Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group: Fjölhæfnin er styrkur 31. desember 2008 00:01 Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandair Group. Árið 2008 verður eftirminnilegt fyrir Icelandair Group sem og alla Íslendinga. Þær hremmingar sem gengið hafa yfir Ísland á síðari hluta ársins eru líklega einsdæmi og hefur sett efnahag margra fyrirtækja og einstaklinga í uppnám. Slíkt hefur áhrif á hagkerfið í heild sinni og breytir mjög neysluhegðun fyrirtækja og einstaklinga. Mikilvægt við slíkar aðstæður er að setja sér skýra framtíðarsýn og ná víðtækri samstöðu um hana til að lágmarka skaðann og jafnframt flýta að út úr vandanum verði unnið. Við eigum sterkar stoðir, góðar framleiðslueiningar í fiskiðnaði, stóriðju og ferðamannaiðnaði sem geta komið okkur hratt út úr þessari stöðu. Ísland er lítið hagkerfi sem bregst hratt við aðstæðum eins og sést nú við samdrátt í innflutningi. Áhrif á rekstur samstæðu Icelandair Group frá byrjun október eru veruleg og koma hart niður á rekstri og efnahag. Kemur þetta í beinu framhaldi af mjög erfiðu ári hvað eldsneytisverð varðar. Miklar aðgerðir í rekstri ýmissa félaga innan samstæðunnar fyrri hluta ársins hafa hjálpað við þessar aðstæður. Utanferðir Íslendinga hafa stórlega dregist saman og líklegt að það haldi áfram á næsta ári. Slík þróun er að koma í ljós víðs vegar í heiminum og mun árið 2009 bera þess merki. Sést hefur spádómur um að árið 2009 verði erfiðasta rekstrarár í sögu flugsins. Ég tel að ferðamannaiðnaðurinn heilt yfir muni sjá fram á erfitt ár. Enn og aftur, við slíkar aðstæður er mikilvægt að hafa skýra sýn á framtíðina og vinna úr þeim vandamálum sem uppi eru hverju sinni. Á Íslandi munu samt myndast tækifæri sem við verðum að nýta okkur. Icelandair Group er alþjóðleg samstæða fyrirtækja með starfsemi um allan heim. Tekjur koma frá mörgum heimssvæðum og frá ólíkri starfsemi og tæplega 80% tekna samstæðunnar eru í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fjölhæfni og dreifing í tekjumyndun er samstæðunni mikill styrkur í umrótinu nú og dregur úr því höggi sem skyndilegur og ófyrirséður samdráttur í ferðalögum Íslendinga er. Hafa ber þó í huga að það hefur kreppt að víðar en á Íslandi og sér ekki fyrir endann á því. Flugið og ferðaþjónustan er sveiflukennd starfsemi og styrkur Icelandair Group er að bregðast hratt við óvæntum breytingum. Fyrirtækið hefur alltaf verið í einkaeigu og haft arðsemi hluthafa að leiðarljósi. En það hefur um leið tekið að sér það mikilvæga samfélagslega hlutverk að byggja upp leiðarkerfi í flugi til og frá landinu. Sú starfsemi er grundvöllur ferðaþjónustunnar í landinu og tryggir Íslendingum framúrskarandi samgöngur við umheiminn. Hún skapar þúsundum atvinnu um allt land og byggir upp sérfræðiþekkingu sem undirstaða umfangsmikillar gjaldeyrisskapandi flugstarfsemi um allan heim. Nú sem fyrr förum við hjá Icelandair Group í gegnum súrt og sætt með þjóðinni. Hún getur treyst á liðsinni okkar í þeirri baráttu sem framundan er. Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
Árið 2008 verður eftirminnilegt fyrir Icelandair Group sem og alla Íslendinga. Þær hremmingar sem gengið hafa yfir Ísland á síðari hluta ársins eru líklega einsdæmi og hefur sett efnahag margra fyrirtækja og einstaklinga í uppnám. Slíkt hefur áhrif á hagkerfið í heild sinni og breytir mjög neysluhegðun fyrirtækja og einstaklinga. Mikilvægt við slíkar aðstæður er að setja sér skýra framtíðarsýn og ná víðtækri samstöðu um hana til að lágmarka skaðann og jafnframt flýta að út úr vandanum verði unnið. Við eigum sterkar stoðir, góðar framleiðslueiningar í fiskiðnaði, stóriðju og ferðamannaiðnaði sem geta komið okkur hratt út úr þessari stöðu. Ísland er lítið hagkerfi sem bregst hratt við aðstæðum eins og sést nú við samdrátt í innflutningi. Áhrif á rekstur samstæðu Icelandair Group frá byrjun október eru veruleg og koma hart niður á rekstri og efnahag. Kemur þetta í beinu framhaldi af mjög erfiðu ári hvað eldsneytisverð varðar. Miklar aðgerðir í rekstri ýmissa félaga innan samstæðunnar fyrri hluta ársins hafa hjálpað við þessar aðstæður. Utanferðir Íslendinga hafa stórlega dregist saman og líklegt að það haldi áfram á næsta ári. Slík þróun er að koma í ljós víðs vegar í heiminum og mun árið 2009 bera þess merki. Sést hefur spádómur um að árið 2009 verði erfiðasta rekstrarár í sögu flugsins. Ég tel að ferðamannaiðnaðurinn heilt yfir muni sjá fram á erfitt ár. Enn og aftur, við slíkar aðstæður er mikilvægt að hafa skýra sýn á framtíðina og vinna úr þeim vandamálum sem uppi eru hverju sinni. Á Íslandi munu samt myndast tækifæri sem við verðum að nýta okkur. Icelandair Group er alþjóðleg samstæða fyrirtækja með starfsemi um allan heim. Tekjur koma frá mörgum heimssvæðum og frá ólíkri starfsemi og tæplega 80% tekna samstæðunnar eru í erlendum gjaldmiðlum. Þessi fjölhæfni og dreifing í tekjumyndun er samstæðunni mikill styrkur í umrótinu nú og dregur úr því höggi sem skyndilegur og ófyrirséður samdráttur í ferðalögum Íslendinga er. Hafa ber þó í huga að það hefur kreppt að víðar en á Íslandi og sér ekki fyrir endann á því. Flugið og ferðaþjónustan er sveiflukennd starfsemi og styrkur Icelandair Group er að bregðast hratt við óvæntum breytingum. Fyrirtækið hefur alltaf verið í einkaeigu og haft arðsemi hluthafa að leiðarljósi. En það hefur um leið tekið að sér það mikilvæga samfélagslega hlutverk að byggja upp leiðarkerfi í flugi til og frá landinu. Sú starfsemi er grundvöllur ferðaþjónustunnar í landinu og tryggir Íslendingum framúrskarandi samgöngur við umheiminn. Hún skapar þúsundum atvinnu um allt land og byggir upp sérfræðiþekkingu sem undirstaða umfangsmikillar gjaldeyrisskapandi flugstarfsemi um allan heim. Nú sem fyrr förum við hjá Icelandair Group í gegnum súrt og sætt með þjóðinni. Hún getur treyst á liðsinni okkar í þeirri baráttu sem framundan er.
Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira