NBA í nótt: Houston steinlá öðru sinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. mars 2008 11:41 Tracy McGrady, leikmaður Houston. Nordic Photos / Getty Images Houston Rockets tapaði sínum öðrum leik í röð í nótt eftir sigurgönguna löngu. Liðið steinlá fyrir New Orleans, 90-69. Houston náði átta stiga forystu strax í fyrsta leikhluta, 24-16 og voru enn með forystu í hálfleik, 44-39. En í seinni hálfleik fór allt úrskeðis og Houston skoraði ekki nem 25 stig gegn 51 stigi New Orleans eftir leikhlé. Bonzi Wells skoraði 20 af sínum 25 stigum fyrir New Orleans í fjórða leikhluta en David West skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst. Tracy McGrady skoraði fimmtán stig fyrir Houston en leikmenn liðsins voru aðeins með 34 prósent skotnýtingu í leiknum.Phoenix vann Seattle, 110-98. Amare Stoudemire var með 26 stig og Steve Nash bætti við 23 stigum er Phoenix vann sinn sjötta leik í röð. Það er lengsta sigurganga liðsins í vetur. Jeff Green skoraði nítján stig fyrir Seattle en þeir Kevin Durant og Luke Ridnour skoruðu sextán.Cleveland vann Detroit, 89-73, þar sem LeBron James skoraði 30 stig en Zydrunas Ilgauskas bætti við 20 stigum. Hjá Detroit var Rasheed Wallace stigahæstur með sextán stig og Richard Hamilton fjórtán. Golden State vann LA Clippers, 116-100. Stephen Jackson skoraði 29 stig og Monta Ellis 28 í gríðarlega mikilvægum sigri liðsins í baráttunni við Denver um áttunda sæti Vesturdeildarinnar.Denver tapaði fyrir Philadelphia, 115-113, og gaf þar með eftir í baráttunni við Golden State. Liðið þarf nú að vinna þrjá leiki og treysta á að Golden State tapi þremur leikjum á móti til að taka áttunda sætið af liðinu. Allen Iverson lék nú í fyrsta sinn í Philadelphia síðan hann fór frá liðinu til Denver í desember 2006. Hann var þó stigahæstur í leiknum með 32 stig og hann bætti við átta stoðsendingum. Samuel Dalbert skoraði sigurkörfu leiksins þegar rúm hálf mínúta var til leiksloka. Hann var með sautján stig en Andre Miller var stigahæstur hjá heimamönnum með 28 stig.Toronto vann Miami, 96-54. Stigaskor Miami er það þriðja minnsta í sögu NBA-deildarinnar síðan að skotklukkan var tekin í notkun tímabilið 1954-55. Metið á Chicago sem skoraði 49 stig í leik gegn Miami í apríl árið 1999. Toronto vann einnig sinn stærsta sigur í sögu félagsins en liðið vann Miami með 42 stiga mun. Gamla metið var 39 stig. Andrea Bargnani og Anthony Parker voru stigahæstur með fjórtán stig hver. New Jersey vann Atlanta, 125-117, þar sem Vince Carter fór á kostum og skoraði 39 stig og gaf tíu stoðsendingar. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sæti Austurdeildarinnar en liðin eru nú með jafn góðan árangur. New Jersey er með betri árangur í innbyrðisviðureignm (3-1) og kæmist því í úrslitakeppnina nú. Richard Jefferson var með 33 stig og Devin Harris með 26 en stigahæstur hjá Atlanta var Joe Johnson með 24 stig.Washington vann Orlando, 87-86, þar sem Antawn Jamison var með 31 stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með 39 stig en það er persónulegt met hjá honum.Indiana vann Charlotte, 102-95. Flip Murray skoraði 22 stig og Troy Murphy var með átján stig og þrettán fráköst. Jason Richardson var stigahæstur leikmanna Charlotte með 20 stig en hann tók einnig tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar.Minnesota vann Memphis, 98-94. Al Jefferson skoraði 29 stig, þar af 22 í seinni hálfleik en Memphis komst mest fjórtán stigum yfir í leiknum. Mark Miller var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Memphis. Staðan í deildinni NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Houston Rockets tapaði sínum öðrum leik í röð í nótt eftir sigurgönguna löngu. Liðið steinlá fyrir New Orleans, 90-69. Houston náði átta stiga forystu strax í fyrsta leikhluta, 24-16 og voru enn með forystu í hálfleik, 44-39. En í seinni hálfleik fór allt úrskeðis og Houston skoraði ekki nem 25 stig gegn 51 stigi New Orleans eftir leikhlé. Bonzi Wells skoraði 20 af sínum 25 stigum fyrir New Orleans í fjórða leikhluta en David West skoraði 23 stig og tók ellefu fráköst. Tracy McGrady skoraði fimmtán stig fyrir Houston en leikmenn liðsins voru aðeins með 34 prósent skotnýtingu í leiknum.Phoenix vann Seattle, 110-98. Amare Stoudemire var með 26 stig og Steve Nash bætti við 23 stigum er Phoenix vann sinn sjötta leik í röð. Það er lengsta sigurganga liðsins í vetur. Jeff Green skoraði nítján stig fyrir Seattle en þeir Kevin Durant og Luke Ridnour skoruðu sextán.Cleveland vann Detroit, 89-73, þar sem LeBron James skoraði 30 stig en Zydrunas Ilgauskas bætti við 20 stigum. Hjá Detroit var Rasheed Wallace stigahæstur með sextán stig og Richard Hamilton fjórtán. Golden State vann LA Clippers, 116-100. Stephen Jackson skoraði 29 stig og Monta Ellis 28 í gríðarlega mikilvægum sigri liðsins í baráttunni við Denver um áttunda sæti Vesturdeildarinnar.Denver tapaði fyrir Philadelphia, 115-113, og gaf þar með eftir í baráttunni við Golden State. Liðið þarf nú að vinna þrjá leiki og treysta á að Golden State tapi þremur leikjum á móti til að taka áttunda sætið af liðinu. Allen Iverson lék nú í fyrsta sinn í Philadelphia síðan hann fór frá liðinu til Denver í desember 2006. Hann var þó stigahæstur í leiknum með 32 stig og hann bætti við átta stoðsendingum. Samuel Dalbert skoraði sigurkörfu leiksins þegar rúm hálf mínúta var til leiksloka. Hann var með sautján stig en Andre Miller var stigahæstur hjá heimamönnum með 28 stig.Toronto vann Miami, 96-54. Stigaskor Miami er það þriðja minnsta í sögu NBA-deildarinnar síðan að skotklukkan var tekin í notkun tímabilið 1954-55. Metið á Chicago sem skoraði 49 stig í leik gegn Miami í apríl árið 1999. Toronto vann einnig sinn stærsta sigur í sögu félagsins en liðið vann Miami með 42 stiga mun. Gamla metið var 39 stig. Andrea Bargnani og Anthony Parker voru stigahæstur með fjórtán stig hver. New Jersey vann Atlanta, 125-117, þar sem Vince Carter fór á kostum og skoraði 39 stig og gaf tíu stoðsendingar. New Jersey á í harðri baráttu við Atlanta um áttunda sæti Austurdeildarinnar en liðin eru nú með jafn góðan árangur. New Jersey er með betri árangur í innbyrðisviðureignm (3-1) og kæmist því í úrslitakeppnina nú. Richard Jefferson var með 33 stig og Devin Harris með 26 en stigahæstur hjá Atlanta var Joe Johnson með 24 stig.Washington vann Orlando, 87-86, þar sem Antawn Jamison var með 31 stig og ellefu fráköst. Hjá Orlando var Hedo Turkoglu stigahæstur með 39 stig en það er persónulegt met hjá honum.Indiana vann Charlotte, 102-95. Flip Murray skoraði 22 stig og Troy Murphy var með átján stig og þrettán fráköst. Jason Richardson var stigahæstur leikmanna Charlotte með 20 stig en hann tók einnig tíu fráköst og gaf átta stoðsendingar.Minnesota vann Memphis, 98-94. Al Jefferson skoraði 29 stig, þar af 22 í seinni hálfleik en Memphis komst mest fjórtán stigum yfir í leiknum. Mark Miller var með 20 stig og tíu fráköst fyrir Memphis. Staðan í deildinni
NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Dagskráin í dag: Lokasóknin og Skotar og Danir slást um HM-sæti Sport Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira