Landsbankinn og Glitnir grunaðir um allsherjar markaðsmisnotkun Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 5. nóvember 2009 18:36 Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. Um miðjan síðasta mánuð fréttist að Fjármálaeftirlitið hefði sent mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar Fjármálaeftirlitið nú meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun hinna viðskiptabankanna, Glitnis og Landsbankans. Grunur leikur á að bankarnir hafi með kerfisbundnum hætti reynt að hafa áhrif á eigið hlutabréfaverð og þannig sent röng skilaboð til markaðarins um raunvirði bréfanna. Lögum samkvæmt máttu bankarnir ekki eiga meira en 10% í sjálfum sér. Því hafi verið algengt að bankarnir keyptu bréfin á veltubók og seldu þau síðan til vildar-viðskiptavina gegn lánum frá sjálfum sér, sem voru oftast með veðum í bréfunum. Ljóst er að upphæðirnar í þessum viðskiptum voru langhæstar hjá Kaupþingi, enda bankinn stærstur. Hann fjármagnaði t.a.m. um helming hlutabréfa í bankanum með þessum hætti. Ábyrðin liggur hjá stjórnendum bankanna sem mótuðu stefnuna en viðurlög við markaðsmisnotkun geta varðað allt að sex ára fangelsi. Heimildir fréttastofu herma að ýmis smærri mál tengist rannsókn Fjármálaeftirlitsins, m.a. meint markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun. Þá mun Stím-málið einnig vera til skoðunar í þessu samhengi en það var í meirihlutaeigu Glitnis. Félagið keypti 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Ekki fengust upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um hversu langt rannsóknin er komin. Stím málið Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira
Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. Um miðjan síðasta mánuð fréttist að Fjármálaeftirlitið hefði sent mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar Fjármálaeftirlitið nú meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun hinna viðskiptabankanna, Glitnis og Landsbankans. Grunur leikur á að bankarnir hafi með kerfisbundnum hætti reynt að hafa áhrif á eigið hlutabréfaverð og þannig sent röng skilaboð til markaðarins um raunvirði bréfanna. Lögum samkvæmt máttu bankarnir ekki eiga meira en 10% í sjálfum sér. Því hafi verið algengt að bankarnir keyptu bréfin á veltubók og seldu þau síðan til vildar-viðskiptavina gegn lánum frá sjálfum sér, sem voru oftast með veðum í bréfunum. Ljóst er að upphæðirnar í þessum viðskiptum voru langhæstar hjá Kaupþingi, enda bankinn stærstur. Hann fjármagnaði t.a.m. um helming hlutabréfa í bankanum með þessum hætti. Ábyrðin liggur hjá stjórnendum bankanna sem mótuðu stefnuna en viðurlög við markaðsmisnotkun geta varðað allt að sex ára fangelsi. Heimildir fréttastofu herma að ýmis smærri mál tengist rannsókn Fjármálaeftirlitsins, m.a. meint markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun. Þá mun Stím-málið einnig vera til skoðunar í þessu samhengi en það var í meirihlutaeigu Glitnis. Félagið keypti 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Ekki fengust upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um hversu langt rannsóknin er komin.
Stím málið Mest lesið Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Sjá meira