Boston komið í 2-0 Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. júní 2008 09:46 Derek Fisher reynir að komast fram hjá PJ Brown í leiknum í nótt. Nordic Photos / Getty Images Nú er ljóst að baráttan um meistaratitilinn í NBA-deildinni mun ráðast á heimavelli Boston Celtics þó svo að LA Lakers vinni alla heimaleiki sína í seríunni. Boston er komið í 2-0 í einvíginu eftir sigur á heimavelli í nótt, 108-102. Boston vann þar með báða heimaleiki sína en næstu þrír leikir fara fram í Los Angeles. Ef með þarf, fara sjötti og sjöundi leikur rimmunnar fram í Boston. Allt útlit var fyrir öruggan sigur Boston í nótt er Lakers náði skyndilega að minnka muninn í tvö stig er tæplega mínúta var til leiksloka. Alls skoraði Lakers 41 stig í fjórða leikhluta og komst á 14-2 sprett undir lokin. Það hefur margoft sýnt sig og sannað í úrslitakeppninni að Paul Pierce er hjarta og sál Boston-liðsins. Hann sá til þess að Lakers náði ekki að stela sigrinum í blálokin og jók muninn aftur í fjögur stig á vítalínunni þegar skammt var til leiksloka. „Við erum með 2-0 forystu og ég er ánægður með sigurinn," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leik. „Ég var bara ekki ánægður með spilamennsku okkar í leiknum." Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Leon Powe átti líka öflugan leik og skoraði 21 stig. Kevin Garnett og Ray Allen voru með sautján hver. Hjá Lakers var Koby Bryant stigahæstur með 30 stig auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Pau Gasol var með sautján stig og Vladimir Radmanovic þrettán en báðir voru þeir með tíu fráköst. NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira
Nú er ljóst að baráttan um meistaratitilinn í NBA-deildinni mun ráðast á heimavelli Boston Celtics þó svo að LA Lakers vinni alla heimaleiki sína í seríunni. Boston er komið í 2-0 í einvíginu eftir sigur á heimavelli í nótt, 108-102. Boston vann þar með báða heimaleiki sína en næstu þrír leikir fara fram í Los Angeles. Ef með þarf, fara sjötti og sjöundi leikur rimmunnar fram í Boston. Allt útlit var fyrir öruggan sigur Boston í nótt er Lakers náði skyndilega að minnka muninn í tvö stig er tæplega mínúta var til leiksloka. Alls skoraði Lakers 41 stig í fjórða leikhluta og komst á 14-2 sprett undir lokin. Það hefur margoft sýnt sig og sannað í úrslitakeppninni að Paul Pierce er hjarta og sál Boston-liðsins. Hann sá til þess að Lakers náði ekki að stela sigrinum í blálokin og jók muninn aftur í fjögur stig á vítalínunni þegar skammt var til leiksloka. „Við erum með 2-0 forystu og ég er ánægður með sigurinn," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston eftir leik. „Ég var bara ekki ánægður með spilamennsku okkar í leiknum." Pierce var stigahæstur hjá Boston með 28 stig auk þess sem hann gaf átta stoðsendingar. Hann hitti úr öllum fjórum þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Leon Powe átti líka öflugan leik og skoraði 21 stig. Kevin Garnett og Ray Allen voru með sautján hver. Hjá Lakers var Koby Bryant stigahæstur með 30 stig auk þess sem hann var með átta stoðsendingar. Pau Gasol var með sautján stig og Vladimir Radmanovic þrettán en báðir voru þeir með tíu fráköst.
NBA Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Sjá meira