NBA: Lakers í úrslit Vesturdeildarinnar 17. maí 2008 11:27 Leikmenn Utah kláruðu tímabilið á heimavelli í gær. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar en útkljá þarf viðureign Boston og Cleveland í oddaleik. LA Lakers vann Utah, 108-105, og þar með rimmuna 4-2. Lakers voru með mikla yfirburði í leiknum allt fram í fjórða leikhluta er Utah náði skyndilega að hleypa mikilli spennu í leikinn og minnka muninn mest í tvö stig. Paul Millsap og Deron Williams fengu báðir tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum leiksins en misnotuðu báðir þriggja stiga tilraunir sínar. Lakers fagnaði því sigri sem var þó fyllilega sanngjarn. Þetta var fyrsti sigurinn á útivelli í þessari viðureign en til þessa hafa heimaliðin í bæði viðureignum Boston og Cleveland annars vegar og New Orleans og San Antonio hins vegar unnið alla leikina til þessa. Enda þarf oddaleik til að knýja fram úrslit í báðum rimmum. Lakers fær því nú nokkra daga í hvíld þar til þar verður ljóst hvort liðið mætir New Orleans eða San Antonio í úrslitunum. Lakers varð í efsta sæti Vesturdeildarinnar og verður því með heimavallarréttinn gegn hvoru liði sem er. Lakers hafði nítján stiga forystu í hálfleik í nótt og sextán stig þegar fjórði leikhlutinn hófst. En þrátt fyrir áhlaup heimamanna misstu leikmenn Lakers ekki taugarnar og klikkuðu á aðeins einu víti síðustu rúmu tvær mínúturnar, þegar mestu máli skipti. Andrei Kirilenko setti niður þrist þegar sextán sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í tvö stig. Bryant jók muninn aftur í fjögur stiga af vítalínuni en Millsap svaraði nánast umsvifalaust með troðslu. Derek Fisher fór þá á vítalínuna og misnotaði síðara skotið sitt sem þýddi að Utah gat tryggt sér framlengingu í síðustu sókn sinni sem hófst þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. En sem fyrr segir tókst það ekki. Kobe Bryant lék vel þrátt fyrir að vera aumur í bakinu og skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr níu af nítján skotum utan af velli og nýtti fimmtán af sautján vítaköstum. Pau Gasol kom næstur með sautján stig og Derek Fisher sextán. Deron Williams var stigahæstur hjá Utah með 21 stig og fjórtán stoðsendingar og Mehmet Okur var með sextán stig og tíu fráköst. Carlos Boozer hefur oft leikið betur en hann var með tólf stig og fjórtán fráköst auk þess sem hann fékk sína sjöttu villu í fjórða leikhluta og missti þar með af lokamínútunum. Það kemur í ljós á mánudagskvöldið hvort andstæðingur Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar verður San Antonio eða New Orleans. Cleveland vann Boston, 74-69, þökk sé frábærri frammistöðu í öðrum leikhluta. Þar með er staðan jöfn í rimmunni, 3-3, og ræðst annað kvöld í Boston. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur sem tryggði Cleveland sigurinn í nótt en liðið skoraði 24 stig í öðrum leikhluta gen aðeins fimmtán frá Boston. Það dugði til að skapa liðinu nægilega gott forskot fyrir síðari hálfleikinn. LeBron James átti einnig frábæran síðari hálfleik og skoraði tvær lykilkörfur í fjórða leikhluta auk þess sem að Wally Szczerbiak setti niður þrist þegar tvær mínútur voru eftir. Dugði það til að halda aftur af Boston. Boston tapaði þar með sínum sjötta útileik í röð í úrslitakeppninni en á móti kemur að liðið hefur unnið sjö leiki í röð á heimavelli og unnið alls fimmtán af átján oddaleikjum liðsins á heimavelli í gegnum tíðina. LeBron James skoraði 32 stig í leiknum, þar af nítján í síðari hálfleik, auk þess em hann tók tólf fráköst. Delonte West skoraði tíu stig, þar af flautuþrist í lok fyrri hálfleiks úr ómögulegri stöðu. Það er enginn leikur á dagskrá NBA-deildarinnar í dag. NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
LA Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar en útkljá þarf viðureign Boston og Cleveland í oddaleik. LA Lakers vann Utah, 108-105, og þar með rimmuna 4-2. Lakers voru með mikla yfirburði í leiknum allt fram í fjórða leikhluta er Utah náði skyndilega að hleypa mikilli spennu í leikinn og minnka muninn mest í tvö stig. Paul Millsap og Deron Williams fengu báðir tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum leiksins en misnotuðu báðir þriggja stiga tilraunir sínar. Lakers fagnaði því sigri sem var þó fyllilega sanngjarn. Þetta var fyrsti sigurinn á útivelli í þessari viðureign en til þessa hafa heimaliðin í bæði viðureignum Boston og Cleveland annars vegar og New Orleans og San Antonio hins vegar unnið alla leikina til þessa. Enda þarf oddaleik til að knýja fram úrslit í báðum rimmum. Lakers fær því nú nokkra daga í hvíld þar til þar verður ljóst hvort liðið mætir New Orleans eða San Antonio í úrslitunum. Lakers varð í efsta sæti Vesturdeildarinnar og verður því með heimavallarréttinn gegn hvoru liði sem er. Lakers hafði nítján stiga forystu í hálfleik í nótt og sextán stig þegar fjórði leikhlutinn hófst. En þrátt fyrir áhlaup heimamanna misstu leikmenn Lakers ekki taugarnar og klikkuðu á aðeins einu víti síðustu rúmu tvær mínúturnar, þegar mestu máli skipti. Andrei Kirilenko setti niður þrist þegar sextán sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í tvö stig. Bryant jók muninn aftur í fjögur stiga af vítalínuni en Millsap svaraði nánast umsvifalaust með troðslu. Derek Fisher fór þá á vítalínuna og misnotaði síðara skotið sitt sem þýddi að Utah gat tryggt sér framlengingu í síðustu sókn sinni sem hófst þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. En sem fyrr segir tókst það ekki. Kobe Bryant lék vel þrátt fyrir að vera aumur í bakinu og skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr níu af nítján skotum utan af velli og nýtti fimmtán af sautján vítaköstum. Pau Gasol kom næstur með sautján stig og Derek Fisher sextán. Deron Williams var stigahæstur hjá Utah með 21 stig og fjórtán stoðsendingar og Mehmet Okur var með sextán stig og tíu fráköst. Carlos Boozer hefur oft leikið betur en hann var með tólf stig og fjórtán fráköst auk þess sem hann fékk sína sjöttu villu í fjórða leikhluta og missti þar með af lokamínútunum. Það kemur í ljós á mánudagskvöldið hvort andstæðingur Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar verður San Antonio eða New Orleans. Cleveland vann Boston, 74-69, þökk sé frábærri frammistöðu í öðrum leikhluta. Þar með er staðan jöfn í rimmunni, 3-3, og ræðst annað kvöld í Boston. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur sem tryggði Cleveland sigurinn í nótt en liðið skoraði 24 stig í öðrum leikhluta gen aðeins fimmtán frá Boston. Það dugði til að skapa liðinu nægilega gott forskot fyrir síðari hálfleikinn. LeBron James átti einnig frábæran síðari hálfleik og skoraði tvær lykilkörfur í fjórða leikhluta auk þess sem að Wally Szczerbiak setti niður þrist þegar tvær mínútur voru eftir. Dugði það til að halda aftur af Boston. Boston tapaði þar með sínum sjötta útileik í röð í úrslitakeppninni en á móti kemur að liðið hefur unnið sjö leiki í röð á heimavelli og unnið alls fimmtán af átján oddaleikjum liðsins á heimavelli í gegnum tíðina. LeBron James skoraði 32 stig í leiknum, þar af nítján í síðari hálfleik, auk þess em hann tók tólf fráköst. Delonte West skoraði tíu stig, þar af flautuþrist í lok fyrri hálfleiks úr ómögulegri stöðu. Það er enginn leikur á dagskrá NBA-deildarinnar í dag.
NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira