Eiður: Mourinho góður kostur fyrir Barcelona Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. mars 2008 14:18 Eiður Smári fagnar marki í leik með Barcelona. Nordic Photos / AFP Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við útvarpsstöð í Barcelona að hann teldi að Jose Mourinho myndi standa sig vel hjá Barcelona. Þetta er haft eftir honum á íþróttavefnum goal.com. „Mourinho er mjög góð persóna og ber ég mikla virðingu fyrir honum." Hann sagði þó að samband Mourinho við Börsunga væri að mörgu leyti sérstakt. „Hann starfaði hérna þegar Robson var með liðið, lét ýmis orð falla og stóð í ýmsu með Rikjaard þegar Barcelona og Chelsea mættust." Eiður segir þó að hann væri mjög ánægður hjá Barcelona undir stjórn Rijkaard. „Við erum með mjög góðan þjálfara og þetta lið getur vel unnið titla. Ég ber mjög mikið traust til hans." „Deildin og Meistaradeildin eru alveg jafn mikilvægar keppnir hvað mig varðar en við þurfum að vinna einn titil á þessu tímabili - jafnvel tvo." „Við getum líka unnið bikarkeppnina og svo líka einn mikilvægan titil. Það er þar að auki ekki hægt að útiloka að vinna alla þrjá." Hann segir að sóknarþungi Börsunga gæti fleytt liðinu langt. „Henry verður frábær hjá Barcelona en ekki sami Henry og var hjá Arsenal. Við höfum mikla trú á honum." „Ronaldinho? Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni og þegar það gerist þarf hann stuðning og hvatningu okkar hinna. Mér finnst gagnrýnin sem hann fékk of mikil þar sem hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð." „Hann hefur verið að bæta sig í undanförnum leikjum og virðist hamingjusamari. Ég er viss um að hann komist í sitt besta form aftur og þurfum við þess nú þegar að Messi er meiddur." Eiður hefur fengið að spila af og til í vetur en segist engu að síður hamingjusamur hjá félaginu. „Samingur minn nær til næstu tveggja ára og mun ég vera hér þar til ég get það ekki lengur. Það eru vissulega stundum vonbrigði að fá ekki að spila, sérstaklega þar sem ég náði nokkrum góðum leikjum í röð þar sem ég var að komast í mitt besta form." Spænski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen sagði í samtali við útvarpsstöð í Barcelona að hann teldi að Jose Mourinho myndi standa sig vel hjá Barcelona. Þetta er haft eftir honum á íþróttavefnum goal.com. „Mourinho er mjög góð persóna og ber ég mikla virðingu fyrir honum." Hann sagði þó að samband Mourinho við Börsunga væri að mörgu leyti sérstakt. „Hann starfaði hérna þegar Robson var með liðið, lét ýmis orð falla og stóð í ýmsu með Rikjaard þegar Barcelona og Chelsea mættust." Eiður segir þó að hann væri mjög ánægður hjá Barcelona undir stjórn Rijkaard. „Við erum með mjög góðan þjálfara og þetta lið getur vel unnið titla. Ég ber mjög mikið traust til hans." „Deildin og Meistaradeildin eru alveg jafn mikilvægar keppnir hvað mig varðar en við þurfum að vinna einn titil á þessu tímabili - jafnvel tvo." „Við getum líka unnið bikarkeppnina og svo líka einn mikilvægan titil. Það er þar að auki ekki hægt að útiloka að vinna alla þrjá." Hann segir að sóknarþungi Börsunga gæti fleytt liðinu langt. „Henry verður frábær hjá Barcelona en ekki sami Henry og var hjá Arsenal. Við höfum mikla trú á honum." „Ronaldinho? Hann hefur mátt þola mikla gagnrýni og þegar það gerist þarf hann stuðning og hvatningu okkar hinna. Mér finnst gagnrýnin sem hann fékk of mikil þar sem hann er hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sem ég hef séð." „Hann hefur verið að bæta sig í undanförnum leikjum og virðist hamingjusamari. Ég er viss um að hann komist í sitt besta form aftur og þurfum við þess nú þegar að Messi er meiddur." Eiður hefur fengið að spila af og til í vetur en segist engu að síður hamingjusamur hjá félaginu. „Samingur minn nær til næstu tveggja ára og mun ég vera hér þar til ég get það ekki lengur. Það eru vissulega stundum vonbrigði að fá ekki að spila, sérstaklega þar sem ég náði nokkrum góðum leikjum í röð þar sem ég var að komast í mitt besta form."
Spænski boltinn Mest lesið Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot Enski boltinn Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Enski boltinn Messi og Miami MLS-meistarar Fótbolti „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Handbolti „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ Handbolti Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu mörkin: Guimaraes beint úr horni, dramatík hjá Liverpool og öll hin Messi og Miami MLS-meistarar Sprengja frá Salah: Gerður að blóraböggli og brostið samband við Slot „Erfitt þegar þú færð á þig mörk án þess að fá á þig færi“ Hádramatík í sex marka leik Hildur á skotskónum í Barcelona Aftur aflýst hjá Andra vegna bleytu Everton í fimmta sæti og langþráður sigur Spurs Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Salah enn á bekknum Ísak fékk ekki boltann og Köln kastaði sigri frá sér Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Emilía skoraði en brekkan var of brött Hádramatík í lokin á Villa Park Hólmbert skoraði í úrslitaleik í Suður-Kóreu Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Messi og Ronaldo gætu mæst í átta liða úrslitunum á HM 2026 Hagaði sér eins og MMA-bardagahetja í fótboltaleik Yngri bróðir Mbappé reddaði málunum fyrir Hákon og félaga í kvöld Hislop með krabbamein Bannar risasamning risastjörnunnar Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Í bann vegna slakrar landafræðikunnáttu Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Lingard yfirgefur Suður-Kóreu Van Dijk um bekkjarsetu Salah: „Allir þurfa að standa sig“ Sjá meira