Lewis vill ekki sjá Tyson og Holyfield berjast aftur 2. mars 2008 13:54 AFP Fyrrum heimsmeistarinn Lennox Lewis frá Bretlandi vill ekki sjá þá Mike Tyson og Evander Holyfield mætast í hringnum í þriðja sinn eins og talað hefur verið um undanfarnar vikur. Holyfield hefur verið að reyna að ná endurkomu í þungaviktinni en tapaði síðasta bardaga sínum í haust. Mike Tyson hefur ekki barist alvöru bardaga í nokkur ár en hlaut þá skelfilega útreið. Mikið hefur verið talað um að reyna að koma á þriðja bardaga þeirra Tyson og Holyfield, en viðureignir þeirra á síðasta áratug voru í meira lagi skrautlegar eins og flestir muna. Lennox Lewis er alls ekki hrifinn af þessum hugmyndum. "Evander er augljóslega betri boxari og Tyson ætti ekki möguleika, en af hverju í ósköpunum myndi einhver vilja horfa á þá berjast? Það er hættulegt fyrir menn að berjast þegar þeir eru komnir svona yfir fertugt. Menn geta gert ákveðna hluti þegar þeir eru tvítugir en missa það þegar þeir koma yfir fertugt. Það er ekkert grín að fá högg frá 100 kílóa manni ef maður er ekki upp á sitt besta og þess vegna er ég hættur," sagði Lewis, sem sigraði þá báða á sínum tíma. Hann segist stundum hugsa til þess að snúa aftur, en segist hafa staðist þá freistingu. "Stundum horfi ég á menn berjast og hugsa með mér - hvað eru þessir menn að gera? Ég verð að sýna þeim hvernig á að gera þetta. En ég er hættur og farinn að snúa mér að öðru," sagði Lewis. Box Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira
Fyrrum heimsmeistarinn Lennox Lewis frá Bretlandi vill ekki sjá þá Mike Tyson og Evander Holyfield mætast í hringnum í þriðja sinn eins og talað hefur verið um undanfarnar vikur. Holyfield hefur verið að reyna að ná endurkomu í þungaviktinni en tapaði síðasta bardaga sínum í haust. Mike Tyson hefur ekki barist alvöru bardaga í nokkur ár en hlaut þá skelfilega útreið. Mikið hefur verið talað um að reyna að koma á þriðja bardaga þeirra Tyson og Holyfield, en viðureignir þeirra á síðasta áratug voru í meira lagi skrautlegar eins og flestir muna. Lennox Lewis er alls ekki hrifinn af þessum hugmyndum. "Evander er augljóslega betri boxari og Tyson ætti ekki möguleika, en af hverju í ósköpunum myndi einhver vilja horfa á þá berjast? Það er hættulegt fyrir menn að berjast þegar þeir eru komnir svona yfir fertugt. Menn geta gert ákveðna hluti þegar þeir eru tvítugir en missa það þegar þeir koma yfir fertugt. Það er ekkert grín að fá högg frá 100 kílóa manni ef maður er ekki upp á sitt besta og þess vegna er ég hættur," sagði Lewis, sem sigraði þá báða á sínum tíma. Hann segist stundum hugsa til þess að snúa aftur, en segist hafa staðist þá freistingu. "Stundum horfi ég á menn berjast og hugsa með mér - hvað eru þessir menn að gera? Ég verð að sýna þeim hvernig á að gera þetta. En ég er hættur og farinn að snúa mér að öðru," sagði Lewis.
Box Mest lesið Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Fótbolti Fleiri fréttir Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Ungverjaland - Írland | Fer Heimir í HM-umspilið? Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Átta bestu mætast eftir magnað kvöld á Bullseye Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Sjá meira