Fyrstu sektir gætu numið 500 milljónum 26. nóvember 2008 00:01 Guðmundur Guðbjarnason Guðmundur, sem er forstöðumaður Ársreikningaskrár, segir ekki liggja fyrir endanlegar upplýsingar um sektir sem ársreikningaskrá beitir nú í fyrsta sinn eftir að hafa fengið til þess heimild í nýjum lögum og reglugerð. Markaðurinn/Anton Vanræki fyrirtæki að skila inn ársreikningi til Ársreikningaskrár ríkisskattstjóra ber að beita sektum, samkvæmt nýjum lögum og reglugerð um skil ársreikninga og samstæðureikninga. Um verulegar upphæðir getur verið að ræða þar sem fjöldi fyrirtækja hefur verið í vanskilum með ársreikninga sína, jafnvel árum saman. Samkvæmt nýrri reglugerð um ársreikningaskrá, skil og birtingu ársreikninga, sem gildi tók í sumar, skal sekt fyrir vanskil vera 250 þúsund krónur. „Ef félag vanrækir að standa skil á ársreikningi eða samstæðureikningi til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá í tvö eða fleiri reikningsár í röð skal fjárhæðin samkvæmt fyrstu meðgrein vera 500.000 krónur fyrir hvert ár,“ segir í reglugerðinni. Guðmundur Guðbjarnason, forstöðumaður Ársreikningaskrár, segir að fyrirtækjum í vanskilum með reikninga sem skila hafi átt í fyrra vegna ársins 2006 hafi þegar verið gerð grein fyrir stöðu sinni. Stofnunin sendi í byrjun árs út áminningu til vanskilafyrirtækja þar sem bent var á að í ár tækju gildi ný lög með sektarheimild vegna vanskila. Í kjölfarið var skilað inn um 4.000 ársreikningum, en um mitt ár áttu engu að síður yfir 2.000 fyrirtæki eftir að skila reikningi vegna ársins 2006. Fyrstu sektir gætu því numið hálfum milljarði króna. Guðmundur segir endanlegar tölur hins vegar ekki liggja fyrir. Þá er enda óvíst hversu mikið innheimtist af sektum, enda kann hluti fyrirtækjanna að hafa hætt starfsemi og því bara til á pappír sem „dauð“ félög og önnur jafnvel á leiðinni í gjaldþrot. Þá reynir ekki strax á hærri sektarákvæðin vegna vanskila í tvö ár eða fleiri þar sem reglugerðin og gildandi lög um skil árs- og samstæðureikninga ná bara til reikningsársins sem hófst 1. janúar 2006 eða síðar. Áður hefur komið fram að nokkur fjöldi fyrirtækja hefur mun lengri hala og ekki skilað ársreikningum árum saman. Ný lög um ársreikninga tóku gildi um síðustu áramót og átti reglugerðin að liggja fyrir í maílok. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Markaðinn í vor fá dæmi til frá dómstólum um að fyrirtæki hafi verið sektuð fyrir að skila ekki ársreikningum. „Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Ársreikningaskrá fær þessa heimild beint,“ sagði hann. Viðskiptaráð Íslands hefur eftir fall bankanna hér og í erfiðleikum fyrirtækja beint sjónum að mikilvægi þess að betur sé hugað að allri upplýsingagjöf, með það fyrir augum að auðvelda uppbyggingu og efla traust á íslensku viðskiptalífi á ný. Bent hefur verið á að erlend greiðslufreststryggingarfélög hafi fellt niður tryggingar sínar vegna örðugleika í gjaldeyrismiðlun og þar með hafi fyrirtæki misst greiðslufresti sína, mislanga eftir atvikum. „Þetta setur gríðarlegt álag á lausafjárstöðuna hjá þessum fyrirtækjum,“ sagði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, nýverið í viðtali við Fréttablaðið. Komist greiðslumiðlun í lag, áréttar hann að fyrirtækin þurfi um leið að standa betur að upplýsingagjöf. „Greiðslutryggingafyrirtækin koma ekki inn aftur án þess að fyrir liggi upplýsingar um efnahagsreikning fyrirtækja og greiðslugetu.“ Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Vanræki fyrirtæki að skila inn ársreikningi til Ársreikningaskrár ríkisskattstjóra ber að beita sektum, samkvæmt nýjum lögum og reglugerð um skil ársreikninga og samstæðureikninga. Um verulegar upphæðir getur verið að ræða þar sem fjöldi fyrirtækja hefur verið í vanskilum með ársreikninga sína, jafnvel árum saman. Samkvæmt nýrri reglugerð um ársreikningaskrá, skil og birtingu ársreikninga, sem gildi tók í sumar, skal sekt fyrir vanskil vera 250 þúsund krónur. „Ef félag vanrækir að standa skil á ársreikningi eða samstæðureikningi til opinberrar birtingar hjá ársreikningaskrá í tvö eða fleiri reikningsár í röð skal fjárhæðin samkvæmt fyrstu meðgrein vera 500.000 krónur fyrir hvert ár,“ segir í reglugerðinni. Guðmundur Guðbjarnason, forstöðumaður Ársreikningaskrár, segir að fyrirtækjum í vanskilum með reikninga sem skila hafi átt í fyrra vegna ársins 2006 hafi þegar verið gerð grein fyrir stöðu sinni. Stofnunin sendi í byrjun árs út áminningu til vanskilafyrirtækja þar sem bent var á að í ár tækju gildi ný lög með sektarheimild vegna vanskila. Í kjölfarið var skilað inn um 4.000 ársreikningum, en um mitt ár áttu engu að síður yfir 2.000 fyrirtæki eftir að skila reikningi vegna ársins 2006. Fyrstu sektir gætu því numið hálfum milljarði króna. Guðmundur segir endanlegar tölur hins vegar ekki liggja fyrir. Þá er enda óvíst hversu mikið innheimtist af sektum, enda kann hluti fyrirtækjanna að hafa hætt starfsemi og því bara til á pappír sem „dauð“ félög og önnur jafnvel á leiðinni í gjaldþrot. Þá reynir ekki strax á hærri sektarákvæðin vegna vanskila í tvö ár eða fleiri þar sem reglugerðin og gildandi lög um skil árs- og samstæðureikninga ná bara til reikningsársins sem hófst 1. janúar 2006 eða síðar. Áður hefur komið fram að nokkur fjöldi fyrirtækja hefur mun lengri hala og ekki skilað ársreikningum árum saman. Ný lög um ársreikninga tóku gildi um síðustu áramót og átti reglugerðin að liggja fyrir í maílok. Baldur Guðlaugsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu, sagði í viðtali við Markaðinn í vor fá dæmi til frá dómstólum um að fyrirtæki hafi verið sektuð fyrir að skila ekki ársreikningum. „Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem Ársreikningaskrá fær þessa heimild beint,“ sagði hann. Viðskiptaráð Íslands hefur eftir fall bankanna hér og í erfiðleikum fyrirtækja beint sjónum að mikilvægi þess að betur sé hugað að allri upplýsingagjöf, með það fyrir augum að auðvelda uppbyggingu og efla traust á íslensku viðskiptalífi á ný. Bent hefur verið á að erlend greiðslufreststryggingarfélög hafi fellt niður tryggingar sínar vegna örðugleika í gjaldeyrismiðlun og þar með hafi fyrirtæki misst greiðslufresti sína, mislanga eftir atvikum. „Þetta setur gríðarlegt álag á lausafjárstöðuna hjá þessum fyrirtækjum,“ sagði Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs, nýverið í viðtali við Fréttablaðið. Komist greiðslumiðlun í lag, áréttar hann að fyrirtækin þurfi um leið að standa betur að upplýsingagjöf. „Greiðslutryggingafyrirtækin koma ekki inn aftur án þess að fyrir liggi upplýsingar um efnahagsreikning fyrirtækja og greiðslugetu.“
Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira