NimbleGen eykur umsvif hér á landi 27. ágúst 2008 00:01 Gert Maas, forstjóri Roche NimbleGen. MARKAÐURINN/ANTON „Ég býst við því að framleiðslugeta eigi eftir að aukast og það hefur í för með sér frekari fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gerd Maass, forstjóri Roche NimbleGen. NimbleGen hefur starfað hér á landi um árabil. Það framleiðir meðal annars örflögur til líftæknirannsókna og sinnir þjónusturannsóknum með örflögutækni. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum fyrir tæpum áratug og þar eru höfuðstöðvar þess. Svissneski lyfjarisinn Roche keypti félagið fyrir sem svarar um sautján milljörðum íslenskra króna í fyrra. Um 80 þúsund manns starfa hjá Roche víða um heim. Um 75 manns starfa hjá NimbleGen hér á landi, um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins í heild. Maass vill ekki slá neinu föstu um hversu margir verði fengnir til liðs við Nimble Gen hér á næstunni. „Við kynnum að auka rannsóknir og þróun í tengslum við starfsemina hér á landi,“ segir Maass og vísar þar meðal annars til þess að félagið vilji gjarnan starfa meira með háskólasamfélaginu hér. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn varðandi áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. En hefur félagið skilað hagnaði? „Hingað til hefur þetta verið fjárfesting, en við gerum ráð fyrir því að rekstur NimbleGen fari að skila hagnaði á næstu tveimur til þremur árum.“ Í heildina nemur fjárfesting Roche í NimbleGen hingað til um 24 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Í grunninn gengur rekstur Roche vel, þrátt fyrir efnahagsástandið, segir Maass. Félagið sé í raun að horfa til framtíðar með fjárfestingum í félögum eins og NimbleGen. „Tækni af þessu tagi á eftir að auka virkni lyfja þegar fram í sækir.“ Þá sé markaður fyrir framleiðsluvörur NimbleGen mikill og vaxandi. Örflögur NimbleGen eru notaðar til rannsókna í erfðafræði, læknisfræði og lyfjafræði. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim. Maass segir að lítil fyrirtæki eins og NimbleGen séu Roche ákaflega mikilvæg. Mörg slík fyrirtæki séu undir regnhlíf Roche. „Fólk sem starfar í fyrirtækjum af þessu tagi á ef til vill í framtíðinni möguleika á að þroska sig frekar í starfi innan Roche-samstæðunnar annars staðar í heiminum.“ Fyrirtækjum í líftækni hefur ekki öllum gengið vel. DeCode hefur til að mynda farið í gegnum margar sveiflur, en Roche fjárfesti í félaginu á sínum tíma; raunar er sú fjárfesting alveg ótengd fjárfestingunni í Nimble Gen, að því er kunnugir fullyrða. Er líftækniiðnaðurinn ef til vill ekki jafn arðvænlegur og lagt var upp með? „Sum félög hófu starfsemi mjög snemma, jafnvel of snemma. Markaðurinn hefur hins vegar ekki tekið jafnhratt við sér. Roche hefur dreift áhættunni og það má segja að við stöndum á þremur stoðum í þessu efni, því stöndum við vel að vígi. Í viðskiptum af þessu tagi þarf að skoða mjög vel þarfir viðskiptavinarins og markaðarins og haga rannsóknum og þróun í samræmi við það.“ Markaðir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
„Ég býst við því að framleiðslugeta eigi eftir að aukast og það hefur í för með sér frekari fjárfestingar á Íslandi,“ segir Gerd Maass, forstjóri Roche NimbleGen. NimbleGen hefur starfað hér á landi um árabil. Það framleiðir meðal annars örflögur til líftæknirannsókna og sinnir þjónusturannsóknum með örflögutækni. Fyrirtækið var stofnað í Bandaríkjunum fyrir tæpum áratug og þar eru höfuðstöðvar þess. Svissneski lyfjarisinn Roche keypti félagið fyrir sem svarar um sautján milljörðum íslenskra króna í fyrra. Um 80 þúsund manns starfa hjá Roche víða um heim. Um 75 manns starfa hjá NimbleGen hér á landi, um þriðjungur starfsmanna fyrirtækisins í heild. Maass vill ekki slá neinu föstu um hversu margir verði fengnir til liðs við Nimble Gen hér á næstunni. „Við kynnum að auka rannsóknir og þróun í tengslum við starfsemina hér á landi,“ segir Maass og vísar þar meðal annars til þess að félagið vilji gjarnan starfa meira með háskólasamfélaginu hér. Hann bætir því við að hann sé bjartsýnn varðandi áframhaldandi vöxt fyrirtækisins. En hefur félagið skilað hagnaði? „Hingað til hefur þetta verið fjárfesting, en við gerum ráð fyrir því að rekstur NimbleGen fari að skila hagnaði á næstu tveimur til þremur árum.“ Í heildina nemur fjárfesting Roche í NimbleGen hingað til um 24 milljörðum íslenskra króna, miðað við núverandi gengi. Í grunninn gengur rekstur Roche vel, þrátt fyrir efnahagsástandið, segir Maass. Félagið sé í raun að horfa til framtíðar með fjárfestingum í félögum eins og NimbleGen. „Tækni af þessu tagi á eftir að auka virkni lyfja þegar fram í sækir.“ Þá sé markaður fyrir framleiðsluvörur NimbleGen mikill og vaxandi. Örflögur NimbleGen eru notaðar til rannsókna í erfðafræði, læknisfræði og lyfjafræði. Vörur fyrirtækisins eru seldar víða um heim. Maass segir að lítil fyrirtæki eins og NimbleGen séu Roche ákaflega mikilvæg. Mörg slík fyrirtæki séu undir regnhlíf Roche. „Fólk sem starfar í fyrirtækjum af þessu tagi á ef til vill í framtíðinni möguleika á að þroska sig frekar í starfi innan Roche-samstæðunnar annars staðar í heiminum.“ Fyrirtækjum í líftækni hefur ekki öllum gengið vel. DeCode hefur til að mynda farið í gegnum margar sveiflur, en Roche fjárfesti í félaginu á sínum tíma; raunar er sú fjárfesting alveg ótengd fjárfestingunni í Nimble Gen, að því er kunnugir fullyrða. Er líftækniiðnaðurinn ef til vill ekki jafn arðvænlegur og lagt var upp með? „Sum félög hófu starfsemi mjög snemma, jafnvel of snemma. Markaðurinn hefur hins vegar ekki tekið jafnhratt við sér. Roche hefur dreift áhættunni og það má segja að við stöndum á þremur stoðum í þessu efni, því stöndum við vel að vígi. Í viðskiptum af þessu tagi þarf að skoða mjög vel þarfir viðskiptavinarins og markaðarins og haga rannsóknum og þróun í samræmi við það.“
Markaðir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Áhrif foreldra á starfsframa og velgengni barna sinna Atvinnulíf Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent