NBA í nótt: Miami á góðri siglingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. desember 2008 09:15 Dwyane Wade fór mikinn með Miami. Nordic Photos / Getty Images Miami Heat vann í nótt sinn tíunda leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið lagði Utah, 93-89. Allt annað er að sjá til liðsins nú en á síðasta tímabili. Miami vantar nú aðeins fimm sigra í viðbót til að jafna árangur síðasta tímabils. En liðið hefur nú unnið fleiri leiki en það hefur tapað. Dwyane Wade hefur farið mikinn hjá Miami og hann spilaði með í nótt þó svo að hann hafi verið með hausverk. Hann skoraði 23 stig í leiknum og var með fimm stoðsendingar. Leikurinn í nótt var sá síðasti af fimm útileikjum liðsins í röð en alls vann Miami þrjá af þessum fimm leikjum. Það voru reyndar margir lykilmenn fjarverandi í liði Utah vegna meiðsla, þeir Carlos Boozer, Andrei Kirilenko og Matt Harpring. Paul Millsap var stigahæstir leikmaður Utah með 20 stig og þrettán fráköst. Boston vann Indiana, 114-96, og sá til þess að síðarnefnda liðið myndi ekki vinna annað stórliðið í röð. Í gær vann Indiana sigur á LA Lakers. Rajon Ronda náði sér í sína fyrstu þreföldu tvennu er hann skoraði sextán stig, tók þrettán fráköst og gaf sautján stoðsendingar. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Boston og Kevin Garnett 26 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Þetta var tíundi sigur Boston í röð. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 20 stig en Troy Murphy var með tíu stig og tíu fráköst. Cleveland vann New York, 118-82. LeBron James skoraði 21 stig og hvíldi sig svo síðari hluta leiksins. Þetta var fjórtándi sigur liðsins af síðustu fimmtán leikjum sínum en liðið hefur nú unnið alla tíu leiki sína til þessa á heimavelli sem er félagsmet. LA Lakers vann Philadelphia, 114-102. Kobe Bryant, sem ólst upp í Philadelphia, skoraði 32 stig í leiknum. New Orleans vann Phoenix, 104-91. Chris Paul var með 24 stig og fimmtán fráköst en margir fastamenn voru fjarverandi í liði Phoenix. Atlanta vann Memphis, 105-95. Joe Johnson var með 26 stig og Mike Bibby 20 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Orlando vann Minnesota, 100-89. Dwight Howard var með 23 stig og fjórtán fráköst og Rashard Lewis bætti við 23 stigum fyrir Orlando. Charlotte vann Oklahoma, 103-97. Emeka Okafur var með 25 stig og þrettán fráköst fyrir Charlotte. Portland vann Washington, 98-92, þar sem Brandon Roy fór mikinn á síðustu átta mínútum leiksins er hann skoraði tólf af sínum 22 stigum í leiknum. Portland hefur þar með unnið sex leiki í röð. Houston vann Clippers, 103-96. Yao Ming var með 24 stig fyrir Houston og Rafer Alston setti niður þrjá þrista í leiknum. Milwaukee vann Chicago, 97-90. Charlie Villanueva skoraði 23 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Dan Gudzuric bætti við ellefu stigum og tók fjórtán fráköst. NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Miami Heat vann í nótt sinn tíunda leik á tímabilinu í NBA-deildinni er liðið lagði Utah, 93-89. Allt annað er að sjá til liðsins nú en á síðasta tímabili. Miami vantar nú aðeins fimm sigra í viðbót til að jafna árangur síðasta tímabils. En liðið hefur nú unnið fleiri leiki en það hefur tapað. Dwyane Wade hefur farið mikinn hjá Miami og hann spilaði með í nótt þó svo að hann hafi verið með hausverk. Hann skoraði 23 stig í leiknum og var með fimm stoðsendingar. Leikurinn í nótt var sá síðasti af fimm útileikjum liðsins í röð en alls vann Miami þrjá af þessum fimm leikjum. Það voru reyndar margir lykilmenn fjarverandi í liði Utah vegna meiðsla, þeir Carlos Boozer, Andrei Kirilenko og Matt Harpring. Paul Millsap var stigahæstir leikmaður Utah með 20 stig og þrettán fráköst. Boston vann Indiana, 114-96, og sá til þess að síðarnefnda liðið myndi ekki vinna annað stórliðið í röð. Í gær vann Indiana sigur á LA Lakers. Rajon Ronda náði sér í sína fyrstu þreföldu tvennu er hann skoraði sextán stig, tók þrettán fráköst og gaf sautján stoðsendingar. Ray Allen skoraði 31 stig fyrir Boston og Kevin Garnett 26 stig og tók þar að auki fjórtán fráköst. Þetta var tíundi sigur Boston í röð. Hjá Indiana var Danny Granger stigahæstur með 20 stig en Troy Murphy var með tíu stig og tíu fráköst. Cleveland vann New York, 118-82. LeBron James skoraði 21 stig og hvíldi sig svo síðari hluta leiksins. Þetta var fjórtándi sigur liðsins af síðustu fimmtán leikjum sínum en liðið hefur nú unnið alla tíu leiki sína til þessa á heimavelli sem er félagsmet. LA Lakers vann Philadelphia, 114-102. Kobe Bryant, sem ólst upp í Philadelphia, skoraði 32 stig í leiknum. New Orleans vann Phoenix, 104-91. Chris Paul var með 24 stig og fimmtán fráköst en margir fastamenn voru fjarverandi í liði Phoenix. Atlanta vann Memphis, 105-95. Joe Johnson var með 26 stig og Mike Bibby 20 auk þess sem hann gaf tíu stoðsendingar. Orlando vann Minnesota, 100-89. Dwight Howard var með 23 stig og fjórtán fráköst og Rashard Lewis bætti við 23 stigum fyrir Orlando. Charlotte vann Oklahoma, 103-97. Emeka Okafur var með 25 stig og þrettán fráköst fyrir Charlotte. Portland vann Washington, 98-92, þar sem Brandon Roy fór mikinn á síðustu átta mínútum leiksins er hann skoraði tólf af sínum 22 stigum í leiknum. Portland hefur þar með unnið sex leiki í röð. Houston vann Clippers, 103-96. Yao Ming var með 24 stig fyrir Houston og Rafer Alston setti niður þrjá þrista í leiknum. Milwaukee vann Chicago, 97-90. Charlie Villanueva skoraði 23 stig, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Dan Gudzuric bætti við ellefu stigum og tók fjórtán fráköst.
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Gæti átt yfir höfði sér þrjátíu ára fangelsi Sport Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Fótbolti Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Körfubolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann Handbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira