NBA í nótt: Enn sigrar Lakers Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. desember 2008 09:23 Lamar Odom sækir að körfunni. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers vann í nótt sigur á Minnesota, 98-86, þó svo að fyrrnefnda liðið hafi oft spilað betur. Fjórir leikir fjóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers hefur alls unnið 20 leiki í haust og tapað aðeins þremur en engu að síður hefur liðið oft spilað betur en að undanförnu. Lakers hefur mætt liðum með neikvætt sigurhlutfall í sjö af síðustu átta leikjum og tapað tveimur þeirra - fyrir Indiana og Sacramento. „Við náðum að halda andstæðingnum undir 100 stigum og vorum aðeins með tíu tapaða bolta," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, eftir leikinn og reyndi að horfa á björtu hliðarnar. Spurður hvort það gæti verið að Lakers sé að fara niður á plan andstæðingsins sagði hann að það gæti verið. „Sóknarleikurinn var ekki upp á sitt besta hjá okkur. Það er eins og að hraðinn sé ekki að nýtast okkur og við erum ekki ná að klára sóknirnar almennilega." Munurinn í leiknum var sex stig, 76-70, þegar fjórði leikhluti var hálfnaður. Kobe Bryant tók þá til sinna mála og jók forystuna í tólf stig. Þar með var sigurinn tryggður. Bryant skoraði 26 stig og Pau Gasol átján. Hjá Minnesota var Al Jefferson stigahæstur með 20 stig og Craig Smith kom næstur með átján. New Orleans vann Toronto, 99-91. David West skoraði 29 stig og James Posey 20 fyrir Nre Orleans. Chris Bosh skoraði 25 fyrir Toronto og Jose Calderon 22. Memphis vann Miami, 102-86, þar sem OJ Mayo skoraði 28 stig fyrir Memphis og Rudy Gay átján. Michael Beasley skoraði 20 stig fyrir Miami. San Anotnio vann Oklahoma, 109-104. Tony Paker skoraði 22 stig og Tim Duncan 20 fyrir San Antonio en Jeff Green 33 fyrir Oklahoma og Kevin Durant 28. NBA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira
LA Lakers vann í nótt sigur á Minnesota, 98-86, þó svo að fyrrnefnda liðið hafi oft spilað betur. Fjórir leikir fjóru fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lakers hefur alls unnið 20 leiki í haust og tapað aðeins þremur en engu að síður hefur liðið oft spilað betur en að undanförnu. Lakers hefur mætt liðum með neikvætt sigurhlutfall í sjö af síðustu átta leikjum og tapað tveimur þeirra - fyrir Indiana og Sacramento. „Við náðum að halda andstæðingnum undir 100 stigum og vorum aðeins með tíu tapaða bolta," sagði Phil Jackson, þjálfari Lakers, eftir leikinn og reyndi að horfa á björtu hliðarnar. Spurður hvort það gæti verið að Lakers sé að fara niður á plan andstæðingsins sagði hann að það gæti verið. „Sóknarleikurinn var ekki upp á sitt besta hjá okkur. Það er eins og að hraðinn sé ekki að nýtast okkur og við erum ekki ná að klára sóknirnar almennilega." Munurinn í leiknum var sex stig, 76-70, þegar fjórði leikhluti var hálfnaður. Kobe Bryant tók þá til sinna mála og jók forystuna í tólf stig. Þar með var sigurinn tryggður. Bryant skoraði 26 stig og Pau Gasol átján. Hjá Minnesota var Al Jefferson stigahæstur með 20 stig og Craig Smith kom næstur með átján. New Orleans vann Toronto, 99-91. David West skoraði 29 stig og James Posey 20 fyrir Nre Orleans. Chris Bosh skoraði 25 fyrir Toronto og Jose Calderon 22. Memphis vann Miami, 102-86, þar sem OJ Mayo skoraði 28 stig fyrir Memphis og Rudy Gay átján. Michael Beasley skoraði 20 stig fyrir Miami. San Anotnio vann Oklahoma, 109-104. Tony Paker skoraði 22 stig og Tim Duncan 20 fyrir San Antonio en Jeff Green 33 fyrir Oklahoma og Kevin Durant 28.
NBA Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Fótbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Fleiri fréttir Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Uppgjörið:Grindavík - Njarðvík 89-79| Stórkostlegur seinni hálfleikur hjá Grindavík Haukar stálu sigri af Hamar/Þór Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Stjarnan og Valur á sigurbraut í Bónus deildinni Umfjöllun: KR 82-64 Tindastóll | KR-ingar hefndu sín Harden upp fyrir Shaq á stigalistanum: „Mikill heiður“ Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Hetjuþristur er Keflavík sló út ríkjandi bikarmeistara Vals í spennutrylli KR ekki í teljandi vandræðum með að tryggja sig í undanúrslit Sjá meira