Kjallarabörnin í Austurríki vel upp alin Óli Tynes skrifar 21. maí 2008 13:30 Dýflissan í Austurríki. Kjallarabörn Fritzl fjölskyldunnar í Austurríki eru sögð ótrúlega vel upp alin. Lögfræðingur móðurinnar, Elísabetar segist bera takmarkalausa virðingu fyrir henni, fyrir hvernig henni tókst að vinna úr fangavist sinni. Christopher Herbst talaði við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4. Hann bendir á að Elísabet hafi aðeins verið 18 ára gömul þegar faðir hennar læsti hana niðri í kjallaranum og hóf að nauðga henni. Kenndi það sem hún hafði lært Þarmeð hafi líf hennar sem ungrar stúlku í raun tekið enda. Herbst segir að svo hafi börnin komið eitt af öðru. Elísabet hafi þurft að búa þeim líf í fangavistinni án allrar aðstoðar. Hún brást við með því að kenna þeim allt sem hún hafði lært á sinni stuttu ævi utan dýflissunnar. Hún kenndi þeim að lesa og skrifa, kenndi þeim stærðfræði og það sem hún kunni í öðrum tungumálum og öðrum fögum. Lögfræðingurinn segir að börnin séu kurteis og mjög vel upp alin. Svo virðist sem Elísabet hafi reynt að búa þeim líf með sömu innviðum og reglum og gilda á venjulegum heimilum. Hvað er þrumuveður? Kjallarabörnin eru nú að læra á umheiminn. Christopher Herbst segir frá því hversu furðu lostinn yngsta barnið, hinn sex ára gamli Alex, hafi orðið þegar hann sá þrumuveður í fyrsta skipti. Alex er sex ára og Herbst segir að hann sé kvikur og fyndinn. Stefán bróðir hans sem er 18 ára er meira fyrir sjálfan sig. Hann er hinsvegar kurteis og ótrúlega vel lesinn. Elsta systirin Kerstin sem er 19 ára er enn á sjúkrahúsi, þar sem henni er haldið sofandi í öndunarvél. Nýir fangar Herbst segir að systkinin þrjú sem tekin voru úr kjallaranum við fæðingu og látin búa með Fritzl hjónunum í húsinu, gjaldi frelsi systkina sinna dýru verði. Þótt þau lifðu þar undir járnhæl mannsins sem var bæði afi þeirra og faðir áttu þau ömmu sem elskaði þau og hugsaði vel um þau. Þessi börn eru Lisa sem nú er 16 ára, Monika sem er 14 ára og Alexander sem er 12 ára. Þau gengu í skóla og eignuðust vini. En nú eru það þau sem eru lokuð inni, segir Herbst. Þau geta ekki farið í skólann eða hitt vini sína. Þar veldur miklu um sjúklegur ágangur fjölmiðla. Hver verður framtíðin? Lögfræðingurinn segir að Elísabet sé enn að íhuga hvort þau eigi að taka sér ný nöfn og hverfa. Hún er einnig ennþá að íhuga hvort hún eigi að höfða mál á hendur föður sínum og krefjast fébóta. Yfir henni vofir sjúkrahúsreikningur sem þegar er orðinn yfir 120 milljónir íslenskra króna. Því miður er faðir hennar og nauðgari þegar skuldugur uppfyrir haus. Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Kjallarabörn Fritzl fjölskyldunnar í Austurríki eru sögð ótrúlega vel upp alin. Lögfræðingur móðurinnar, Elísabetar segist bera takmarkalausa virðingu fyrir henni, fyrir hvernig henni tókst að vinna úr fangavist sinni. Christopher Herbst talaði við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4. Hann bendir á að Elísabet hafi aðeins verið 18 ára gömul þegar faðir hennar læsti hana niðri í kjallaranum og hóf að nauðga henni. Kenndi það sem hún hafði lært Þarmeð hafi líf hennar sem ungrar stúlku í raun tekið enda. Herbst segir að svo hafi börnin komið eitt af öðru. Elísabet hafi þurft að búa þeim líf í fangavistinni án allrar aðstoðar. Hún brást við með því að kenna þeim allt sem hún hafði lært á sinni stuttu ævi utan dýflissunnar. Hún kenndi þeim að lesa og skrifa, kenndi þeim stærðfræði og það sem hún kunni í öðrum tungumálum og öðrum fögum. Lögfræðingurinn segir að börnin séu kurteis og mjög vel upp alin. Svo virðist sem Elísabet hafi reynt að búa þeim líf með sömu innviðum og reglum og gilda á venjulegum heimilum. Hvað er þrumuveður? Kjallarabörnin eru nú að læra á umheiminn. Christopher Herbst segir frá því hversu furðu lostinn yngsta barnið, hinn sex ára gamli Alex, hafi orðið þegar hann sá þrumuveður í fyrsta skipti. Alex er sex ára og Herbst segir að hann sé kvikur og fyndinn. Stefán bróðir hans sem er 18 ára er meira fyrir sjálfan sig. Hann er hinsvegar kurteis og ótrúlega vel lesinn. Elsta systirin Kerstin sem er 19 ára er enn á sjúkrahúsi, þar sem henni er haldið sofandi í öndunarvél. Nýir fangar Herbst segir að systkinin þrjú sem tekin voru úr kjallaranum við fæðingu og látin búa með Fritzl hjónunum í húsinu, gjaldi frelsi systkina sinna dýru verði. Þótt þau lifðu þar undir járnhæl mannsins sem var bæði afi þeirra og faðir áttu þau ömmu sem elskaði þau og hugsaði vel um þau. Þessi börn eru Lisa sem nú er 16 ára, Monika sem er 14 ára og Alexander sem er 12 ára. Þau gengu í skóla og eignuðust vini. En nú eru það þau sem eru lokuð inni, segir Herbst. Þau geta ekki farið í skólann eða hitt vini sína. Þar veldur miklu um sjúklegur ágangur fjölmiðla. Hver verður framtíðin? Lögfræðingurinn segir að Elísabet sé enn að íhuga hvort þau eigi að taka sér ný nöfn og hverfa. Hún er einnig ennþá að íhuga hvort hún eigi að höfða mál á hendur föður sínum og krefjast fébóta. Yfir henni vofir sjúkrahúsreikningur sem þegar er orðinn yfir 120 milljónir íslenskra króna. Því miður er faðir hennar og nauðgari þegar skuldugur uppfyrir haus.
Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira