Landsbankinn og Glitnir grunaðir um allsherjar markaðsmisnotkun Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar 5. nóvember 2009 18:36 Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. Um miðjan síðasta mánuð fréttist að Fjármálaeftirlitið hefði sent mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar Fjármálaeftirlitið nú meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun hinna viðskiptabankanna, Glitnis og Landsbankans. Grunur leikur á að bankarnir hafi með kerfisbundnum hætti reynt að hafa áhrif á eigið hlutabréfaverð og þannig sent röng skilaboð til markaðarins um raunvirði bréfanna. Lögum samkvæmt máttu bankarnir ekki eiga meira en 10% í sjálfum sér. Því hafi verið algengt að bankarnir keyptu bréfin á veltubók og seldu þau síðan til vildar-viðskiptavina gegn lánum frá sjálfum sér, sem voru oftast með veðum í bréfunum. Ljóst er að upphæðirnar í þessum viðskiptum voru langhæstar hjá Kaupþingi, enda bankinn stærstur. Hann fjármagnaði t.a.m. um helming hlutabréfa í bankanum með þessum hætti. Ábyrðin liggur hjá stjórnendum bankanna sem mótuðu stefnuna en viðurlög við markaðsmisnotkun geta varðað allt að sex ára fangelsi. Heimildir fréttastofu herma að ýmis smærri mál tengist rannsókn Fjármálaeftirlitsins, m.a. meint markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun. Þá mun Stím-málið einnig vera til skoðunar í þessu samhengi en það var í meirihlutaeigu Glitnis. Félagið keypti 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Ekki fengust upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um hversu langt rannsóknin er komin. Stím málið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fjármálaeftirlitið rannsakar grun um að stjórnendur Landsbankans og Glitnis hafi staðið fyrir allsherjar markaðsmisnotkun. Bankarnir hafi blekkt markaðinn með því að lána fyrir hlutabréfakaupum með veði í bréfunum sjálfum og þannig haldið verði á þeim uppi. Um miðjan síðasta mánuð fréttist að Fjármálaeftirlitið hefði sent mál um meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun Kaupþings til sérstaks saksóknara. Samkvæmt heimildum fréttastofu rannsakar Fjármálaeftirlitið nú meinta allsherjarmarkaðsmisnotkun hinna viðskiptabankanna, Glitnis og Landsbankans. Grunur leikur á að bankarnir hafi með kerfisbundnum hætti reynt að hafa áhrif á eigið hlutabréfaverð og þannig sent röng skilaboð til markaðarins um raunvirði bréfanna. Lögum samkvæmt máttu bankarnir ekki eiga meira en 10% í sjálfum sér. Því hafi verið algengt að bankarnir keyptu bréfin á veltubók og seldu þau síðan til vildar-viðskiptavina gegn lánum frá sjálfum sér, sem voru oftast með veðum í bréfunum. Ljóst er að upphæðirnar í þessum viðskiptum voru langhæstar hjá Kaupþingi, enda bankinn stærstur. Hann fjármagnaði t.a.m. um helming hlutabréfa í bankanum með þessum hætti. Ábyrðin liggur hjá stjórnendum bankanna sem mótuðu stefnuna en viðurlög við markaðsmisnotkun geta varðað allt að sex ára fangelsi. Heimildir fréttastofu herma að ýmis smærri mál tengist rannsókn Fjármálaeftirlitsins, m.a. meint markaðsmisnotkun í viðskiptum Imons, félags í eigu Magnúsar Ármanns, og Landsbankans við kaup á 4% hlut í bankanum rétt fyrir hrun. Þá mun Stím-málið einnig vera til skoðunar í þessu samhengi en það var í meirihlutaeigu Glitnis. Félagið keypti 4,3 prósenta hlut í Glitni fyrir 16,4 milljarða króna. Ekki fengust upplýsingar frá Fjármálaeftirlitinu um hversu langt rannsóknin er komin.
Stím málið Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira