NASA prófar geimbúninga fyrir tunglför Atli Steinn Guðmundsson skrifar 3. nóvember 2008 07:54 Könnunarfarið Phoenix á Mars séð með augum listamanns. MYND/NASA NASA prófar nú í óða önn geimbúninga og annan búnað fyrir stóra tunglleiðangurinn árið 2020. Málshátturinn ekki er ráð nema í tíma sé tekið er augljóslega í hávegum hafður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA því þar á bæ prófa menn nú sem aldrei fyrr hlífðarbúningana sem geimfararnir munu klæðast á tunglinu eftir 12 ár. Einkum er lögð áhersla á að allur búnaður þoli gríðarmiklar hitabreytingar og sandstorma sem ekki eiga sinn líka á jörðinni. Æfingarnar miða flestar að lendingunni sjálfri og uppsetningu svokallaðra útstöðva í kringum tunglferjuna. Það eru hópar frá einum sjö NASA-rannsóknarstöðvum sem vinna saman að búningaprófuninni en í henni er meðal annars líkt eftir sandstormi með stórum blásurum og þurfa þátttakendurnir að finna hver annan í storminum og komast svo í sameiningu á ákveðinn stað. Þetta mun hægar vera sagt en gert enda sjá þeir bókstaflega ekki glóru á meðan. Það verður greinilega fjölmennt í geimnum í framtíðinni því sjö manna hópur hefur æft stíft fyrir Marsferð á Suðurskautslandinu. Þeirra helsta þrekraun eru ekki sandstormar heldur að þola hver annan í 30 mánuði og rækta sín eigin matvæli við frekar takmarkaðar aðstæður. Vísindi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
NASA prófar nú í óða önn geimbúninga og annan búnað fyrir stóra tunglleiðangurinn árið 2020. Málshátturinn ekki er ráð nema í tíma sé tekið er augljóslega í hávegum hafður hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA því þar á bæ prófa menn nú sem aldrei fyrr hlífðarbúningana sem geimfararnir munu klæðast á tunglinu eftir 12 ár. Einkum er lögð áhersla á að allur búnaður þoli gríðarmiklar hitabreytingar og sandstorma sem ekki eiga sinn líka á jörðinni. Æfingarnar miða flestar að lendingunni sjálfri og uppsetningu svokallaðra útstöðva í kringum tunglferjuna. Það eru hópar frá einum sjö NASA-rannsóknarstöðvum sem vinna saman að búningaprófuninni en í henni er meðal annars líkt eftir sandstormi með stórum blásurum og þurfa þátttakendurnir að finna hver annan í storminum og komast svo í sameiningu á ákveðinn stað. Þetta mun hægar vera sagt en gert enda sjá þeir bókstaflega ekki glóru á meðan. Það verður greinilega fjölmennt í geimnum í framtíðinni því sjö manna hópur hefur æft stíft fyrir Marsferð á Suðurskautslandinu. Þeirra helsta þrekraun eru ekki sandstormar heldur að þola hver annan í 30 mánuði og rækta sín eigin matvæli við frekar takmarkaðar aðstæður.
Vísindi Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira