Lakers burstaði meistarana 24. maí 2008 05:08 Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt. Smelltu á hnappinn hér fyrir ofan til að sjá glefsur úr leiknum af heimasíðu NBA deildarinnar. Leikurinn var í jafnvægi framan af en Lakers-liðið tók góða 9-0 rispu í blálokin á fyrri hálfleiknum og hafði yfir 46-37 í leikhlé. Í síðari hálfleik jókst munurinn enn og Gregg Popovich skipti sínum bestu mönnum af velli þegar skammt var liðið á fjórða leikhlutann. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 22 stig, Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Jordan Farmar skoraði 14 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 13 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 12, en enginn annar leikmaður San Antonio skoraði meira en 10 stig. Þeir Parker og Duncan léku ágætlega framan af leiknum, en Argentínumaðurinn Manu Ginobili náði sér aldrei á strik frekar en í fyrri leiknum - og sömu sögu mátti segja um flesta leikmenn meistaranna. Tölfræði leiksins "Við vitum að við erum góðir á heimavelli, en það þýðir ekki að við séum sáttir við að lenda undir 2-0. Annað hvort klárum við nú heimaleikina okkar og gerum einvígi úr þessu eða við erum úr leik," sagði Tim Duncan eftir leikinn. San Antonio hefur unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni til þessa og hefur raunar unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli í öllum keppnum. Liðið lenti í þessari sömu 0-2 stöðu gegn New Orleans í umferðinni á undan, en náðu þá að koma til baka og vinna einvígið 4-3. "Þeir voru þreyttir" "Ekkert markvert gerist í úrslitakeppninni fyrr en einhver vinnur á útivelli. Nú verðum við að fara og reyna að vinna þá á útivelli," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég held að San Antonio liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta í kvöld og þeir voru kannski þreyttir. Ég á von á allt öðrum leik frá þeim á þeirra heimavelli," sagði Jackson. Gregg Popovich þjálfari San Antonio tók í svipaðan streng. "Jú, ætli þeir hafi ekki verið dálítið þreyttir, en þá tek ég ekkert af Lakers-liðinu sem spilaði vel. Við þurfum sannarlega á betri hlutum að halda frá leikmönnum okkar og verðum að gera miklu betur ef við eigum að gera eitthvað í þessu einvígi," sagði Popovich. "Mér að kenna" Manu Ginobili var slakur í leiknum í nótt eins og áður sagði og hefur nú aðeins hitt úr 5 af 21 skoti sínu utan af velli í rimmunni. Hann lofar að taka sig á í næsta leik. "Ég kenni mér um þessi töp og staðan í einvíginu ætti sannarlega að vera 1-1. Ég er ekki þreyttur andlega og ég verð að fara að spila eins og maður. Þetta verður allt annað í þriðja leiknum," lofaði Argentínumaðurinn. Detroit-Boston í beinni í nótt Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í San Antonio á sunnudagskvöldið, en í nótt verður þriðji leikur Detroit og Boston í úrslitum Austurdeildar sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 0:30 eftir miðnætti. Staðan þar er jöfn 1-1 efir tvo fyrstu leikina í Boston, en næstu tveir fara fram í Detroit. NBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Los Angeles Lakers hefur náð 2-0 forystu í úrslitaeinvígi Vesturdeildarinnar í NBA eftir 101-71 stórsigur á meisturum San Antonio í öðrum leik liðanna í nótt. Smelltu á hnappinn hér fyrir ofan til að sjá glefsur úr leiknum af heimasíðu NBA deildarinnar. Leikurinn var í jafnvægi framan af en Lakers-liðið tók góða 9-0 rispu í blálokin á fyrri hálfleiknum og hafði yfir 46-37 í leikhlé. Í síðari hálfleik jókst munurinn enn og Gregg Popovich skipti sínum bestu mönnum af velli þegar skammt var liðið á fjórða leikhlutann. Kobe Bryant var stigahæstur í jöfnu liði Lakers með 22 stig, Lamar Odom skoraði 20 stig og hirti 12 fráköst og Jordan Farmar skoraði 14 stig af bekknum. Tony Parker skoraði 13 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan 12, en enginn annar leikmaður San Antonio skoraði meira en 10 stig. Þeir Parker og Duncan léku ágætlega framan af leiknum, en Argentínumaðurinn Manu Ginobili náði sér aldrei á strik frekar en í fyrri leiknum - og sömu sögu mátti segja um flesta leikmenn meistaranna. Tölfræði leiksins "Við vitum að við erum góðir á heimavelli, en það þýðir ekki að við séum sáttir við að lenda undir 2-0. Annað hvort klárum við nú heimaleikina okkar og gerum einvígi úr þessu eða við erum úr leik," sagði Tim Duncan eftir leikinn. San Antonio hefur unnið alla sex heimaleiki sína í úrslitakeppninni til þessa og hefur raunar unnið 20 af síðustu 22 leikjum sínum á heimavelli í öllum keppnum. Liðið lenti í þessari sömu 0-2 stöðu gegn New Orleans í umferðinni á undan, en náðu þá að koma til baka og vinna einvígið 4-3. "Þeir voru þreyttir" "Ekkert markvert gerist í úrslitakeppninni fyrr en einhver vinnur á útivelli. Nú verðum við að fara og reyna að vinna þá á útivelli," sagði Phil Jackson þjálfari Lakers. "Ég held að San Antonio liðið hafi verið nokkuð frá sínu besta í kvöld og þeir voru kannski þreyttir. Ég á von á allt öðrum leik frá þeim á þeirra heimavelli," sagði Jackson. Gregg Popovich þjálfari San Antonio tók í svipaðan streng. "Jú, ætli þeir hafi ekki verið dálítið þreyttir, en þá tek ég ekkert af Lakers-liðinu sem spilaði vel. Við þurfum sannarlega á betri hlutum að halda frá leikmönnum okkar og verðum að gera miklu betur ef við eigum að gera eitthvað í þessu einvígi," sagði Popovich. "Mér að kenna" Manu Ginobili var slakur í leiknum í nótt eins og áður sagði og hefur nú aðeins hitt úr 5 af 21 skoti sínu utan af velli í rimmunni. Hann lofar að taka sig á í næsta leik. "Ég kenni mér um þessi töp og staðan í einvíginu ætti sannarlega að vera 1-1. Ég er ekki þreyttur andlega og ég verð að fara að spila eins og maður. Þetta verður allt annað í þriðja leiknum," lofaði Argentínumaðurinn. Detroit-Boston í beinni í nótt Næsti leikur í þessu einvígi fer fram í San Antonio á sunnudagskvöldið, en í nótt verður þriðji leikur Detroit og Boston í úrslitum Austurdeildar sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan 0:30 eftir miðnætti. Staðan þar er jöfn 1-1 efir tvo fyrstu leikina í Boston, en næstu tveir fara fram í Detroit. NBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira