Gengi krónunnar hefur fallið um 2,17prósent eftir nokkuð óbreytta stöðu í morgun. Vísitalan stendur í 156 stigum, sem er svipað ról og hún var á í byrjun mánaðar.
Ein bandaríkjadalur kostar nú 76,8 krónur, ein dönsk króna 16,3 krónur og eitt breskt pund 153 krónur. Þá er evran komin nokkuð yfir 120 krónurnar á ný en hún kostar nú 122 krónur.