Bilun í flugvél í Keflavík raskaði allri ferðaáætlun Valsliðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. september 2008 22:12 Frá Leifsstöð. Kvennalið Vals lenti í hrakförum á leið sinni til Sala í Slóvakíu þar sem riðill liðsins í Evrópukeppninni hefst á fimmtudaginn. Flugtaki frá Keflavík í morgun seinkaði um meira en þrjá tíma og liðið var enn á leiðinni þegar Fréttablaðið heyrði í Elísabetu Gunnarsdóttur um kvöldmatarleytið. „Það var hætt við flugtak þegar vélin var að gefa í og var á leiðinni í loftið. Þér snarhemluðu og snéru við vegna einhverra bilunar. Við áttum að fara klukkan hálf átta í morgun en fórum ekki fyrr en klukkan ellefu þannig að það riðlaðist öll restin af ferðinni," segir Elísabet Gunnarsdóttir, annar þjálfara Vals þegar Fréttablaðið náði í hana í rútu á leiðinni frá Vín í Austurríki til Sala í Slóvakíu. „Við eigum sem betur fer aukadag á morgun," sagði Elísabet en hún var enn að reyna að redda æfingu liðsins á morgun en það virðist vera sem að völlurinn sé aðeins laus fyrri hluta dagsins. „Við þurfum líka að reyna að ná öllu dótinu okkar á staðinn því það er einhvers staðar í Kaupmannahöfn. Við vonumst til þess að það komi allt til skila á morgun," sagði Elísabet en hópurinn flaug þaðan til Vín þar sem keyrt var síðan í rúma tvo klukkutíma í rútu til Sala. Valsliðið spilar sinn fyrsta leik í keppninni á fimmtudaginn þegar liðið mætir velsku meisturunum í Cardiff. Í riðlinum eru einnig gestgjafarnir frá Sala í Slóvakíu sem og Maccabi Holon frá Ísrael. Elísabet segir sínar stelpur vera einbeittar og þær ætli ekki að láta þennan erfiða ferðadag hafa áhrif á sig þegar komið er í leikina. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Kvennalið Vals lenti í hrakförum á leið sinni til Sala í Slóvakíu þar sem riðill liðsins í Evrópukeppninni hefst á fimmtudaginn. Flugtaki frá Keflavík í morgun seinkaði um meira en þrjá tíma og liðið var enn á leiðinni þegar Fréttablaðið heyrði í Elísabetu Gunnarsdóttur um kvöldmatarleytið. „Það var hætt við flugtak þegar vélin var að gefa í og var á leiðinni í loftið. Þér snarhemluðu og snéru við vegna einhverra bilunar. Við áttum að fara klukkan hálf átta í morgun en fórum ekki fyrr en klukkan ellefu þannig að það riðlaðist öll restin af ferðinni," segir Elísabet Gunnarsdóttir, annar þjálfara Vals þegar Fréttablaðið náði í hana í rútu á leiðinni frá Vín í Austurríki til Sala í Slóvakíu. „Við eigum sem betur fer aukadag á morgun," sagði Elísabet en hún var enn að reyna að redda æfingu liðsins á morgun en það virðist vera sem að völlurinn sé aðeins laus fyrri hluta dagsins. „Við þurfum líka að reyna að ná öllu dótinu okkar á staðinn því það er einhvers staðar í Kaupmannahöfn. Við vonumst til þess að það komi allt til skila á morgun," sagði Elísabet en hópurinn flaug þaðan til Vín þar sem keyrt var síðan í rúma tvo klukkutíma í rútu til Sala. Valsliðið spilar sinn fyrsta leik í keppninni á fimmtudaginn þegar liðið mætir velsku meisturunum í Cardiff. Í riðlinum eru einnig gestgjafarnir frá Sala í Slóvakíu sem og Maccabi Holon frá Ísrael. Elísabet segir sínar stelpur vera einbeittar og þær ætli ekki að láta þennan erfiða ferðadag hafa áhrif á sig þegar komið er í leikina.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira