Íslenskur níðingur dæmdur í Noregi 23. nóvember 2008 07:45 Lögreglan í Stavangri íslenskur maður sat grímuklæddur fyrir tíu ára gamalli stúlku í skógi nálægt Stavangri í Noregi. Hann var á dögunum dæmdur fyrir tilraun til nauðgunar. Håkon Vold Íslenskur fjölskyldufaðir á sextugsaldri var á dögunum dæmdur fyrir tilraun til að nauðga tíu ára gamalli stúlku í nálægð við Stavangur í Noregi. Þá var honum gert að greiða stúlkunni hundrað þúsund norskar krónur. Maðurinn sat grímuklæddur fyrir stúlkunni snemma morguns í skógi á milli tveggja þorpa nærri Stavangri í Noregi. Stúlkan hjólar þá leið daglega á leið til skóla. Maðurinn hafði um nokkurra daga skeið fylgst með börnum á leið til skóla og komist að raun um að stúlkan var yfirleitt sein á ferð. Fyrir dómi lýsti maðurinn því þegar hann stoppaði stúlkuna og sagði: „Sæl vina mín, hvað heitir þú?" Þá hafi hann beðið hana að koma með sér inn í skóginn. Þegar hún neitaði því dró hann upp hníf, greip fyrir vit stúlkunnar og bar hana inn í skóginn. Þar afklæddi hann stúlkuna. Þegar hann var að klæða sjálfan sig úr buxunum tókst henni að flýja. Stúlkan hljóp fyrst heim til nágranna sinna sem reyndust ekki heima. Þá hljóp hún alla leið heim til sín, um tíu mínútna leið. Fyrir réttinum sagði móðir stúlkunnar hana eiga afar erfitt eftir þessa reynslu. Hún velti því meðal annars stöðugt fyrir sér hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða hana. Það tók lögregluna tvær vikur að finna manninn. Hann var fyrst yfirheyrður sem vitni í málinu. Þá sagðist hann ekkert hafa séð óvenjulegt. Lögreglan bar svo kennsl á hann með DNA-sýni á hnífnum sem hann hafði notað, en honum hafði hann týnt í skóginum. Þegar maðurinn var handtekinn fannst barnaklám á heimili hans. Odd Kristian Stokke, blaðamaður hjá Stavanger Aftenposten, fylgdist með réttarhöldunum. Hann segir manninn hafa horft niður mestallan tímann. Auðsýnilegt hafi verið að hann skammaðist sín. Komið hafi þar fram að réttargeðlæknir segði hann ekki veikan á geði. Hann væri hins vegar með óvenjulega lága greindarvísitölu. Þá kom fram að hann hefði sjálfur lent í kynferðislegri misnotkun sem barn. Árið 1978 var maðurinn dæmdur fyrir nauðgun hér á landi. Hann hefur verið búsettur í Noregi í mörg ár og hefur ekki áður verið dæmdur fyrir sambærileg brot þar. Hann er giftur íslenskri konu og þau eiga tvö börn. Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira
Íslenskur fjölskyldufaðir á sextugsaldri var á dögunum dæmdur fyrir tilraun til að nauðga tíu ára gamalli stúlku í nálægð við Stavangur í Noregi. Þá var honum gert að greiða stúlkunni hundrað þúsund norskar krónur. Maðurinn sat grímuklæddur fyrir stúlkunni snemma morguns í skógi á milli tveggja þorpa nærri Stavangri í Noregi. Stúlkan hjólar þá leið daglega á leið til skóla. Maðurinn hafði um nokkurra daga skeið fylgst með börnum á leið til skóla og komist að raun um að stúlkan var yfirleitt sein á ferð. Fyrir dómi lýsti maðurinn því þegar hann stoppaði stúlkuna og sagði: „Sæl vina mín, hvað heitir þú?" Þá hafi hann beðið hana að koma með sér inn í skóginn. Þegar hún neitaði því dró hann upp hníf, greip fyrir vit stúlkunnar og bar hana inn í skóginn. Þar afklæddi hann stúlkuna. Þegar hann var að klæða sjálfan sig úr buxunum tókst henni að flýja. Stúlkan hljóp fyrst heim til nágranna sinna sem reyndust ekki heima. Þá hljóp hún alla leið heim til sín, um tíu mínútna leið. Fyrir réttinum sagði móðir stúlkunnar hana eiga afar erfitt eftir þessa reynslu. Hún velti því meðal annars stöðugt fyrir sér hvort maðurinn hafi ætlað sér að myrða hana. Það tók lögregluna tvær vikur að finna manninn. Hann var fyrst yfirheyrður sem vitni í málinu. Þá sagðist hann ekkert hafa séð óvenjulegt. Lögreglan bar svo kennsl á hann með DNA-sýni á hnífnum sem hann hafði notað, en honum hafði hann týnt í skóginum. Þegar maðurinn var handtekinn fannst barnaklám á heimili hans. Odd Kristian Stokke, blaðamaður hjá Stavanger Aftenposten, fylgdist með réttarhöldunum. Hann segir manninn hafa horft niður mestallan tímann. Auðsýnilegt hafi verið að hann skammaðist sín. Komið hafi þar fram að réttargeðlæknir segði hann ekki veikan á geði. Hann væri hins vegar með óvenjulega lága greindarvísitölu. Þá kom fram að hann hefði sjálfur lent í kynferðislegri misnotkun sem barn. Árið 1978 var maðurinn dæmdur fyrir nauðgun hér á landi. Hann hefur verið búsettur í Noregi í mörg ár og hefur ekki áður verið dæmdur fyrir sambærileg brot þar. Hann er giftur íslenskri konu og þau eiga tvö börn.
Mest lesið Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla Erlent Fleiri fréttir Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Sjá meira