Hver á að gera hvað? Árni Páll Árnason skrifar 28. júní 2008 00:01 Umræðan Gengi krónunnnar Við fall krónunnar undanfarið hafa margir gagnrýnt viðskipti bankanna með gjaldeyri og gert því skóna að þau hafi haft áhrif til veikingar krónunnar. Leit að blórabögglum af þessum toga er fánýt. Erlendir spekúlantar hafa misst áhuga á krónunni og því sveiflast verðgildi hennar til og frá í litlum viðskiptum, til tjóns fyrir almenning og fyrirtæki. Bankamenn munu alltaf eiga viðskipti þegar þeim hentar því það er skylda þeirra gagnvart hluthöfum bankanna. Það er tilgangslaust að fárast yfir því. Sama á við um auðmenn landsins. Það er ekki hægt að byggja efnahagslegan stöðugleika á því að fara bónarveg að bönkunum eða auðmönnum og biðja þá vinsamlegast að reyna að passa að hagnast ekki á ónýtri krónu. Þeir munu alltaf gæta sinna hagsmuna og ekkert er við því að segja. Með sama hætti verður stöðugleiki ekki byggður á því að beita úreltum handaflsaðgerðum til að reyna að hafa áhrif á gengi gjaldmiðils sem flýtur á markaði. En rétt eins og bankamenn bera skyldur gagnvart eigendum sínum og auðmenn bera skyldur gagnvart sjálfum sér bera stjórnmálamenn skyldur gagnvart kjósendum sínum. Það er hlutverk stjórnmálamanna að hugsa um hag almennings og verja hann. Þar skiptir mestu að skapa nógu sterka umgjörð um peningamál til að tryggja að bankar og auðmenn geti átt þau viðskipti sem hugur þeirra stendur til á markaði, án þess að almenningur þurfi að hljóta af því óásættanlegt tjón. Það á ekki að vera hlutskipti stjórnmálamanna að rella í auðmönnum og biðja þá um að haga viðskiptum sínum á einn veg eða annan til að verja ónýtt peningakerfi. Það er ekki hægt að réttlæta það að einstök viðskipti á markaði eða áhugaleysi örfárra erlendra spekúlanta geti kallað stórfellda kjaraskerðingu og atvinnuleysi yfir fjölda fólks. Slíkt ástand sýnir algert ráðþrot íslensks stjórnmálakerfis gagnvart brýnustu verkefnum samfélagsins og átakanlegt getuleysi stjórnmálamanna til að varna því að örlög vinnandi fólks og verðmætaskapandi atvinnugreina ráðist af stundarhag markaðsafla. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Páll Árnason Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Umræðan Gengi krónunnnar Við fall krónunnar undanfarið hafa margir gagnrýnt viðskipti bankanna með gjaldeyri og gert því skóna að þau hafi haft áhrif til veikingar krónunnar. Leit að blórabögglum af þessum toga er fánýt. Erlendir spekúlantar hafa misst áhuga á krónunni og því sveiflast verðgildi hennar til og frá í litlum viðskiptum, til tjóns fyrir almenning og fyrirtæki. Bankamenn munu alltaf eiga viðskipti þegar þeim hentar því það er skylda þeirra gagnvart hluthöfum bankanna. Það er tilgangslaust að fárast yfir því. Sama á við um auðmenn landsins. Það er ekki hægt að byggja efnahagslegan stöðugleika á því að fara bónarveg að bönkunum eða auðmönnum og biðja þá vinsamlegast að reyna að passa að hagnast ekki á ónýtri krónu. Þeir munu alltaf gæta sinna hagsmuna og ekkert er við því að segja. Með sama hætti verður stöðugleiki ekki byggður á því að beita úreltum handaflsaðgerðum til að reyna að hafa áhrif á gengi gjaldmiðils sem flýtur á markaði. En rétt eins og bankamenn bera skyldur gagnvart eigendum sínum og auðmenn bera skyldur gagnvart sjálfum sér bera stjórnmálamenn skyldur gagnvart kjósendum sínum. Það er hlutverk stjórnmálamanna að hugsa um hag almennings og verja hann. Þar skiptir mestu að skapa nógu sterka umgjörð um peningamál til að tryggja að bankar og auðmenn geti átt þau viðskipti sem hugur þeirra stendur til á markaði, án þess að almenningur þurfi að hljóta af því óásættanlegt tjón. Það á ekki að vera hlutskipti stjórnmálamanna að rella í auðmönnum og biðja þá um að haga viðskiptum sínum á einn veg eða annan til að verja ónýtt peningakerfi. Það er ekki hægt að réttlæta það að einstök viðskipti á markaði eða áhugaleysi örfárra erlendra spekúlanta geti kallað stórfellda kjaraskerðingu og atvinnuleysi yfir fjölda fólks. Slíkt ástand sýnir algert ráðþrot íslensks stjórnmálakerfis gagnvart brýnustu verkefnum samfélagsins og átakanlegt getuleysi stjórnmálamanna til að varna því að örlög vinnandi fólks og verðmætaskapandi atvinnugreina ráðist af stundarhag markaðsafla. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar