Kjallarabörnin í Austurríki vel upp alin Óli Tynes skrifar 21. maí 2008 13:30 Dýflissan í Austurríki. Kjallarabörn Fritzl fjölskyldunnar í Austurríki eru sögð ótrúlega vel upp alin. Lögfræðingur móðurinnar, Elísabetar segist bera takmarkalausa virðingu fyrir henni, fyrir hvernig henni tókst að vinna úr fangavist sinni. Christopher Herbst talaði við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4. Hann bendir á að Elísabet hafi aðeins verið 18 ára gömul þegar faðir hennar læsti hana niðri í kjallaranum og hóf að nauðga henni. Kenndi það sem hún hafði lært Þarmeð hafi líf hennar sem ungrar stúlku í raun tekið enda. Herbst segir að svo hafi börnin komið eitt af öðru. Elísabet hafi þurft að búa þeim líf í fangavistinni án allrar aðstoðar. Hún brást við með því að kenna þeim allt sem hún hafði lært á sinni stuttu ævi utan dýflissunnar. Hún kenndi þeim að lesa og skrifa, kenndi þeim stærðfræði og það sem hún kunni í öðrum tungumálum og öðrum fögum. Lögfræðingurinn segir að börnin séu kurteis og mjög vel upp alin. Svo virðist sem Elísabet hafi reynt að búa þeim líf með sömu innviðum og reglum og gilda á venjulegum heimilum. Hvað er þrumuveður? Kjallarabörnin eru nú að læra á umheiminn. Christopher Herbst segir frá því hversu furðu lostinn yngsta barnið, hinn sex ára gamli Alex, hafi orðið þegar hann sá þrumuveður í fyrsta skipti. Alex er sex ára og Herbst segir að hann sé kvikur og fyndinn. Stefán bróðir hans sem er 18 ára er meira fyrir sjálfan sig. Hann er hinsvegar kurteis og ótrúlega vel lesinn. Elsta systirin Kerstin sem er 19 ára er enn á sjúkrahúsi, þar sem henni er haldið sofandi í öndunarvél. Nýir fangar Herbst segir að systkinin þrjú sem tekin voru úr kjallaranum við fæðingu og látin búa með Fritzl hjónunum í húsinu, gjaldi frelsi systkina sinna dýru verði. Þótt þau lifðu þar undir járnhæl mannsins sem var bæði afi þeirra og faðir áttu þau ömmu sem elskaði þau og hugsaði vel um þau. Þessi börn eru Lisa sem nú er 16 ára, Monika sem er 14 ára og Alexander sem er 12 ára. Þau gengu í skóla og eignuðust vini. En nú eru það þau sem eru lokuð inni, segir Herbst. Þau geta ekki farið í skólann eða hitt vini sína. Þar veldur miklu um sjúklegur ágangur fjölmiðla. Hver verður framtíðin? Lögfræðingurinn segir að Elísabet sé enn að íhuga hvort þau eigi að taka sér ný nöfn og hverfa. Hún er einnig ennþá að íhuga hvort hún eigi að höfða mál á hendur föður sínum og krefjast fébóta. Yfir henni vofir sjúkrahúsreikningur sem þegar er orðinn yfir 120 milljónir íslenskra króna. Því miður er faðir hennar og nauðgari þegar skuldugur uppfyrir haus. Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira
Kjallarabörn Fritzl fjölskyldunnar í Austurríki eru sögð ótrúlega vel upp alin. Lögfræðingur móðurinnar, Elísabetar segist bera takmarkalausa virðingu fyrir henni, fyrir hvernig henni tókst að vinna úr fangavist sinni. Christopher Herbst talaði við bresku sjónvarpsstöðina Channel 4. Hann bendir á að Elísabet hafi aðeins verið 18 ára gömul þegar faðir hennar læsti hana niðri í kjallaranum og hóf að nauðga henni. Kenndi það sem hún hafði lært Þarmeð hafi líf hennar sem ungrar stúlku í raun tekið enda. Herbst segir að svo hafi börnin komið eitt af öðru. Elísabet hafi þurft að búa þeim líf í fangavistinni án allrar aðstoðar. Hún brást við með því að kenna þeim allt sem hún hafði lært á sinni stuttu ævi utan dýflissunnar. Hún kenndi þeim að lesa og skrifa, kenndi þeim stærðfræði og það sem hún kunni í öðrum tungumálum og öðrum fögum. Lögfræðingurinn segir að börnin séu kurteis og mjög vel upp alin. Svo virðist sem Elísabet hafi reynt að búa þeim líf með sömu innviðum og reglum og gilda á venjulegum heimilum. Hvað er þrumuveður? Kjallarabörnin eru nú að læra á umheiminn. Christopher Herbst segir frá því hversu furðu lostinn yngsta barnið, hinn sex ára gamli Alex, hafi orðið þegar hann sá þrumuveður í fyrsta skipti. Alex er sex ára og Herbst segir að hann sé kvikur og fyndinn. Stefán bróðir hans sem er 18 ára er meira fyrir sjálfan sig. Hann er hinsvegar kurteis og ótrúlega vel lesinn. Elsta systirin Kerstin sem er 19 ára er enn á sjúkrahúsi, þar sem henni er haldið sofandi í öndunarvél. Nýir fangar Herbst segir að systkinin þrjú sem tekin voru úr kjallaranum við fæðingu og látin búa með Fritzl hjónunum í húsinu, gjaldi frelsi systkina sinna dýru verði. Þótt þau lifðu þar undir járnhæl mannsins sem var bæði afi þeirra og faðir áttu þau ömmu sem elskaði þau og hugsaði vel um þau. Þessi börn eru Lisa sem nú er 16 ára, Monika sem er 14 ára og Alexander sem er 12 ára. Þau gengu í skóla og eignuðust vini. En nú eru það þau sem eru lokuð inni, segir Herbst. Þau geta ekki farið í skólann eða hitt vini sína. Þar veldur miklu um sjúklegur ágangur fjölmiðla. Hver verður framtíðin? Lögfræðingurinn segir að Elísabet sé enn að íhuga hvort þau eigi að taka sér ný nöfn og hverfa. Hún er einnig ennþá að íhuga hvort hún eigi að höfða mál á hendur föður sínum og krefjast fébóta. Yfir henni vofir sjúkrahúsreikningur sem þegar er orðinn yfir 120 milljónir íslenskra króna. Því miður er faðir hennar og nauðgari þegar skuldugur uppfyrir haus.
Mál Josef Fritzl Austurríki Erlend sakamál Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Zo-On fær ekki krónu: Kveikt á rafsuðutæki þegar eldurinn kviknaði Innlent „Það er öllu stjórnað með ógn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Rannsaka klámmyndir spjallmennis Musk af táningum Aðgerðasinnar tóku rafmagnið af Berlín Sjá meira