Gengi hlutabréfa í Landsbankanum hefur hækkað um 0,42 prósent frá upphafi viðskiptadags í Kauphölllinni. Engin önnur hlutabréf hafa hækkað í dag.
Á sama tíma hefur gengi Straums lækkað mest, eða um 0,64 prósent, Bakkavarar um 0,56 prósent, Existu um 0,52 prósent, Eimskipafélagsins um 0,35 prósent og Kaupþings um 0,28 prósent.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,12 prósent og stendur hún í 4.239 stigum.