Umfjöllun: Valsstúlkur enn á sigurbraut Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. nóvember 2009 16:30 Mynd/Arnþór Valur tók á móti Fylki að Hlíðarenda í N1-deild kvenna í dag. Heimastúlkur sigruðu gestina örugglega, 28-19. Fyrir leikinn höfðu Valsstúlkur unnið alla sína leiki og með fullt hús stiga. Það varð engin breyting þar á í dag og allt eftir bókinni. Fylkir þurfti á sigri að halda til að komast nær toppliðunum en eins og við mátti búast reyndist Valur allt of stór biti fyrir gestina. Fylkisstúlkur mættu grimmar til leiks og leiddu leikinn fyrstu tuttugu minúturnar. Flottur sóknarleikur og sterk vörn komu heimastúlkum í opna skjöldu. Valur var að gera klaufamistök, lélegar sendingar og sóknarleikurinn ósannfærandi á tímabili. En eftir að Valur jafnaði leikinn þá voru þær loks komnar í gang og leiddu í hálfleik, 13-10. Heimastúlkur héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og var aldrei hætta á öðru en þær færu með öll stigin úr þessum leik. Liðið kom mun ákveðnara og baráttuglaðara út eftir leikhlé. Vörnin var mjög góð og skoruðu gestirnir ekki nema þrjú mörk fyrstu þrettán mínúturnar í síðari hálfleik. Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega en eftir að þær gáfu forystuna þá var ekki aftur snúið fyrir þær. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður gestanna hélt þeim þó inn í leiknum með góðum markvörslum. Það virtist sem þær höfðu ekki nógu mikla trú á verkefninu og heimastúlkur rúlluðu yfir þær í lokin. Lokatölur sem fyrr segir, 28-19. Valur - Fylkir 28 - 19 (13-10) Mörk Vals (skot): Rebekka Rut Skúladóttir 4(6), Kristín Guðmundsdóttir 4(8), Hrafnhildur Skúladóttir 3(9), Hildigunnur Einarsdóttir 3(6), Íris Ásta Pétursdóttir 3(5), Ágústa Edda Björnsdóttir 1(3), Anna Guðmundsdóttir 1(1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir: 11/2, Sunneva Einarsdóttir 2.Hraðaupphlaup: Íris Ásta 2, Hildigunnur, Hrafnhildur, Katrín Andrésdóttir, Elsa Rut.Fiskuð víti: Anna Ursúla 2, Katrín Andrésar, Rebekka Rut, Hildigunnur, Hranfhildur, Elsa Rut.Utan vallar: 8. mín. Mörk Fylkis (skot): Sunna Jónsdóttir 7(17), Sunnar María Einarsdóttir 3(8), Sigríður Hauksdóttir 3(4), Ela Kowal 3(4), Hildur Harðardóttir 2( 5), Elín Helga Jónsdóttir 1(3).Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir: 15.Hraðaupphlaup: Sigríður Hauksdóttir.Fiskuð víti: Ela Kowal, Sigríður Hauksdóttir, Elín Helga Jóndsóttir, Sunnar María Einarsdóttir.Utan vallar: 6 mín Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, áttu fínan dag. Olís-deild kvenna Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira
Valur tók á móti Fylki að Hlíðarenda í N1-deild kvenna í dag. Heimastúlkur sigruðu gestina örugglega, 28-19. Fyrir leikinn höfðu Valsstúlkur unnið alla sína leiki og með fullt hús stiga. Það varð engin breyting þar á í dag og allt eftir bókinni. Fylkir þurfti á sigri að halda til að komast nær toppliðunum en eins og við mátti búast reyndist Valur allt of stór biti fyrir gestina. Fylkisstúlkur mættu grimmar til leiks og leiddu leikinn fyrstu tuttugu minúturnar. Flottur sóknarleikur og sterk vörn komu heimastúlkum í opna skjöldu. Valur var að gera klaufamistök, lélegar sendingar og sóknarleikurinn ósannfærandi á tímabili. En eftir að Valur jafnaði leikinn þá voru þær loks komnar í gang og leiddu í hálfleik, 13-10. Heimastúlkur héldu uppteknum hætti í seinni hálfleik og var aldrei hætta á öðru en þær færu með öll stigin úr þessum leik. Liðið kom mun ákveðnara og baráttuglaðara út eftir leikhlé. Vörnin var mjög góð og skoruðu gestirnir ekki nema þrjú mörk fyrstu þrettán mínúturnar í síðari hálfleik. Gestirnir byrjuðu leikinn frábærlega en eftir að þær gáfu forystuna þá var ekki aftur snúið fyrir þær. Guðrún Ósk Maríasdóttir, markvörður gestanna hélt þeim þó inn í leiknum með góðum markvörslum. Það virtist sem þær höfðu ekki nógu mikla trú á verkefninu og heimastúlkur rúlluðu yfir þær í lokin. Lokatölur sem fyrr segir, 28-19. Valur - Fylkir 28 - 19 (13-10) Mörk Vals (skot): Rebekka Rut Skúladóttir 4(6), Kristín Guðmundsdóttir 4(8), Hrafnhildur Skúladóttir 3(9), Hildigunnur Einarsdóttir 3(6), Íris Ásta Pétursdóttir 3(5), Ágústa Edda Björnsdóttir 1(3), Anna Guðmundsdóttir 1(1).Varin skot: Berglind Íris Hansdóttir: 11/2, Sunneva Einarsdóttir 2.Hraðaupphlaup: Íris Ásta 2, Hildigunnur, Hrafnhildur, Katrín Andrésdóttir, Elsa Rut.Fiskuð víti: Anna Ursúla 2, Katrín Andrésar, Rebekka Rut, Hildigunnur, Hranfhildur, Elsa Rut.Utan vallar: 8. mín. Mörk Fylkis (skot): Sunna Jónsdóttir 7(17), Sunnar María Einarsdóttir 3(8), Sigríður Hauksdóttir 3(4), Ela Kowal 3(4), Hildur Harðardóttir 2( 5), Elín Helga Jónsdóttir 1(3).Varin skot: Guðrún Ósk Maríasdóttir: 15.Hraðaupphlaup: Sigríður Hauksdóttir.Fiskuð víti: Ela Kowal, Sigríður Hauksdóttir, Elín Helga Jóndsóttir, Sunnar María Einarsdóttir.Utan vallar: 6 mín Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, áttu fínan dag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Enski boltinn Fleiri fréttir Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Sjá meira