Boston kláraði Texas þríhyrninginn með stæl 21. mars 2008 05:27 Paul Pierce og félagar hafa verið í sérflokki í NBA í vetur NordcPhotos/GettyImages Topplið Boston Celtics í NBA varð í nótt fyrsta liðið á öldinni til að vinna alla leiki sína gegn risunum þremur í Texas þegar það skellti Dallas Mavericks 94-90 á útivelli. Boston vann alla sex leiki sína gegn Houston, San Antonio og Dallas í vetur og það sem meira er - kláraði Boston öll Texas-liðin í röð á útivelli á fjórum dögum. Þetta er ekki síður merkilegur árangur í ljósi þess að Texas-þrenningin hefur líklega aldrei verið eins sterk og hún er um þessar mundir. Boston er með þessu að stimpla sig rækilega inn sem eitt sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni sem hefst í næsta mánuði. Leikur Dallas og Boston var jafn og spennandi lengst af í nótt, en eins og svo oft áður voru taugar Boston manna sterkari á lokasprettinum. Ray Allen lék á ný með Boston eftir að hafa verið meiddur og það var hann sem var hetja liðsins þegar hann skoraði stóra þriggja stiga körfu í lokin. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 22 stig og 13 fráköst, Ray Allen skoraði 21 stig og Kevin Garnett skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Boston hefur nú unnið 55 leiki og tapað aðeins 13 og það er jöfnun á félagsmeti á þessu stigi tímabilsins. Dallas hefur enn ekki unnið leik gegn liði með 50% vinningshlutfall eða meira síðan Jason Kidd gekk í raðir liðsins á sínum tíma og er 0-7 í þessum leikjum.Lakers stöðvaði sigurgöngu JazzKobe Bryant tók málin í sínar hendur þegar Utah gerði áhlaup í fjórða leikhlutanumAPSan Antonio sótti Chicago heim í nótt og vann auðveldan 102-80 sigur. Liðið afstýrði þar með fyrstu fimm leikja taphrinu sinni í ellefu ár. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 22 stig og 10 fráköst. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago.Loks stöðvaði LA Lakers 19 leikja sigurgöngu Utah Jazz á heimavelli með nokkuð öruggum útisigri 106-95. Lakers náði mest 24 stiga forystu í leiknum og lét hana aldrei af hendi.Kobe Bryant skoraði 27 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Deron Williams skoraði 26 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst.Utah ætlar að ganga illa að slá metið yfir flesta heimasigra í röð, en þetta var í þriðja skipti í sögu félagsins sem það vinnur 19 heimaleiki í röð en tapar svo þeim tuttugasta.Staðan í Austur- og VesturdeildSvona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dagNBA Bloggið á Vísi NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira
Topplið Boston Celtics í NBA varð í nótt fyrsta liðið á öldinni til að vinna alla leiki sína gegn risunum þremur í Texas þegar það skellti Dallas Mavericks 94-90 á útivelli. Boston vann alla sex leiki sína gegn Houston, San Antonio og Dallas í vetur og það sem meira er - kláraði Boston öll Texas-liðin í röð á útivelli á fjórum dögum. Þetta er ekki síður merkilegur árangur í ljósi þess að Texas-þrenningin hefur líklega aldrei verið eins sterk og hún er um þessar mundir. Boston er með þessu að stimpla sig rækilega inn sem eitt sigurstranglegasta liðið í úrslitakeppninni sem hefst í næsta mánuði. Leikur Dallas og Boston var jafn og spennandi lengst af í nótt, en eins og svo oft áður voru taugar Boston manna sterkari á lokasprettinum. Ray Allen lék á ný með Boston eftir að hafa verið meiddur og það var hann sem var hetja liðsins þegar hann skoraði stóra þriggja stiga körfu í lokin. Paul Pierce var stigahæstur hjá Boston með 22 stig og 13 fráköst, Ray Allen skoraði 21 stig og Kevin Garnett skoraði 20 stig og hirti 13 fráköst. Boston hefur nú unnið 55 leiki og tapað aðeins 13 og það er jöfnun á félagsmeti á þessu stigi tímabilsins. Dallas hefur enn ekki unnið leik gegn liði með 50% vinningshlutfall eða meira síðan Jason Kidd gekk í raðir liðsins á sínum tíma og er 0-7 í þessum leikjum.Lakers stöðvaði sigurgöngu JazzKobe Bryant tók málin í sínar hendur þegar Utah gerði áhlaup í fjórða leikhlutanumAPSan Antonio sótti Chicago heim í nótt og vann auðveldan 102-80 sigur. Liðið afstýrði þar með fyrstu fimm leikja taphrinu sinni í ellefu ár. Tony Parker skoraði 23 stig fyrir San Antonio og Tim Duncan var með 22 stig og 10 fráköst. Luol Deng skoraði 18 stig fyrir Chicago.Loks stöðvaði LA Lakers 19 leikja sigurgöngu Utah Jazz á heimavelli með nokkuð öruggum útisigri 106-95. Lakers náði mest 24 stiga forystu í leiknum og lét hana aldrei af hendi.Kobe Bryant skoraði 27 stig, hirti 8 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir Lakers og Lamar Odom skoraði 21 stig, hirti 12 fráköst og gaf 6 stoðsendingar.Deron Williams skoraði 26 stig, gaf 12 stoðsendingar og hirti 7 fráköst fyrir Utah og Carlos Boozer skoraði 23 stig og hirti 15 fráköst.Utah ætlar að ganga illa að slá metið yfir flesta heimasigra í röð, en þetta var í þriðja skipti í sögu félagsins sem það vinnur 19 heimaleiki í röð en tapar svo þeim tuttugasta.Staðan í Austur- og VesturdeildSvona liti úrslitakeppnin út ef hún byrjaði í dagNBA Bloggið á Vísi
NBA Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Þungavigtin: Joey Gibbs kemur ekkert aftur frá Ástralíu Fótbolti Fleiri fréttir Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana Sjá meira