
Viðskipti innlent
Spron og Eimskip lækka mest

Gengi hlutabréfa Spron féll um 2,9 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöllinni í morgun. Bréf Eimskipafélagsins fór niður um 1,45 prósent á sama tíma. Bréf félagsins voru færð á Athugunarlista í morgun. Gengi bréfa í félaginu féll um tæp 16,5 prósent í gær. Við áramótin stóð gengið í 34,9 krónum á hlut og nemur fall þess nú 70,7 prósentum á þeim tíma. Á sama tíma hefur gengi bréfa í Glitni lækkað um 1,1 prósent, Landsbankanum lækkað um 0,87 prósent, Kaupþingi um 0,85 prósent, Existu um 0,56 prósent, Straumi um 0,46 prósenst og Atorku um 0,42 prósent. Gengi bréfa í Marel er það eina sem hefur hækkað í dag, eða um 0,47 prósent. Úrvalsvísitalan hefur 0,77 prósent og stendur hún í 4.080 stigum.