Detroit valtaði yfir Milwaukee 1. janúar 2008 05:23 Rip Hamilton og Chauncey Billups höfðu það náðugt undir lokin í stórsigri Detroit á Milwaukee NordicPhotos/GettyImages Detroit Pistons er heitasta liðið í NBA deildinni í dag eftir að liðið rótburstaði Milwaukee með 45 stiga mun í nótt. Þrettán leikja sigurganga Portland var loksins stöðvuð í Utah. Detroit vann í nótt 9. sigur sinn í röð í deildinni og þann 17. í síðustu 19 leikjum þegar það valtaði yfir Milwaukee 114-69. Þetta var þriðja versta tap í sögu Milwaukee og stærsti sigur Detroit síðan liðið malaði Boston með 52 stiga mun árið 2003. Richard Hamilton var stigahæstur í jöfnu liði Detroit með 22 stig, en varamannabekkur liðsins er mun sterkari nú en hann hefur verið undanfarin ár. Michael Redd skoraði 18 stig fyrir Milwaukee, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Portland hafði unnið 13 leiki í röð en varð að sætta sig við 111-101 tap í Utah í nótt. LaMarcus Aldridge átti sinn besta leik á ferlinum hjá Portland og skoraði 36 stig, en Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Tveir af 13 sigurleikjum Portland í rispunni góðu höfðu komið gegn Utah og liðin mætast fjórða og síðasta sinni um helgina. Orlando lagði Chicago 122-120 í æsilegum og framlengdum leik þar sem Hedo Turkoglu skoraði sigurkörfu Orlando í blálokin. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando og Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 22 fráköst, en Ben Gordon var atkvæðamestur í liði Chicago með 39 stig. Charlotte lagði Indiana í framlengdum leik 107-103 þar sem Gerald Wallace skoraði 36 stig fyrir Charlotte en Jermaine O´Neal skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Indiana. Golden State vann góðan útisigur á Houston 112-95 þar sem góður endasprettur tryggði gestunum sigur. Golden State vann fjórða leikhlutann 37-15 og vann sigur þó þjálfaranum Don Nelson hefði verið vísað úr húsi. Baron Davis skoraði 23 stig fyrir Golden State og Monta Ellis 20, en Rafer Alston skoraði 22 fyrir Houston. Toronto vann góðan útisigur á New Orleans 97-92. David West skoraði 33 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, en Chris Bosh skoraði 29 stig fyrir gestina. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með 91-82 sigri á slöku liði Minnesota. Cuttino Mobley skoraði 18 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 16 stig og hirti 16 fráköst, en Al Jefferson skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota og Ryan Gomes skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Loks vann Philadelphia góðan útisigur á Seattle 98-90 þar sem Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Earl Watson skoraði 18 stig fyrir heimamenn, sem voru án nýliðans Kevin Durant og framherjans Chris Wilcox í leiknum. Þeir eru tveir stigahæstu leikmenn liðsins og misstu báðir af leik kvöldsins með smávægileg meiðsli. NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Detroit Pistons er heitasta liðið í NBA deildinni í dag eftir að liðið rótburstaði Milwaukee með 45 stiga mun í nótt. Þrettán leikja sigurganga Portland var loksins stöðvuð í Utah. Detroit vann í nótt 9. sigur sinn í röð í deildinni og þann 17. í síðustu 19 leikjum þegar það valtaði yfir Milwaukee 114-69. Þetta var þriðja versta tap í sögu Milwaukee og stærsti sigur Detroit síðan liðið malaði Boston með 52 stiga mun árið 2003. Richard Hamilton var stigahæstur í jöfnu liði Detroit með 22 stig, en varamannabekkur liðsins er mun sterkari nú en hann hefur verið undanfarin ár. Michael Redd skoraði 18 stig fyrir Milwaukee, en aðeins tveir leikmenn liðsins skoruðu 10 stig eða meira í leiknum. Portland hafði unnið 13 leiki í röð en varð að sætta sig við 111-101 tap í Utah í nótt. LaMarcus Aldridge átti sinn besta leik á ferlinum hjá Portland og skoraði 36 stig, en Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 9 fráköst fyrir Utah og Andrei Kirilenko skoraði 14 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Tveir af 13 sigurleikjum Portland í rispunni góðu höfðu komið gegn Utah og liðin mætast fjórða og síðasta sinni um helgina. Orlando lagði Chicago 122-120 í æsilegum og framlengdum leik þar sem Hedo Turkoglu skoraði sigurkörfu Orlando í blálokin. Jameer Nelson skoraði 22 stig fyrir Orlando og Dwight Howard skoraði 17 stig og hirti 22 fráköst, en Ben Gordon var atkvæðamestur í liði Chicago með 39 stig. Charlotte lagði Indiana í framlengdum leik 107-103 þar sem Gerald Wallace skoraði 36 stig fyrir Charlotte en Jermaine O´Neal skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst fyrir Indiana. Golden State vann góðan útisigur á Houston 112-95 þar sem góður endasprettur tryggði gestunum sigur. Golden State vann fjórða leikhlutann 37-15 og vann sigur þó þjálfaranum Don Nelson hefði verið vísað úr húsi. Baron Davis skoraði 23 stig fyrir Golden State og Monta Ellis 20, en Rafer Alston skoraði 22 fyrir Houston. Toronto vann góðan útisigur á New Orleans 97-92. David West skoraði 33 stig og hirti 11 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 23 stig, gaf 16 stoðsendingar og hirti 7 fráköst, en Chris Bosh skoraði 29 stig fyrir gestina. LA Clippers stöðvaði taphrinu sína með 91-82 sigri á slöku liði Minnesota. Cuttino Mobley skoraði 18 stig fyrir Clippers og Chris Kaman skoraði 16 stig og hirti 16 fráköst, en Al Jefferson skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst fyrir Minnesota og Ryan Gomes skoraði 17 stig og hirti 15 fráköst. Loks vann Philadelphia góðan útisigur á Seattle 98-90 þar sem Andre Iguodala skoraði 25 stig fyrir Philadelphia en Earl Watson skoraði 18 stig fyrir heimamenn, sem voru án nýliðans Kevin Durant og framherjans Chris Wilcox í leiknum. Þeir eru tveir stigahæstu leikmenn liðsins og misstu báðir af leik kvöldsins með smávægileg meiðsli.
NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira