Boston Celtics NBA-meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2008 09:12 Boston Celtics, NBA-meistararnir árið 2008. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics varð í nótt NBA-meistari í sautjánda sinn í sögunni eftir 4-2 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitarimmu liðanna. Boston hreinlega slátraði Lakers í sjötta leik liðanna í nótt, 131-92. Paul Pierce var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann hefur í öll sín níu ár í NBA-deildinni leikið með Boston. Þetta var fyrsti titill hans með liðinu sem og fyrsti titill þeirra Ray Allen og Kevin Garnett. Mikil geðshræring greip um sig í liði Boston eftir leik og sá síðastnefndi náði varla að klára sjónvarpsviðtal eftir leik. 22 ár eru liðin síðan að Boston varð síðast meistari í NBA-deildinni en margir af gömlu hetjunum voru á leiknum í gær, til að mynda Bill Russell og John Havlicek. Gamli þjálfari Celtic, Red Auerbach, lést árið 2006 en minning hans var heiðruð í gær. Leikmenn og Doc Rivers, þjálfari Celtic í dag, minntust hans með hlýlegum orðum. Hann vann níu NBA-meistaratitla á sínum ferli en síðan þá hefur Phil Jackson jafnað það met. Boston kom í gær fyrir að Jackson ynni sinn tíunda meistaratitil en hann er nú þjálfari LA Lakers. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum og yfirspiluðu Lakers nánast frá fyrstu mínútu. Engu að síður náði Boston ekki að hrista Lakers af sér fyrr en um miðjan annan leikhluta. Staðan var þá 32-29 en þá setti Boston niður tvo þrista í röð og litu aldrei til baka eftir það. Staðan í hálfleik var 58-35 og samtals vann Boston annan leikhluta með 34 stigum gegn fimmtán. Boston var með bensínið í botni allan síðari hálfleik og Lakers átti aldrei minnsta möguleika á að minnka muninn verulega. Kevin Garnett og Ray Allen voru með 26 stig hver í leiknum en Garnett tók fjórtán fráköst í leiknum. Allen hitti úr sjö af níu þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Rajon Rondo var með 21 stig og Paul Pierce með sautján og tíu stoðsendingar. Kobe Bryant var með 22 stig í leiknum, Lamar Odom fjórtán og tíu fráköst. Jordan Farmar var með tólf stig. Lakers tók aðeins tvö sóknarfráköst í öllum leiknum og þau komu bæði undir lok leiksins þegar að Boston var löngu búið að vinna leikinn. Boston tók fjórtán sóknarfráköst og tapaði sjö boltum en Lakers tapaði nítján boltum. Doc Rivers á meira en 1500 leiki að baki í NBA-deildinni sem leikmaður og þjálfari en vann í gær sinn fyrsta meistaratitil. Þríeykið Pierce, Allen og Garnett þótti minna mikið á gamla þríeykið hjá Boston þegar liðið var upp á sitt besta fyrir tveimur áratugum - Larry Bird, Kevin McHale og Robert Parish - en margir efuðust um að þeim tækist að vinna titil strax á sínu fyrsta ári saman. En þeir blésu á allt slíkt tal, jafnvel þótt að liðinu hafi gengið fremur illa í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar. Þeir kláruðu þetta með stæl í gær og muna fáir í dag eftir leikjunum við Atlanta Hawks. NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira
Boston Celtics varð í nótt NBA-meistari í sautjánda sinn í sögunni eftir 4-2 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitarimmu liðanna. Boston hreinlega slátraði Lakers í sjötta leik liðanna í nótt, 131-92. Paul Pierce var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann hefur í öll sín níu ár í NBA-deildinni leikið með Boston. Þetta var fyrsti titill hans með liðinu sem og fyrsti titill þeirra Ray Allen og Kevin Garnett. Mikil geðshræring greip um sig í liði Boston eftir leik og sá síðastnefndi náði varla að klára sjónvarpsviðtal eftir leik. 22 ár eru liðin síðan að Boston varð síðast meistari í NBA-deildinni en margir af gömlu hetjunum voru á leiknum í gær, til að mynda Bill Russell og John Havlicek. Gamli þjálfari Celtic, Red Auerbach, lést árið 2006 en minning hans var heiðruð í gær. Leikmenn og Doc Rivers, þjálfari Celtic í dag, minntust hans með hlýlegum orðum. Hann vann níu NBA-meistaratitla á sínum ferli en síðan þá hefur Phil Jackson jafnað það met. Boston kom í gær fyrir að Jackson ynni sinn tíunda meistaratitil en hann er nú þjálfari LA Lakers. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum og yfirspiluðu Lakers nánast frá fyrstu mínútu. Engu að síður náði Boston ekki að hrista Lakers af sér fyrr en um miðjan annan leikhluta. Staðan var þá 32-29 en þá setti Boston niður tvo þrista í röð og litu aldrei til baka eftir það. Staðan í hálfleik var 58-35 og samtals vann Boston annan leikhluta með 34 stigum gegn fimmtán. Boston var með bensínið í botni allan síðari hálfleik og Lakers átti aldrei minnsta möguleika á að minnka muninn verulega. Kevin Garnett og Ray Allen voru með 26 stig hver í leiknum en Garnett tók fjórtán fráköst í leiknum. Allen hitti úr sjö af níu þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Rajon Rondo var með 21 stig og Paul Pierce með sautján og tíu stoðsendingar. Kobe Bryant var með 22 stig í leiknum, Lamar Odom fjórtán og tíu fráköst. Jordan Farmar var með tólf stig. Lakers tók aðeins tvö sóknarfráköst í öllum leiknum og þau komu bæði undir lok leiksins þegar að Boston var löngu búið að vinna leikinn. Boston tók fjórtán sóknarfráköst og tapaði sjö boltum en Lakers tapaði nítján boltum. Doc Rivers á meira en 1500 leiki að baki í NBA-deildinni sem leikmaður og þjálfari en vann í gær sinn fyrsta meistaratitil. Þríeykið Pierce, Allen og Garnett þótti minna mikið á gamla þríeykið hjá Boston þegar liðið var upp á sitt besta fyrir tveimur áratugum - Larry Bird, Kevin McHale og Robert Parish - en margir efuðust um að þeim tækist að vinna titil strax á sínu fyrsta ári saman. En þeir blésu á allt slíkt tal, jafnvel þótt að liðinu hafi gengið fremur illa í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar. Þeir kláruðu þetta með stæl í gær og muna fáir í dag eftir leikjunum við Atlanta Hawks.
NBA Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fleiri fréttir Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA Sjá meira