Parker með 55 stig og flautukörfu í ótrúlegum sigri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2008 09:17 Tony Parker átti stórleik í nótt. Nordic Photos / Getty Images Tony Parker bætti sitt persónulega met í NBA-deildinni er hann skoraði 55 stig og skoraði flautukörfu í ótrúlegum sigri San Antonio á Minnesota, 129-125, í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni. Þrettán leikir fóru fram í deildinni í nótt. Al Jefferson kom Minnesota í 116-114 þegar aðeins 2,5 sekúndur voru eftir af fyrstu framlengingunni í leiknum. Parker fékk svo sendinguna sem kom fram á völlinn og jafnaði leikinn um leið og leiktíminn rann út. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í deildinni í haust en Parker átti stórleik. Hann hitti úr 22 af 36 skotum, skoraði 55 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Tim Duncan var með 30 stig og sextán fráköst og Roger Mason var með 26 stig. Hjá Minnesota var Jefferson stigahæstur með 30 stig og fjórtán fráköst og Mike Miller var með 25 stig. Enn verður bið á því að Allen Iverson spili með Detroit sem vann Toronto í nótt, 100-93. Skiptin við Denver gátu ekki gengið endanlega í gegn fyrir leikinn þar sem Chauncey Billups átti eftir að klára læknisskoðun sína hjá Denver. Detroit er enn ósigrað í deildinni en Tayshaun Prince skoraði 27 stig í leiknum í nótt. Dwyane Wade skoraði 29 stig og Mario Chalmers stal hvorki fleiri né færri en níu boltum er Miami vann Philadelphia, 106-83. Þá vann Boston lið Oklahoma, 96-83. Paul Pierce var með 20 stig fyrir Boston. Amare Stoudemire fór á kostum er Phoenix sem vann Indiana, 113-103, á útivelli. Stoudemire nýtti 17 af 21 skoti sínu utan af velli og öll fimmtán vítaköstin sín. Hann var alls með 49 stig. LeBron James skoraði 41 stig fyrir Cleveland sem vann Chicago, 107-93. Öll úrslit í nótt: Indiana - Phoenix 103-113 Toronto - Detroit 93-100Miami - Philadelphia 106-83New York - Charlotte 101-98Cleveland - Chicago 107-93Milwaukee - Washington 112-104 Minnesota - San Antonio 125-129 New Orleans - Atlanta 79-87 Oklahoma City - Boston 83-96Utah - Portland 103-96Sacramento - Memphis 100-95Golden State - Denver 111-101LA Lakers - LA Clippers 106-88 NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Tony Parker bætti sitt persónulega met í NBA-deildinni er hann skoraði 55 stig og skoraði flautukörfu í ótrúlegum sigri San Antonio á Minnesota, 129-125, í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni. Þrettán leikir fóru fram í deildinni í nótt. Al Jefferson kom Minnesota í 116-114 þegar aðeins 2,5 sekúndur voru eftir af fyrstu framlengingunni í leiknum. Parker fékk svo sendinguna sem kom fram á völlinn og jafnaði leikinn um leið og leiktíminn rann út. Þetta var fyrsti sigur San Antonio í deildinni í haust en Parker átti stórleik. Hann hitti úr 22 af 36 skotum, skoraði 55 stig, gaf tíu stoðsendingar og tók sjö fráköst. Tim Duncan var með 30 stig og sextán fráköst og Roger Mason var með 26 stig. Hjá Minnesota var Jefferson stigahæstur með 30 stig og fjórtán fráköst og Mike Miller var með 25 stig. Enn verður bið á því að Allen Iverson spili með Detroit sem vann Toronto í nótt, 100-93. Skiptin við Denver gátu ekki gengið endanlega í gegn fyrir leikinn þar sem Chauncey Billups átti eftir að klára læknisskoðun sína hjá Denver. Detroit er enn ósigrað í deildinni en Tayshaun Prince skoraði 27 stig í leiknum í nótt. Dwyane Wade skoraði 29 stig og Mario Chalmers stal hvorki fleiri né færri en níu boltum er Miami vann Philadelphia, 106-83. Þá vann Boston lið Oklahoma, 96-83. Paul Pierce var með 20 stig fyrir Boston. Amare Stoudemire fór á kostum er Phoenix sem vann Indiana, 113-103, á útivelli. Stoudemire nýtti 17 af 21 skoti sínu utan af velli og öll fimmtán vítaköstin sín. Hann var alls með 49 stig. LeBron James skoraði 41 stig fyrir Cleveland sem vann Chicago, 107-93. Öll úrslit í nótt: Indiana - Phoenix 103-113 Toronto - Detroit 93-100Miami - Philadelphia 106-83New York - Charlotte 101-98Cleveland - Chicago 107-93Milwaukee - Washington 112-104 Minnesota - San Antonio 125-129 New Orleans - Atlanta 79-87 Oklahoma City - Boston 83-96Utah - Portland 103-96Sacramento - Memphis 100-95Golden State - Denver 111-101LA Lakers - LA Clippers 106-88
NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira