Fjármagnsflótti, flot og bankaleynd 3. desember 2008 00:01 Ásgeir Jónsson forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings. Íslenska krónan á sér formælendur fáa um þessar mundir eftir gríðarlegt gengisfall og setningu strangra fjármagnshafta henni til varnar. Það er því eðlilegt að nú sé hugað að því hvort heppilegt sé að landsmenn slái sína eigin mynt til framtíðar. Vandamálið í sinni einföldustu mynd er þó ekki krónan aðeins sjálf - þ.e. gengisáhætta. Veik staða hennar er endurvarp af stærsta efnahagsvanda Íslendinga, fjármagnsflótta sem höftin halda nú í skefjum. Þennan flótta má ekki aðeins rekja til erlendra fjárfesta heldur einnig Íslendinga sem álíta íslenskt fjármálakerfi ekki lengur öruggan stað til þess að geyma verðmæti. Það getur verið að krónan verði ekki framtíðarmynt Íslendinga en hún hlýtur samt að leika hlutverk í nokkur ár til viðbótar. En einmitt nú er mjög heppilegt að hafa sína eigin peningaprentun til þess að veita lausafé út í atvinnulífið. Einhliða upptaka annarrar myntar hjá skuldsettri þjóð sem á takmarkaðan gjaldeyrisforða og nýtur ekki lánstrausts erlendis er aftur á móti stóravarasöm, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ástæðan er sú að lausafé hagkerfisins verður þá ytri stærð og veltur gjaldeyrisvarasjóði landsins sem varpað er sem grunnfé út í bankakerfið. Það grunnfé getur síðan auðveldlega dregist út úr landinu í millifærslum á milli bankareikninga hérlendis og til erlendra reikninga og þannig komið fjármálakerfinu í þrot nema íslenska ríkið taki ný erlend lán. Einhliða upptaka er því alls ekki sambærileg og inngöngu í myntbandalag Evrópu þar sem myntframboðið hérlendis yrði stutt af öllum seðlabönkum bandalagsins. Einhliða upptaka breytir heldur ekki því vantrausti sem hefur skapast í fjármálakerfinu. Sá vandi er að miklu leyti heimatilbúinn og verður að leysast með pólitískum leiðum. Vandamálið er fjármagnsflóttiÍsland hefur misst lánstraust á erlendri grund og vart hægt að búast við miklu innflæði erlends fjármagns í gegnum erlendar lántökur eins og verið hefur síðustu 20 árin. Erlendir fjárfestar eiga nú einhverja hundruð milljarða í krónueignum sem hér eru lokaðar inni. Þetta er þó allt saman viðráðanlegt og hægt að kljúfa með lánum frá IMF og síðan með viðskiptaafgangi við útlönd. Það sem er ekki viðráðanlegt er innlendur fjármagnsflótti - bæði í bráð og lengd. Sá flótti virðist því miður vera yfirvofandi. Hann er ekki aðeins rekinn áfram af ótta við myntina sjálfa, heldur af hræðslu við að geyma verðmæti inni í íslensku fjármálakerfi þar sem þau frjósa, glatast eða verða að pólitísku bitbeini. Þetta sést vel af því að inneignir á gjaldeyrisreikningum hérlendis hafa verið alveg jafn frosnar og inneignir á krónureikningum þegar kemur að greiðslum til útlanda vegna þess að þjóðarbúið skorti gjaldeyri. Vandræði krónunnar tengjast því trausti á stofnunum landsins. Þessi vandamál hverfa ekki við það eitt að setja nýtt upplag af pappírssnifsum, peningaseðlum í umferð sem ekki eru studdir með neinum lánveitanda til þrautarvara. Íslenska krónan er þvert á móti hemill á fjármagnsflótta þar sem gengislækkun hennar refsar öllum þeim sem vilja flytja peninga úr landi en verðlaunar þá sem vilja koma með peninga inn og verndar þannig lausafjárstöðu kerfisins. Stjórnmálavæðing fjármálalífsinsRíkið varð nauðugt viljugt að taka við íslenska bankakerfinu í vandræðum þess í október og nú reynir á stjórnmálamenn og til þess bærar ríkisstofnanir að endurreisa trúverðugleika þess. Það var afrek að halda greiðslumiðlun og innlendri bankastarfsemi gangandi í gegnum þetta mikla áfall. Ríkisstjórnin og þær stofnanir sem að því máli komu eiga heiður skilinn fyrir það verk. Næstu skref skipta aftur á móti gríðarlega miklu máli en því miður hefur skapast lagaleg óvissa um marga hluti. Ljóst er að ekki er lengur farið að alþjóðlegum leikreglum og hefðbundnum viðmiðum í íslenskum bankaviðskiptum hefur einnig verið ýtt til hliðar að nokkru. Þetta hlaut að vísu að gerast vegna þeirrar neyðar sem skapaðist við gjaldþrotin og þeirrar nauðsynjar að slá skjaldborg um íslenska hagsmuni. Hins vegar er ljóst að ef „stjórnmálavæðing" bankanna er ekki gjörð með öruggum leikreglum mun hún verða gríðarlegur hvati til flótta fyrir íslenska fjármagnseigendur vegna þess réttarlega óöryggis sem hún skapar. Í þessu efni skiptir ekki aðeins máli hvað raunverulega hefur verið gert, heldur einnig hvað alþingismenn, ráðherrar og forustumenn ríkisstofnana lýsa yfir hvað skuli gert. Hér mætti t.d. nefna umræðuna um bankaleynd. Af hverju skiptir bankaleynd máli?Bankaleynd felur í sér þagnarskyldu bankastarfsmanna sem skapar persónuvernd fyrir viðskiptamenn en er ekki til þess að vernda bankamennina sjálfa. Fjárhagsupplýsingar eru viðkvæmar fyrir flesta ef ekki alla - óháð efnahag - þar sem þær eru hluti af einkalífi fólks. Upplýsingar um hvað fólk skuldar, hvað fólk á og í hvað fólk eyðir peningum er það sem þessi þagnarskylda verndar. Bankaleynd kemur því í veg fyrir að hægt sé að kúga fólk sem lendir upp á kant við stjórnvöld, stjórnmálaflokka, ríkisstofnanir, stórfyrirtæki eða jafnvel fyrrverandi maka með því að leka upplýsingum í fjölmiðla eða hvískra þeim með öðrum hætti inn í opinbera vitneskju. Bankaleyndin er því hluti af vernd þegnanna í lýðræðislegu samfélagi. Þessi þagnarskylda á ekki að koma í veg fyrir rannsókn á bönkunum né að lögbrot séu upplýst - hún tryggir aðeins að slíkt sé gert í lögformlegu ferli. Það er gríðarlega mikilvægt að haldið sé í leikreglur lýðræðis, laga og reglu við að færa þessi mál upp á yfirborðið. Réttlæti sem fengið er með því að brjóta allar þessar reglur er því ekki aðeins sýndarréttlæti heldur mun verða til stórskaða fyrir landið þar sem íslenskt fjármálakerfi mun ekki bera þess bætur. Kaldar efnahagsstaðreyndirFrá árinu 1995 hefur íslenskt hagkerfi vaxið með innflæði - lántökum - með fjármagnsviðskiptum við útlönd. Ísland hefur misst lántraust á erlendum vettvangi. Á næstu árum mun erlent fjármagn til fjárfestinga og framkvæmda koma með afgangi á viðskiptum við útlönd. Hins vegar kemur slíkur afgangur fyrir lítið ef hann rennur jafnharðan úr landi vegna fjármagnsflótta. Þetta eru þær köldu efnahagslegu staðreyndir sem nú blasa við. Þegar íslenskt fjármálakerfi var síðast ríkisvætt árið 1930 eftir gjaldþrot Íslandsbanka var sú þjóðnýting studd með fjármagnshöftum í 70 ár. Á slíku er ekki völ nú. Markaðir Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslenska krónan á sér formælendur fáa um þessar mundir eftir gríðarlegt gengisfall og setningu strangra fjármagnshafta henni til varnar. Það er því eðlilegt að nú sé hugað að því hvort heppilegt sé að landsmenn slái sína eigin mynt til framtíðar. Vandamálið í sinni einföldustu mynd er þó ekki krónan aðeins sjálf - þ.e. gengisáhætta. Veik staða hennar er endurvarp af stærsta efnahagsvanda Íslendinga, fjármagnsflótta sem höftin halda nú í skefjum. Þennan flótta má ekki aðeins rekja til erlendra fjárfesta heldur einnig Íslendinga sem álíta íslenskt fjármálakerfi ekki lengur öruggan stað til þess að geyma verðmæti. Það getur verið að krónan verði ekki framtíðarmynt Íslendinga en hún hlýtur samt að leika hlutverk í nokkur ár til viðbótar. En einmitt nú er mjög heppilegt að hafa sína eigin peningaprentun til þess að veita lausafé út í atvinnulífið. Einhliða upptaka annarrar myntar hjá skuldsettri þjóð sem á takmarkaðan gjaldeyrisforða og nýtur ekki lánstrausts erlendis er aftur á móti stóravarasöm, svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Ástæðan er sú að lausafé hagkerfisins verður þá ytri stærð og veltur gjaldeyrisvarasjóði landsins sem varpað er sem grunnfé út í bankakerfið. Það grunnfé getur síðan auðveldlega dregist út úr landinu í millifærslum á milli bankareikninga hérlendis og til erlendra reikninga og þannig komið fjármálakerfinu í þrot nema íslenska ríkið taki ný erlend lán. Einhliða upptaka er því alls ekki sambærileg og inngöngu í myntbandalag Evrópu þar sem myntframboðið hérlendis yrði stutt af öllum seðlabönkum bandalagsins. Einhliða upptaka breytir heldur ekki því vantrausti sem hefur skapast í fjármálakerfinu. Sá vandi er að miklu leyti heimatilbúinn og verður að leysast með pólitískum leiðum. Vandamálið er fjármagnsflóttiÍsland hefur misst lánstraust á erlendri grund og vart hægt að búast við miklu innflæði erlends fjármagns í gegnum erlendar lántökur eins og verið hefur síðustu 20 árin. Erlendir fjárfestar eiga nú einhverja hundruð milljarða í krónueignum sem hér eru lokaðar inni. Þetta er þó allt saman viðráðanlegt og hægt að kljúfa með lánum frá IMF og síðan með viðskiptaafgangi við útlönd. Það sem er ekki viðráðanlegt er innlendur fjármagnsflótti - bæði í bráð og lengd. Sá flótti virðist því miður vera yfirvofandi. Hann er ekki aðeins rekinn áfram af ótta við myntina sjálfa, heldur af hræðslu við að geyma verðmæti inni í íslensku fjármálakerfi þar sem þau frjósa, glatast eða verða að pólitísku bitbeini. Þetta sést vel af því að inneignir á gjaldeyrisreikningum hérlendis hafa verið alveg jafn frosnar og inneignir á krónureikningum þegar kemur að greiðslum til útlanda vegna þess að þjóðarbúið skorti gjaldeyri. Vandræði krónunnar tengjast því trausti á stofnunum landsins. Þessi vandamál hverfa ekki við það eitt að setja nýtt upplag af pappírssnifsum, peningaseðlum í umferð sem ekki eru studdir með neinum lánveitanda til þrautarvara. Íslenska krónan er þvert á móti hemill á fjármagnsflótta þar sem gengislækkun hennar refsar öllum þeim sem vilja flytja peninga úr landi en verðlaunar þá sem vilja koma með peninga inn og verndar þannig lausafjárstöðu kerfisins. Stjórnmálavæðing fjármálalífsinsRíkið varð nauðugt viljugt að taka við íslenska bankakerfinu í vandræðum þess í október og nú reynir á stjórnmálamenn og til þess bærar ríkisstofnanir að endurreisa trúverðugleika þess. Það var afrek að halda greiðslumiðlun og innlendri bankastarfsemi gangandi í gegnum þetta mikla áfall. Ríkisstjórnin og þær stofnanir sem að því máli komu eiga heiður skilinn fyrir það verk. Næstu skref skipta aftur á móti gríðarlega miklu máli en því miður hefur skapast lagaleg óvissa um marga hluti. Ljóst er að ekki er lengur farið að alþjóðlegum leikreglum og hefðbundnum viðmiðum í íslenskum bankaviðskiptum hefur einnig verið ýtt til hliðar að nokkru. Þetta hlaut að vísu að gerast vegna þeirrar neyðar sem skapaðist við gjaldþrotin og þeirrar nauðsynjar að slá skjaldborg um íslenska hagsmuni. Hins vegar er ljóst að ef „stjórnmálavæðing" bankanna er ekki gjörð með öruggum leikreglum mun hún verða gríðarlegur hvati til flótta fyrir íslenska fjármagnseigendur vegna þess réttarlega óöryggis sem hún skapar. Í þessu efni skiptir ekki aðeins máli hvað raunverulega hefur verið gert, heldur einnig hvað alþingismenn, ráðherrar og forustumenn ríkisstofnana lýsa yfir hvað skuli gert. Hér mætti t.d. nefna umræðuna um bankaleynd. Af hverju skiptir bankaleynd máli?Bankaleynd felur í sér þagnarskyldu bankastarfsmanna sem skapar persónuvernd fyrir viðskiptamenn en er ekki til þess að vernda bankamennina sjálfa. Fjárhagsupplýsingar eru viðkvæmar fyrir flesta ef ekki alla - óháð efnahag - þar sem þær eru hluti af einkalífi fólks. Upplýsingar um hvað fólk skuldar, hvað fólk á og í hvað fólk eyðir peningum er það sem þessi þagnarskylda verndar. Bankaleynd kemur því í veg fyrir að hægt sé að kúga fólk sem lendir upp á kant við stjórnvöld, stjórnmálaflokka, ríkisstofnanir, stórfyrirtæki eða jafnvel fyrrverandi maka með því að leka upplýsingum í fjölmiðla eða hvískra þeim með öðrum hætti inn í opinbera vitneskju. Bankaleyndin er því hluti af vernd þegnanna í lýðræðislegu samfélagi. Þessi þagnarskylda á ekki að koma í veg fyrir rannsókn á bönkunum né að lögbrot séu upplýst - hún tryggir aðeins að slíkt sé gert í lögformlegu ferli. Það er gríðarlega mikilvægt að haldið sé í leikreglur lýðræðis, laga og reglu við að færa þessi mál upp á yfirborðið. Réttlæti sem fengið er með því að brjóta allar þessar reglur er því ekki aðeins sýndarréttlæti heldur mun verða til stórskaða fyrir landið þar sem íslenskt fjármálakerfi mun ekki bera þess bætur. Kaldar efnahagsstaðreyndirFrá árinu 1995 hefur íslenskt hagkerfi vaxið með innflæði - lántökum - með fjármagnsviðskiptum við útlönd. Ísland hefur misst lántraust á erlendum vettvangi. Á næstu árum mun erlent fjármagn til fjárfestinga og framkvæmda koma með afgangi á viðskiptum við útlönd. Hins vegar kemur slíkur afgangur fyrir lítið ef hann rennur jafnharðan úr landi vegna fjármagnsflótta. Þetta eru þær köldu efnahagslegu staðreyndir sem nú blasa við. Þegar íslenskt fjármálakerfi var síðast ríkisvætt árið 1930 eftir gjaldþrot Íslandsbanka var sú þjóðnýting studd með fjármagnshöftum í 70 ár. Á slíku er ekki völ nú.
Markaðir Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira