Gengi krónunnar hefur veikst hastarlega frá því viðskipti hófust á gjaldeyrismarkaði í dag, eða um 1,67 prósent, og stendur gengisvísitalan í 164,3 stigum.
Bandaríkjadalur, sem hefur verið á hraðferð síðustu daga, hefur að sama skapi gefið í. Hann rauf 87 krónu múrinn fyrir um hálftíma og stendur nú í 87,9 krónum. Dollarinn hefur ekki staðið í 88 krónum síðan seint í október árið 2002.