Treysti ekki Kaupþingsmönnum 3. febrúar 2009 18:50 Tony Shearer, fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander, á fundi þingnefndar í morgun. Fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander fullyrti við breska fjármálaeftirlitið að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir ummælin höfð eftir manni sem sé bitur eftir brottrekstur. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing keypti bankann 2005. Hann bar í morgun vitni fyrir breskri þingnefnd og sagðist hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Hann hafi sjálfur hafnað góðu atvinnutilboði frá þeim. Hann hafi talið rekstur Kaupþings á Íslandi gagnrýniverðan og stjórn bankans einsleita. Nær einvörðungu skipaða ungum Íslendingum sem hefðu verið vel menntaðir en reynslulitlir. Hann hafi varað fjármálaeftirlitið við en síðan orðið að tryggja hag hluthafa og fá gott verð fyrir bankann. Hann og stjórnarformaður bankans hafi sagt við Sigurð Einarsson þáverandi stjórnarformann Kaupþings að þeir myndu ekki þyggja hlutabréf í Kaupþingi sem greiðslu fyrir Singer & Friedlander, aðeins beinharða peninga því þeir treystu stjórnendum Kaupþings einfaldlega ekki. Samkvæmt uppgjörum hafi stjórnendur fengið 90 milljónir punda í lán til kaupa á hlutafé í eigin félagi og helmingurinn af gróða Kaupþings hafi komið til útaf gengishagnaði vegna hlautabréfakaupa og fjárfestingum. Tekjur vegna þess sem Shearer teldi venjulega bankastarfsemi hafi verið innan við 10% af heildartekjum samstæðunnar. Eins hafi viðvörunarbjöllur hringt þegar einn fulltrúi kaupenda hafi hringt í hann í janúar 2005 til að spyrja hvers vegna verð á bréfum í Singer & Friedlander hafi skyndilega hækkað á tveimur dögum. Shearer hafi þá skellt upp úr og bent þeim sem hringdi á að Sigurður Einarsson hefði veitt viðtal nokkrum dögum áður og gert grein fyrir því að hann ætlaði að bjóða í Singer & Friedlander. Því hafi ekki þurft að koma á óvart að verð á bréfum hækkaði. Sigurður segir að ummælin verði að skoðast í því ljósi að Shearer hafi verið sagt upp eftir yfirtökuna og hann tekið því illa. Hann hafi hafnað tilboði um tímabundna vinnu. Kaupþing hafi eftir þetta orðið að taka til eftir fyrri stjórnendur sem hafi fengið á sig alvarlegar athugasemdir frá breska fjármálaeftirlitinu. Það hafi einnig skoðað Kaupþing rækilega í tvígang án athugasemda og vísi á bug ávirðingum Shearers. Hvað varði tölur um gengishagnað fari Shearer með rangt mál. Hann hafi verið um þriðjungur af hagnaði bankans. Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Fyrrverandi forstjóri Singer & Friedlander fullyrti við breska fjármálaeftirlitið að stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings segir ummælin höfð eftir manni sem sé bitur eftir brottrekstur. Tony Shearer var forstjóri Singer & Friedlander þegar Kaupþing keypti bankann 2005. Hann bar í morgun vitni fyrir breskri þingnefnd og sagðist hafa varað breska fjármálaeftirlitið við því að leyfa yfirtökuna fjórum mánuðum áður en af henni varð því stjórnendur Kaupþings væru ekki hæfir til að reka banka í Bretlandi. Hann hafi sjálfur hafnað góðu atvinnutilboði frá þeim. Hann hafi talið rekstur Kaupþings á Íslandi gagnrýniverðan og stjórn bankans einsleita. Nær einvörðungu skipaða ungum Íslendingum sem hefðu verið vel menntaðir en reynslulitlir. Hann hafi varað fjármálaeftirlitið við en síðan orðið að tryggja hag hluthafa og fá gott verð fyrir bankann. Hann og stjórnarformaður bankans hafi sagt við Sigurð Einarsson þáverandi stjórnarformann Kaupþings að þeir myndu ekki þyggja hlutabréf í Kaupþingi sem greiðslu fyrir Singer & Friedlander, aðeins beinharða peninga því þeir treystu stjórnendum Kaupþings einfaldlega ekki. Samkvæmt uppgjörum hafi stjórnendur fengið 90 milljónir punda í lán til kaupa á hlutafé í eigin félagi og helmingurinn af gróða Kaupþings hafi komið til útaf gengishagnaði vegna hlautabréfakaupa og fjárfestingum. Tekjur vegna þess sem Shearer teldi venjulega bankastarfsemi hafi verið innan við 10% af heildartekjum samstæðunnar. Eins hafi viðvörunarbjöllur hringt þegar einn fulltrúi kaupenda hafi hringt í hann í janúar 2005 til að spyrja hvers vegna verð á bréfum í Singer & Friedlander hafi skyndilega hækkað á tveimur dögum. Shearer hafi þá skellt upp úr og bent þeim sem hringdi á að Sigurður Einarsson hefði veitt viðtal nokkrum dögum áður og gert grein fyrir því að hann ætlaði að bjóða í Singer & Friedlander. Því hafi ekki þurft að koma á óvart að verð á bréfum hækkaði. Sigurður segir að ummælin verði að skoðast í því ljósi að Shearer hafi verið sagt upp eftir yfirtökuna og hann tekið því illa. Hann hafi hafnað tilboði um tímabundna vinnu. Kaupþing hafi eftir þetta orðið að taka til eftir fyrri stjórnendur sem hafi fengið á sig alvarlegar athugasemdir frá breska fjármálaeftirlitinu. Það hafi einnig skoðað Kaupþing rækilega í tvígang án athugasemda og vísi á bug ávirðingum Shearers. Hvað varði tölur um gengishagnað fari Shearer með rangt mál. Hann hafi verið um þriðjungur af hagnaði bankans.
Viðskipti Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira