins vegar ekki að kvíða því að vera súpulaus á mánudag. „Nei, Skúli er kominn vestur, og ég vona bara að hann sé búinn að kaupa í súpuna," segir hún og hlær við. sunna@frettabladid.is
Matur Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Eins og að setja bensín á díselbíl „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira