Gengi hlutabréfa í Marel féll um 4,3 prósent við upphaf viðskipta með hlutabréf í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdu Icelandair, sem fór niður um 3,23 prósent, Nýherji, sem lækkaði um 2,27 prósent og Össur, sem lækkaði um 0,97 prósent.
Viðskipti með hlutabréf hafa legið niðri síðan á fimmtudag í síðustu viku. Eftir að gengi bankanna var tímabundið núllstillt í Úrvalsvísitölunni lækkaði vísitalan verulega.
Hún lækkaði um 0,34 prósent við upphaf viðskiptadagsins og stendur hún í 716 stigum.
Viðskipti í byrjun dags voru sextán talsins og námu tuttugu milljónum króna.
Úrvalsvísitalan 716 stig

Mest lesið

Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps
Viðskipti erlent

Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað
Viðskipti innlent

Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin
Viðskipti erlent

Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila
Viðskipti innlent

„Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“
Viðskipti innlent

Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina
Neytendur


Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout
Viðskipti innlent

Að segja upp án þess að brenna brýr
Atvinnulíf
