Framkvæmdastjórar tippa á Lakers 22. október 2008 17:23 Pau Gasol, Kobe Bryant og Andrew Bynum eru taldir líklegir til afreka með Lakers í vetur NordicPhotos/GettyImages Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst þann 28. október. Framkvæmdastjórar í deildinni tippa á að Los Angeles Lakers standi uppi sem sigurvegari næsta sumar. Þetta er sjöunda árið sem tekin er saman könnun meðal framkvæmdastjóra félaganna í deildinni, en hún gefur oft ágæta mynd af því sem koma skal. 46% aðspurðra framkvæmdastjóra eru á því að það verði LA Lakers sem standi uppi sem sigurvegari næsta sumar, en liðið tapaði fyrir Boston í úrslitum í júní sl. Aðeins 19% spá því að Boston muni verja titil sinn og 12% spá því að New Orleans verði meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem meirihluti framkvæmdastjóra spáir San Antonio Spurs ekki titlinum, en aðeins 5% þeirra hallast að sigri liðsins í sumar. 56% framkvæmdastjóra spá því að LeBron James hjá Cleveland verði kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur, 37% hallast að því að Kobe Bryant hjá Lakers vinni verðlaunin annað árið í röð og 7% tippa á að það verði Chris Paul hjá New Orleans Hornets. Þegar kemur að því að spá um hver verði kjörinn nýliði ársins spá 48% því að Michael Beasley hjá Miami verði fyrir valinu, en 30% tippa á Greg Oden hjá Portland Trailblazers - en hann er nú að spila sína fyrstu leiki í deildinni eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu í fyrra og misst af allri leiktíðinni. Paul og Howard bestir í sinni stöðuChris Paul þykir hafa tekið við af Steve Nash sem besti leikstjórnandi NBA deildarinnarNordicPhotos/GettyImagesFramkvæmdastjórarnir eru ár hvert beðnir að meta hver sé besti leikmaður deildarinnar í hverri stöðu fyrir sig.Þeir Chris Paul hjá New Orleans og Dwight Howard hjá Orlando voru í fyrsta skipti valdir besti leikstjórnandinn og besti miðherjinn.Paul hlaut 89% atkvæða sem besti leikstjórnandinn og Howard 56% atkvæða sem besti miðherjinn. Árið áður voru það Steve Nash hjá Phoenix og Yao Ming hjá Houston sem kjörnir voru bestu mennirnir í þessum leikstöðum.Kobe Bryant var sjöunda árið í röð álitinn besti skotbakvörðurinn í deildinni með 93% atkvæða, LeBron James fékk 93% atkvæða sem besti minni framherjinn og Tim Duncan fékk 52% atkvæða sem besti kraftframherjinn í deildinni.Sjöunda árið í röð var Kobe Bryant kjörinn sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjórarnir vildu láta taka síðasta skotið í leik og fékk 89% atkvæða í þeim flokki.Dirk Nowitzki hjá Dallas fékk 67% atkvæða sem besti erlendi leikmaðurinn í deildinni og LeBron James fékk 67% atkvæða þegar spurt var hvaða leikmann framkvæmdastjórarnir myndu velja til að byggja upp lið í kring um.Aðrir molar úr könnuninni:Besti þjálfarinn var Gregg Popovich hja San Antonio (54%), Utah þótti eiga besta heimavöllinn (44%), Kevin Garnett þótti besti varnarmaðurinn (44%), Andrew Bynum hjá Lakers þótti líklegastur til að slá í gegn í vetur (19%)New Orleans þótti skemmtilegasta liðið til að horfa á (27%), Miami og Portland þóttu líklegust til að bæta sig mest í vetur (26%), Mike D´Antoni þótti besti sóknarþjálfarinn (54%), Chris Paul þótti fljótasti leikmaður deildarinnar með bolta (37%) og þá þótti Rudy Fernandez hjá Portland líklegasti erlendi nýliðinn til að eiga gott tímabil (52%). NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst þann 28. október. Framkvæmdastjórar í deildinni tippa á að Los Angeles Lakers standi uppi sem sigurvegari næsta sumar. Þetta er sjöunda árið sem tekin er saman könnun meðal framkvæmdastjóra félaganna í deildinni, en hún gefur oft ágæta mynd af því sem koma skal. 46% aðspurðra framkvæmdastjóra eru á því að það verði LA Lakers sem standi uppi sem sigurvegari næsta sumar, en liðið tapaði fyrir Boston í úrslitum í júní sl. Aðeins 19% spá því að Boston muni verja titil sinn og 12% spá því að New Orleans verði meistari í fyrsta skipti í sögu félagsins. Þetta var í fyrsta skipti í fimm ár sem meirihluti framkvæmdastjóra spáir San Antonio Spurs ekki titlinum, en aðeins 5% þeirra hallast að sigri liðsins í sumar. 56% framkvæmdastjóra spá því að LeBron James hjá Cleveland verði kjörinn verðmætasti leikmaður deildarinnar í vetur, 37% hallast að því að Kobe Bryant hjá Lakers vinni verðlaunin annað árið í röð og 7% tippa á að það verði Chris Paul hjá New Orleans Hornets. Þegar kemur að því að spá um hver verði kjörinn nýliði ársins spá 48% því að Michael Beasley hjá Miami verði fyrir valinu, en 30% tippa á Greg Oden hjá Portland Trailblazers - en hann er nú að spila sína fyrstu leiki í deildinni eftir að hafa meiðst á undirbúningstímabilinu í fyrra og misst af allri leiktíðinni. Paul og Howard bestir í sinni stöðuChris Paul þykir hafa tekið við af Steve Nash sem besti leikstjórnandi NBA deildarinnarNordicPhotos/GettyImagesFramkvæmdastjórarnir eru ár hvert beðnir að meta hver sé besti leikmaður deildarinnar í hverri stöðu fyrir sig.Þeir Chris Paul hjá New Orleans og Dwight Howard hjá Orlando voru í fyrsta skipti valdir besti leikstjórnandinn og besti miðherjinn.Paul hlaut 89% atkvæða sem besti leikstjórnandinn og Howard 56% atkvæða sem besti miðherjinn. Árið áður voru það Steve Nash hjá Phoenix og Yao Ming hjá Houston sem kjörnir voru bestu mennirnir í þessum leikstöðum.Kobe Bryant var sjöunda árið í röð álitinn besti skotbakvörðurinn í deildinni með 93% atkvæða, LeBron James fékk 93% atkvæða sem besti minni framherjinn og Tim Duncan fékk 52% atkvæða sem besti kraftframherjinn í deildinni.Sjöunda árið í röð var Kobe Bryant kjörinn sá leikmaður sem flestir framkvæmdastjórarnir vildu láta taka síðasta skotið í leik og fékk 89% atkvæða í þeim flokki.Dirk Nowitzki hjá Dallas fékk 67% atkvæða sem besti erlendi leikmaðurinn í deildinni og LeBron James fékk 67% atkvæða þegar spurt var hvaða leikmann framkvæmdastjórarnir myndu velja til að byggja upp lið í kring um.Aðrir molar úr könnuninni:Besti þjálfarinn var Gregg Popovich hja San Antonio (54%), Utah þótti eiga besta heimavöllinn (44%), Kevin Garnett þótti besti varnarmaðurinn (44%), Andrew Bynum hjá Lakers þótti líklegastur til að slá í gegn í vetur (19%)New Orleans þótti skemmtilegasta liðið til að horfa á (27%), Miami og Portland þóttu líklegust til að bæta sig mest í vetur (26%), Mike D´Antoni þótti besti sóknarþjálfarinn (54%), Chris Paul þótti fljótasti leikmaður deildarinnar með bolta (37%) og þá þótti Rudy Fernandez hjá Portland líklegasti erlendi nýliðinn til að eiga gott tímabil (52%).
NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira