Semja um flutninga vatns til fleiri landa Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar: skrifar 20. maí 2009 08:25 Sendiherra íslenska vatnsins. John K. Sheppard, sem tekið hefur við forstjórastóli Icelandic Water Holdings af Jóni Ólafssyni, segir nauðsynlegt að frumkvöðlar viti hvenær færa þurfi fyrirtæki yfir á annað stig. Mynd/Anton „Ímynd skiptir öllu máli á vatnsmarkaðnum," segir John K. Sheppard, nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið vatn í drykkjarflöskum á jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial og selur um heim allan. Sheppard segir mikla samkeppni ríkja á vatnsmarkaðnum, ekki síst í Bandaríkjunum. Fyrirtækin einbeiti sér að því að flagga ímyndinni og lögun flasknanna, ekki síst í efri gæðaflokkum þar sem Icelandic Glacial hefur komið sér fyrir. Sem dæmi eru umbúðir íslenska vatnsins þykkar og traustar en ódýrara vatns mun þynnri. Endurunnið, síað vatn er svo í þynnstu flöskunum. „Þegar bandarískir neytendur drekka vatnið okkar upplifa þeir spennu. Íslandi er - í það minnsta í hugum Bandaríkjamanna - þekkt fyrir kulda og hreinleika. Svo er það langt í burtu. Vatnið frá Fiji (innskot: helsti keppinautur Icelandic Glacial) minnir á Kyrrahafseyjar. Það er ekkert sérlega frískandi tilhugsun í hita," bendir Sheppard á. Sheppard býr yfir um kvartaldarreynslu í drykkjarvörugeiranum. Hann var forstjóri Evrópudeildar Coca-Cola beggja vegna járntjaldsins í nítján ár, þar á meðal var Ísland innan markaðssvæðis hans um tíma. Eftir það stýrði hann um fjögurra ára skeið drykkjarvörurisanum Cott Corporation, sem framleiðir gosdrykki fyrir stórmarkaði. Hann er þekktur fyrir góðan árangur og skilar af sér margfaldri söluaukningu. En samkeppnin er hörð. Fyrir eru heimsþekkt nöfn í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, sem flagga fjölmörgum drykkjum. Stærst eru Nestlé, Pepsi og Coca-Cola, sem gnæfa yfir aðra á vatnsmarkaðnum. Icelandic Glacial nýtur samneytis við bandaríska drykkjarvörurisann Anheuser-Busch, sem keypti fimmtungshlut í því fyrir tveimur árum og sér um dreifingu vatnsins í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Sheppard segir síðastliðin tvö ár hafa verið mjög góð fyrir Icelandic Water Holdings. Íslenska vatnið hafi rutt sér braut inn á nýja markaði af krafti og fram undan sé mikið landnám. Fyrirtækið kynnti fyrir skömmu samning um sölu á átöppuðu vatni í vélum Icelandic Group auk þess sem samningar standa yfir við fleiri flugfélög og um sölu á vatninu í skemmtiferðaskipum. Þá er landnám víðar á teikniborðinu, svo sem í Mexíkó, Kína, á Karíbahafseyjunum, í Suður-Ameríku og víðar. Markaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
„Ímynd skiptir öllu máli á vatnsmarkaðnum," segir John K. Sheppard, nýráðinn forstjóri Icelandic Water Holdings. Eins og kunnugt er framleiðir fyrirtækið vatn í drykkjarflöskum á jörðinni Hlíðarenda í Ölfusi við Þorlákshöfn undir merkjum Icelandic Glacial og selur um heim allan. Sheppard segir mikla samkeppni ríkja á vatnsmarkaðnum, ekki síst í Bandaríkjunum. Fyrirtækin einbeiti sér að því að flagga ímyndinni og lögun flasknanna, ekki síst í efri gæðaflokkum þar sem Icelandic Glacial hefur komið sér fyrir. Sem dæmi eru umbúðir íslenska vatnsins þykkar og traustar en ódýrara vatns mun þynnri. Endurunnið, síað vatn er svo í þynnstu flöskunum. „Þegar bandarískir neytendur drekka vatnið okkar upplifa þeir spennu. Íslandi er - í það minnsta í hugum Bandaríkjamanna - þekkt fyrir kulda og hreinleika. Svo er það langt í burtu. Vatnið frá Fiji (innskot: helsti keppinautur Icelandic Glacial) minnir á Kyrrahafseyjar. Það er ekkert sérlega frískandi tilhugsun í hita," bendir Sheppard á. Sheppard býr yfir um kvartaldarreynslu í drykkjarvörugeiranum. Hann var forstjóri Evrópudeildar Coca-Cola beggja vegna járntjaldsins í nítján ár, þar á meðal var Ísland innan markaðssvæðis hans um tíma. Eftir það stýrði hann um fjögurra ára skeið drykkjarvörurisanum Cott Corporation, sem framleiðir gosdrykki fyrir stórmarkaði. Hann er þekktur fyrir góðan árangur og skilar af sér margfaldri söluaukningu. En samkeppnin er hörð. Fyrir eru heimsþekkt nöfn í matvæla- og drykkjarvörugeiranum, sem flagga fjölmörgum drykkjum. Stærst eru Nestlé, Pepsi og Coca-Cola, sem gnæfa yfir aðra á vatnsmarkaðnum. Icelandic Glacial nýtur samneytis við bandaríska drykkjarvörurisann Anheuser-Busch, sem keypti fimmtungshlut í því fyrir tveimur árum og sér um dreifingu vatnsins í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Sheppard segir síðastliðin tvö ár hafa verið mjög góð fyrir Icelandic Water Holdings. Íslenska vatnið hafi rutt sér braut inn á nýja markaði af krafti og fram undan sé mikið landnám. Fyrirtækið kynnti fyrir skömmu samning um sölu á átöppuðu vatni í vélum Icelandic Group auk þess sem samningar standa yfir við fleiri flugfélög og um sölu á vatninu í skemmtiferðaskipum. Þá er landnám víðar á teikniborðinu, svo sem í Mexíkó, Kína, á Karíbahafseyjunum, í Suður-Ameríku og víðar.
Markaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira