Umfjöllun: Hart barist í grannaslag Vals og Fram Ómar Þorgeirsson skrifar 25. nóvember 2009 20:59 Það var hart tekist á í Vodafonehöllinni í kvöld. Mynd/Vilhelm Það vantar sjaldan upp á baráttuna þegar erkifjendurnir Valur og Fram mætast í kappleikjum og leikur Vals og Fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var hörkuspennandi og endaði með jafntefli, 21-21, en staðan var 11-10 Val í vil í hálfleik. Gestirnir í Fram mættu hins vegar betur stemdari til leiks í vægast sagt kaflaskiptum fyrri hálfleik og komust fljótlega í 1-5 forystu. Það reyndist aftur á móti skammgóður vermir því Valsstúlkur hrukku þá í gang og skoruðu hvorki fleiri né færri en átta mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-5. Markvörðuinn Íris Björk Símonardóttir sá þó til þess að Fram náði að klóra sig aftur inn í leikinn en hún varði 18 skot í skrautlegum fyrri hálfleiknum. Staðan var 11-10 Val í vil þegar hálfleiksflautan gall og leikmenn gáfu ekkert eftir eins og gjarnan tíðkast þegar þessi lið mætast. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi en Fram var þó skrefinu á undan lengi vel og staðan var til að mynda 17-19 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Munurinn var enn tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir á leikklukkunni en þá fylgdu tvö mörk í röð hjá Val. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Hildur Þorgeirsdóttir kom Fram í 20-21 og gestirnir í fínni stöðu til þess að hirða þau stig sem í boði voru en Kristín Guðmundsdóttir var á öðru máli og jafnaði leikinn 21-21 og það reyndist niðurstaðan. Bæði lið voru að spila góða vörn og fengu í kjölfarið fína markvörslu en sóknarleikur liðanna var frekar tilviljunarkenndur og lítið um hraðaupphlaup miðað við að bæði liðin eru með mjög hraða leikmenn í sínum röðum. Valur er enn taplaust í deildinni og aðeins stigi á eftir toppliði Stjörnunnar en Fram er svo stigi á eftir Val. Leikurinn í kvöld undirstrikar annars bara enn og aftur þá hörðu baráttu sem á eftir að vera í toppslag N1-deildar kvenna og fróðlegt að sjá hvaða lið mun reynast hlutskarpast þegar upp er staðið.Tölfræðin:Valur-Fram 21-21 (11-10)Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 4 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 4/1 (11/3), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (7), Katrín Andrésdóttir 3 (7/1), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 (21/4, 43%)Hraðaupphlaup: 3 (Íris Ásta, Hildigunnur, Kristín)Fiskuð víti: 4 (Rebekka Rut 2, Hildigunnur, Anna Úrsúla)Utan vallar: 10 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 5/3 (13/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (6), Stella Sigurðardóttir 4/1 (14/2), Pavla Nevarilova 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 2 (3).Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 25/1 (21/1, 53%).Hraðaupphlaup: 4 (Marthe 2, Karen, Pavla)Fiskuð víti: 6 (Pavla 4, Anna María, Marthe)Utan vallar: 8 mínútur Olís-deild kvenna Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Það vantar sjaldan upp á baráttuna þegar erkifjendurnir Valur og Fram mætast í kappleikjum og leikur Vals og Fram í N1-deild kvenna í handbolta í kvöld var engin undantekning. Leikurinn var hörkuspennandi og endaði með jafntefli, 21-21, en staðan var 11-10 Val í vil í hálfleik. Gestirnir í Fram mættu hins vegar betur stemdari til leiks í vægast sagt kaflaskiptum fyrri hálfleik og komust fljótlega í 1-5 forystu. Það reyndist aftur á móti skammgóður vermir því Valsstúlkur hrukku þá í gang og skoruðu hvorki fleiri né færri en átta mörk í röð og breyttu stöðunni í 9-5. Markvörðuinn Íris Björk Símonardóttir sá þó til þess að Fram náði að klóra sig aftur inn í leikinn en hún varði 18 skot í skrautlegum fyrri hálfleiknum. Staðan var 11-10 Val í vil þegar hálfleiksflautan gall og leikmenn gáfu ekkert eftir eins og gjarnan tíðkast þegar þessi lið mætast. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn og spennandi en Fram var þó skrefinu á undan lengi vel og staðan var til að mynda 17-19 þegar um tíu mínútur lifðu leiks. Munurinn var enn tvö mörk þegar fimm mínútur voru eftir á leikklukkunni en þá fylgdu tvö mörk í röð hjá Val. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Hildur Þorgeirsdóttir kom Fram í 20-21 og gestirnir í fínni stöðu til þess að hirða þau stig sem í boði voru en Kristín Guðmundsdóttir var á öðru máli og jafnaði leikinn 21-21 og það reyndist niðurstaðan. Bæði lið voru að spila góða vörn og fengu í kjölfarið fína markvörslu en sóknarleikur liðanna var frekar tilviljunarkenndur og lítið um hraðaupphlaup miðað við að bæði liðin eru með mjög hraða leikmenn í sínum röðum. Valur er enn taplaust í deildinni og aðeins stigi á eftir toppliði Stjörnunnar en Fram er svo stigi á eftir Val. Leikurinn í kvöld undirstrikar annars bara enn og aftur þá hörðu baráttu sem á eftir að vera í toppslag N1-deildar kvenna og fróðlegt að sjá hvaða lið mun reynast hlutskarpast þegar upp er staðið.Tölfræðin:Valur-Fram 21-21 (11-10)Mörk Vals (skot): Kristín Guðmundsdóttir 4 (8), Hrafnhildur Skúladóttir 4/1 (11/3), Ágústa Edda Björnsdóttir 3 (7), Katrín Andrésdóttir 3 (7/1), Hildigunnur Einarsdóttir 2 (2), Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 2 (3), Íris Ásta Pétursdóttir 2 (5).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir 16 (21/4, 43%)Hraðaupphlaup: 3 (Íris Ásta, Hildigunnur, Kristín)Fiskuð víti: 4 (Rebekka Rut 2, Hildigunnur, Anna Úrsúla)Utan vallar: 10 mínúturMörk Fram (skot): Karen Knútsdóttir 5/3 (13/4), Guðrún Þóra Hálfdánardóttir 4 (6), Stella Sigurðardóttir 4/1 (14/2), Pavla Nevarilova 2 (2), Ásta Birna Gunnarsdóttir 2 (3), Hildur Þorgeirsdóttir 2 (3), Marthe Sördal 2 (3).Varin skot: Írís Björk Símonardóttir 25/1 (21/1, 53%).Hraðaupphlaup: 4 (Marthe 2, Karen, Pavla)Fiskuð víti: 6 (Pavla 4, Anna María, Marthe)Utan vallar: 8 mínútur
Olís-deild kvenna Mest lesið Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 24-23 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Dagur fagnaði sigri á móti Faxa EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Einar í ræktina en fær ekki að æfa með hópnum Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti