NBA í nótt: Boston vann meistarana Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. mars 2008 09:08 Bruce Bowen gengur svekktur af velli en leikmenn Boston fagna í bakgrunni. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara San Antonio Spurs, 93-91, þrátt fyrir að hafa lent 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Boston byrjaði skelfilega í leiknum og munurinn varð mestur í öðrum leikhluta, 33-11. En þá tóku þeir Paul Pierce, Rajon Rondo og Sam Cassell til sinna mála og náðu að klára leikinn. Cassell sýndi að hann hefur talsvert að færa Boston-liðinu en hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 46 sekúndur voru til leiksloka og kom Boston í forystu í leiknum. Pierce skoraði alls 22 stig í leiknum, Rondo 20 og Cassell sautján. Hjá San Antonio var Manu Ginobili stigahæstur með 32 stig. San Antonio átti þó síðasta skotið í leiknum og hefði Robert Horry hitt úr þriggja stiga skoti sínu hefði hann tryggt sínum mönnum sigur. Í kvöld verður svo gríðarlega spennandi leikur á dagskrá er Boston fer í heimsókn til Houston Rockets sem hefur unnið 22 leiki í röð. San Antonio hefur hins vegar tapað fjórum leikjum í röð og er komið niður í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Orlando vann góðan sigur á Cleveland, 104-90. Dwight Howard var með 23 stig og þrettán fráköst og Rashard Lewis bætti við 21 stigi. LeBron James skoraði 30 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en það dugði ekki til. Delonte West skoraði sextán stig og Sasha Pavlovic fjórtán. Atlanta vann Wasington, 105-96, þar sem Mike Bibby skoraði 23 stig og Joe Johnson átján í þriðja sigri Atlanta í röð. Með sigrinum færðist Atlanta fyrir ofan New Jersey í áttunda sæti Austurdeildarinnar og þar með inn í úrslitakeppnina. New Jersey á hins vegar leik til góða og með sigri tekur liðið aftur áttunda sætið af Atlanta. Nýliðinn Al Horford hefur átt skínandi góða leiki fyrir Atlanta að undanförnu og í nótt skoraði hann tólf stig, tók fimmtán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Indiana vann New York, 110-98. Mike Dunleavy skoraði 36 stig fyrir Indiana og Danny Granger var með 26 stig og ellefu fráköost. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 21 stig og fjórtán fráköst en þetta var níundi tapleikur New York í síðustu tíu leikjum liðsins. Memphis vann Charlotte, 98-80. Mike Miller var með átján stig og þrettán fráköst en þetta var fyrsti sigur Memphis í síðustu fimm leikjum liðsins. Derek Anderson skoraði sautján stig fyrri Charlotte en byrjunarliðsmenn liðsins skoruðu aðeins 36 stig í leiknum. Hvorugt lið á mikla möguleika að komast í úrslitakeppnina. New Orleans vann Chicago, 108-97, þar sem Chris Paul fór á kostum og skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Alls skoraði New Orleans 33 stig gegn þrettán frá Chicago í fjórða leikhluta en liðið kláraði leikinn á síðustu þremur mínútunum. Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago en Drew Gooden var með 23 stig og tólf fráköst. Minnesota vann LA Clippers, 99-90, þar sem Al Jefferson náði sinni 48. tvöfaldri tvennu með 22 stig og fjórtán fráköst. Ryan Gomes bætti við nítján stigum fyrir Minnesota. Corey Maggette skoraði 34 stig fyrir Clippers. Utah vann Toronto, 96-79. Deron Williams skoraði 21 stig en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð á heimavelli en það er jöfnun á félagsmetinu. Þegar leikar stóðu jafnir, 65-65, skoraði Utah 24 stig gegn aðeins fjórum frá Toronto og dugði það til að tryggja sigurinn. Jose Calderon skoraði sextán stig fyrir Toronto. Utah getur bætt félagsmetið með því að leggja LA Lakers á heimavelli á fimmtudaginn kemur. Spennan í Vesturdeildinni er gríðarlega mikil en aðeins tveir og hálfur sigurleikur skilur að efstu sjö liðin. Staðan í deildinni NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Boston Celtics gerði sér lítið fyrir í nótt og vann meistara San Antonio Spurs, 93-91, þrátt fyrir að hafa lent 22 stigum undir í fyrri hálfleik. Boston byrjaði skelfilega í leiknum og munurinn varð mestur í öðrum leikhluta, 33-11. En þá tóku þeir Paul Pierce, Rajon Rondo og Sam Cassell til sinna mála og náðu að klára leikinn. Cassell sýndi að hann hefur talsvert að færa Boston-liðinu en hann skoraði þriggja stiga körfu þegar 46 sekúndur voru til leiksloka og kom Boston í forystu í leiknum. Pierce skoraði alls 22 stig í leiknum, Rondo 20 og Cassell sautján. Hjá San Antonio var Manu Ginobili stigahæstur með 32 stig. San Antonio átti þó síðasta skotið í leiknum og hefði Robert Horry hitt úr þriggja stiga skoti sínu hefði hann tryggt sínum mönnum sigur. Í kvöld verður svo gríðarlega spennandi leikur á dagskrá er Boston fer í heimsókn til Houston Rockets sem hefur unnið 22 leiki í röð. San Antonio hefur hins vegar tapað fjórum leikjum í röð og er komið niður í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Orlando vann góðan sigur á Cleveland, 104-90. Dwight Howard var með 23 stig og þrettán fráköst og Rashard Lewis bætti við 21 stigi. LeBron James skoraði 30 stig, tók níu fráköst og gaf sex stoðsendingar en það dugði ekki til. Delonte West skoraði sextán stig og Sasha Pavlovic fjórtán. Atlanta vann Wasington, 105-96, þar sem Mike Bibby skoraði 23 stig og Joe Johnson átján í þriðja sigri Atlanta í röð. Með sigrinum færðist Atlanta fyrir ofan New Jersey í áttunda sæti Austurdeildarinnar og þar með inn í úrslitakeppnina. New Jersey á hins vegar leik til góða og með sigri tekur liðið aftur áttunda sætið af Atlanta. Nýliðinn Al Horford hefur átt skínandi góða leiki fyrir Atlanta að undanförnu og í nótt skoraði hann tólf stig, tók fimmtán fráköst og gaf sex stoðsendingar. Indiana vann New York, 110-98. Mike Dunleavy skoraði 36 stig fyrir Indiana og Danny Granger var með 26 stig og ellefu fráköost. Hjá New York var Zach Randolph stigahæstur með 21 stig og fjórtán fráköst en þetta var níundi tapleikur New York í síðustu tíu leikjum liðsins. Memphis vann Charlotte, 98-80. Mike Miller var með átján stig og þrettán fráköst en þetta var fyrsti sigur Memphis í síðustu fimm leikjum liðsins. Derek Anderson skoraði sautján stig fyrri Charlotte en byrjunarliðsmenn liðsins skoruðu aðeins 36 stig í leiknum. Hvorugt lið á mikla möguleika að komast í úrslitakeppnina. New Orleans vann Chicago, 108-97, þar sem Chris Paul fór á kostum og skoraði 37 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Alls skoraði New Orleans 33 stig gegn þrettán frá Chicago í fjórða leikhluta en liðið kláraði leikinn á síðustu þremur mínútunum. Ben Gordon skoraði 31 stig fyrir Chicago en Drew Gooden var með 23 stig og tólf fráköst. Minnesota vann LA Clippers, 99-90, þar sem Al Jefferson náði sinni 48. tvöfaldri tvennu með 22 stig og fjórtán fráköst. Ryan Gomes bætti við nítján stigum fyrir Minnesota. Corey Maggette skoraði 34 stig fyrir Clippers. Utah vann Toronto, 96-79. Deron Williams skoraði 21 stig en þetta var nítjándi sigur liðsins í röð á heimavelli en það er jöfnun á félagsmetinu. Þegar leikar stóðu jafnir, 65-65, skoraði Utah 24 stig gegn aðeins fjórum frá Toronto og dugði það til að tryggja sigurinn. Jose Calderon skoraði sextán stig fyrir Toronto. Utah getur bætt félagsmetið með því að leggja LA Lakers á heimavelli á fimmtudaginn kemur. Spennan í Vesturdeildinni er gríðarlega mikil en aðeins tveir og hálfur sigurleikur skilur að efstu sjö liðin. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira