Krónan heldur áfram að styrkjast og er gengisvísitalan nú komin undir 160 stig. Hún stendur nú í 159,2 stigum og hefur lækkað um 0,7 prósent þar sem af er morgni.
Evran kostar nú 124 krónur, dollarinn 79,55 krónur, breska pundið 157,6 krónur og danska krónan 16,6 krónur.