NBA: Lakers bestir í Vestrinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 09:11 Leikmenn Lakers fagna sigrinum og efsta sætinu í vestrinu í nótt. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101. Lakers hefur unnið 57 leiki á tímabilinu og tapað 25. New Orleans getur jafnað þennan árangur með sigri í lokaleik sínum í nótt en þar sem Lakers er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni verður það ávallt ofar í töflunni. Lakers hefur unnið 37 leiki af 52 gegn Vesturdeildarliðum en New Orleans 34 af 51 til þessa. Lakers mætir annað hvort Dallas eða Denver, líklega á sunnudaginn, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pau Gasol var með 22 stig og Kobe Bryant með 20 fyrir Lakers í nótt sem hafa unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. „Þetta snýst um að vera á sigurbraut," sagði Bryant. „Maður vill spila sinn besta körfubolta þegar úrslitakeppnin er að hefjast og okkur finnst að við náðum að ljúka tímabilinu á besta mögulega máta." Úrslitakeppnin í vestrinu verður gríðarlega spennandi þar sem allar líkur eru á því að öll átta liðin í keppninni munu hafa unnið 50 leiki á tímabilinu þegar hún hefst. Til samanburðar má nefna að aðeins þrjú lið í Austurdeildinni hafa unnið 50 leiki á tímabilinu - Boston, Detroit og Orlando. „Það skiptir engu hverjum við mætum, þetta verður gríðarlega erfitt," sagði Bryant um næstu mótherja Lakers. Quincy Douby var stigahæstur hjá Sacramento með 32 stig og Beno Udrih kom næstur með 22 stig. New Orleans vann LA Clippers, 114-92, og tryggði sér þar með sigur í suðvesturriðlinum og 2. sætið í Vesturdeildinni. Þetta var jafnfram 300. sigur Byron Scott, þjálfara New Orleans, á ferlinum. David West var með 32 stig og Chris Paul bætti við 22. New Orleans hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og var því sigurinn í nótt mikilvægur upp á framhaldið að gera. Al Thornton var stigahæstur hjá LA Clippers með 26 stig. Portland vann Memphis, 113-91, og á þar með góðan möguleika á því að klára tímabilið á meira en 50 prósent sigurhlutfalli í fyrsta sinn í fimm ár. Liðið hefur unnið 41 leik af 81 á tímabilinu en mætir Phoenix í lokaleik sínum í nótt. Jarrett Jack skoraði átján stig fyrir Portland og Channing Frye bætti við sextán. Hakim Warrick var stigahæstur hjá Memphis með sautján stig og fjórtán fráköst. Detroit vann Minnesota, 115-103, þar sem Jarvin Hayes skoraði 20 stig og Richard Hamilton bætti við átján. Þar með er ljóst að Detroit náði næstbesta árangri NBA-deildarinnar, á eftir Boston. Detroit hefur unnið 58 leiki á tímabilinu, einum meira en Lakers, og á einn leik eftir þar að auki. Boston hefur unnið 65 leiki til þessa og á einnig einn eftir. Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 30 stig en þetta var 60. tap liðsins í vetur. Orlando vann Atlanta, 121-105. Bæði lið eru komin áfram í úrslitakeppnina og skipti leikurinn engu máli upp á sætaskipan í Austurdeildinni. Orlando var búið að tryggja sér sigur í suðausturriðlinum og þriðja sætið í Austurdeildinni. Atlanta var sömuleiðis búið að tryggja sér áttunda sætið í Austurdeildinni og það var einnig ljóst að liðið mætir Boston í fyrstu umferðinni. Maruice Evans bætti persónulegt met í nótt og skoraði 27 stig fyrir Orlando. New Jersey vann Charlotte, 112-108, í framlengdum leik en hvorugt lið á möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte. NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
LA Lakers tryggði sér í nótt efsta sæti Vesturdeildarinnar með sigri í lokaleik sínum fyrir úrslitakeppnina - á Sacramento, 124-101. Lakers hefur unnið 57 leiki á tímabilinu og tapað 25. New Orleans getur jafnað þennan árangur með sigri í lokaleik sínum í nótt en þar sem Lakers er með betri árangur gegn liðum í Vesturdeildinni verður það ávallt ofar í töflunni. Lakers hefur unnið 37 leiki af 52 gegn Vesturdeildarliðum en New Orleans 34 af 51 til þessa. Lakers mætir annað hvort Dallas eða Denver, líklega á sunnudaginn, í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Pau Gasol var með 22 stig og Kobe Bryant með 20 fyrir Lakers í nótt sem hafa unnið átta af síðustu níu leikjum sínum. „Þetta snýst um að vera á sigurbraut," sagði Bryant. „Maður vill spila sinn besta körfubolta þegar úrslitakeppnin er að hefjast og okkur finnst að við náðum að ljúka tímabilinu á besta mögulega máta." Úrslitakeppnin í vestrinu verður gríðarlega spennandi þar sem allar líkur eru á því að öll átta liðin í keppninni munu hafa unnið 50 leiki á tímabilinu þegar hún hefst. Til samanburðar má nefna að aðeins þrjú lið í Austurdeildinni hafa unnið 50 leiki á tímabilinu - Boston, Detroit og Orlando. „Það skiptir engu hverjum við mætum, þetta verður gríðarlega erfitt," sagði Bryant um næstu mótherja Lakers. Quincy Douby var stigahæstur hjá Sacramento með 32 stig og Beno Udrih kom næstur með 22 stig. New Orleans vann LA Clippers, 114-92, og tryggði sér þar með sigur í suðvesturriðlinum og 2. sætið í Vesturdeildinni. Þetta var jafnfram 300. sigur Byron Scott, þjálfara New Orleans, á ferlinum. David West var með 32 stig og Chris Paul bætti við 22. New Orleans hafði tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum og var því sigurinn í nótt mikilvægur upp á framhaldið að gera. Al Thornton var stigahæstur hjá LA Clippers með 26 stig. Portland vann Memphis, 113-91, og á þar með góðan möguleika á því að klára tímabilið á meira en 50 prósent sigurhlutfalli í fyrsta sinn í fimm ár. Liðið hefur unnið 41 leik af 81 á tímabilinu en mætir Phoenix í lokaleik sínum í nótt. Jarrett Jack skoraði átján stig fyrir Portland og Channing Frye bætti við sextán. Hakim Warrick var stigahæstur hjá Memphis með sautján stig og fjórtán fráköst. Detroit vann Minnesota, 115-103, þar sem Jarvin Hayes skoraði 20 stig og Richard Hamilton bætti við átján. Þar með er ljóst að Detroit náði næstbesta árangri NBA-deildarinnar, á eftir Boston. Detroit hefur unnið 58 leiki á tímabilinu, einum meira en Lakers, og á einn leik eftir þar að auki. Boston hefur unnið 65 leiki til þessa og á einnig einn eftir. Al Jefferson var stigahæstur hjá Minnesota með 30 stig en þetta var 60. tap liðsins í vetur. Orlando vann Atlanta, 121-105. Bæði lið eru komin áfram í úrslitakeppnina og skipti leikurinn engu máli upp á sætaskipan í Austurdeildinni. Orlando var búið að tryggja sér sigur í suðausturriðlinum og þriðja sætið í Austurdeildinni. Atlanta var sömuleiðis búið að tryggja sér áttunda sætið í Austurdeildinni og það var einnig ljóst að liðið mætir Boston í fyrstu umferðinni. Maruice Evans bætti persónulegt met í nótt og skoraði 27 stig fyrir Orlando. New Jersey vann Charlotte, 112-108, í framlengdum leik en hvorugt lið á möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Richard Jefferson skoraði 28 stig fyrir New Jersey og Jason Richardson var með 31 stig fyrir Charlotte.
NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira