Tuttugu sigrar í röð hjá Houston 13. mars 2008 09:56 Stuðningsmenn Houston fögnuðu næstlengstu sigurgöngu allra tíma í nótt NordcPhotos/GettyImages Nokkrir hörkuleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Houston Rockets vann tuttugasta leik sinn í röð og er það jöfnun á næstlengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar. Houston var langt frá sínu besta gegn Atlanta á útivelli í nótt og skoraði ekki nema 32 stig í fyrri hálfleik. Atlanta liðið skoraði reyndar ekki nema 33 stig í fyrri hálfleik en eins og í leikjunum nítján þar á undan - var það Houston sem hafði betur í loking og tryggði sér 83-75 sigur. Tracy McGrady skoraði 29 stig fyrir Houston í leiknum, rétt eins og Joe Johnson hjá heimamönnum. Houston jafnaði þarna næstlengstu sigurgöngu allra tíma í NBA með 20. sigrinum í röð, en aðeins lið Lakers frá 1972 (33 sigrar í röð) og Milwaukee frá 1971 (20 sigrar í röð) hafa náð öðrum eins rispum í deildinni. Síðustu sjö sigrar Houston hafa komið eftir að miðherjinn Yao Ming meiddist. New Orleans Hornets gerði sér lítið fyrir og burstaði meistara San Antonio á heimavelli sínum 100-75. David West skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 16 stoðsendingar. Tim Duncan og Tony Parker skoruðu 24 stig hvor fyrir San Antonio. Þessi leikur verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn á föstudagskvöldið. Orlando vann auðveldan sigur á LA Clippers á heimavelli 110-88 þar sem Dwight Howard skoraði 22 stig go hirti 13 fráköst fyrir heimamenn en Corey Maggette skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers. Boston burstaði Seattle 111-82. Kevin Garnett og Ray Allen skoruðu 18 stig hvor fyrir Boston en Kevin Durant skoraði 16 stig fyrir Seattle. :etta var 10. sigur Boston í röð. Philadelphia skellti Detroit nokkuð óvænt á útivelli 83-82. Andre Iguodala skoraði 22 stig fyrir Philadelphia en Rasheed Wallace skoraði 17 stig fyrir Detroit. New York stöðvaði sjö leikja taphrinu með 91-88 útisigri á Miami. Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York en Ricky Davis 27 fyrir Miami. New Jersey lagði Cleveland heima 104-99 þar sem Richard Jefferson skoraði 24 fyrir heimamenn en LeBron James skoraði 42 stig, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland. Utah skellti Milwaukee á útivelli í sveiflukenndum leik þar sem heimamenn glutruðu niður góðu forskoti undir lok fjórða leikhluta. Charlie Villanueva og Michael Redd skoruðu 26 stig fyrir Milwaukee en Deron Williams skoraði 26 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Utah. Dallas rótburstaði Charlotte heima 118-93. Dirk Nowitzki var með 26 stig og 9 fráköst hjá Dallas en Raymond Felton 21 stig hjá Charlotte. Denver vann auðveldan sigur á Memphis 108-86. Kenyon Martin skoraði 23 stig fyrir Denver en Juan Navarro skoraði 16 fyrir heillum horfið lið Memphis. Loks vann Golden State góðan sigur á Toronto heima 117-106. TJ Ford skoraði 23 stig fyrir Toronto en Monta Ellis skoraði 33 stig fyrir Golden State og Baron Davis var með 23 stig og 15 stoðsendingar. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona yrði úrslitakeppnin ef hún byrjaði í dag NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Nokkrir hörkuleikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt og þar bar hæst að Houston Rockets vann tuttugasta leik sinn í röð og er það jöfnun á næstlengstu sigurgöngu í sögu NBA deildarinnar. Houston var langt frá sínu besta gegn Atlanta á útivelli í nótt og skoraði ekki nema 32 stig í fyrri hálfleik. Atlanta liðið skoraði reyndar ekki nema 33 stig í fyrri hálfleik en eins og í leikjunum nítján þar á undan - var það Houston sem hafði betur í loking og tryggði sér 83-75 sigur. Tracy McGrady skoraði 29 stig fyrir Houston í leiknum, rétt eins og Joe Johnson hjá heimamönnum. Houston jafnaði þarna næstlengstu sigurgöngu allra tíma í NBA með 20. sigrinum í röð, en aðeins lið Lakers frá 1972 (33 sigrar í röð) og Milwaukee frá 1971 (20 sigrar í röð) hafa náð öðrum eins rispum í deildinni. Síðustu sjö sigrar Houston hafa komið eftir að miðherjinn Yao Ming meiddist. New Orleans Hornets gerði sér lítið fyrir og burstaði meistara San Antonio á heimavelli sínum 100-75. David West skoraði 29 stig og hirti 10 fráköst fyrir New Orleans og Chris Paul skoraði 26 stig og gaf 16 stoðsendingar. Tim Duncan og Tony Parker skoruðu 24 stig hvor fyrir San Antonio. Þessi leikur verður sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn á föstudagskvöldið. Orlando vann auðveldan sigur á LA Clippers á heimavelli 110-88 þar sem Dwight Howard skoraði 22 stig go hirti 13 fráköst fyrir heimamenn en Corey Maggette skoraði 22 stig og hirti 9 fráköst fyrir Clippers. Boston burstaði Seattle 111-82. Kevin Garnett og Ray Allen skoruðu 18 stig hvor fyrir Boston en Kevin Durant skoraði 16 stig fyrir Seattle. :etta var 10. sigur Boston í röð. Philadelphia skellti Detroit nokkuð óvænt á útivelli 83-82. Andre Iguodala skoraði 22 stig fyrir Philadelphia en Rasheed Wallace skoraði 17 stig fyrir Detroit. New York stöðvaði sjö leikja taphrinu með 91-88 útisigri á Miami. Jamal Crawford skoraði 23 stig fyrir New York en Ricky Davis 27 fyrir Miami. New Jersey lagði Cleveland heima 104-99 þar sem Richard Jefferson skoraði 24 fyrir heimamenn en LeBron James skoraði 42 stig, hirti 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Cleveland. Utah skellti Milwaukee á útivelli í sveiflukenndum leik þar sem heimamenn glutruðu niður góðu forskoti undir lok fjórða leikhluta. Charlie Villanueva og Michael Redd skoruðu 26 stig fyrir Milwaukee en Deron Williams skoraði 26 stig og gaf 13 stoðsendingar fyrir Utah. Dallas rótburstaði Charlotte heima 118-93. Dirk Nowitzki var með 26 stig og 9 fráköst hjá Dallas en Raymond Felton 21 stig hjá Charlotte. Denver vann auðveldan sigur á Memphis 108-86. Kenyon Martin skoraði 23 stig fyrir Denver en Juan Navarro skoraði 16 fyrir heillum horfið lið Memphis. Loks vann Golden State góðan sigur á Toronto heima 117-106. TJ Ford skoraði 23 stig fyrir Toronto en Monta Ellis skoraði 33 stig fyrir Golden State og Baron Davis var með 23 stig og 15 stoðsendingar. Staðan í Austur- og Vesturdeild Svona yrði úrslitakeppnin ef hún byrjaði í dag
NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira