Jafntefli í háspennuleik á Akureyri 4. mars 2009 18:45 Akureyri og HK gerðu 25-25 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Vísir var á staðnum og fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu. Árni Sigtryggsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri en þeir Valdimar Þórsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson fimm hvor fyrir HK. Einhver læti voru í lok leiksins og Akureyri fékk aukakast við miðju. Árni reyndi skot sem fór í varnarvegginn. 20:22 - HK jafnar á lokasekúndunni! Ótrúlegar lokamínútur. Ásbjörn skoraði úr horninu. Lokatölur leiksins 25-25 jafntefli. 20:21 - Gusic kemur Akureyri yfir 25-24 þegar 45 sekúndur eru eftir. 20:20 - Akureyri jafnar, Andri Snær úr horninu. Gríðarleg stemning í húsinu. Ein og hálf eftir. Akureyri vinnur boltann þegar ein mínúta er eftir. 20:18 - Goran Gusic skorar úr víti og minnkar muninn í eitt mark á Akureyri. 23-24, tvær og hálf eftir. 20:16 - Hörður minnkar muninn aftur í tvö mörk fyrir Akureyri þegar þrjár og hálf lifa leiks. Þetta er að takast hjá HK. 20:13 - Spenna norðan heiða. HK er tveimur mörkum yfir 21-23 þegar fimm mínútur eru eftir. Andri Snær var að minnka muninn fyrir heimamenn. 20:11 - Akureyri tekur leikhlé þegar átta mínútur lifa leiks. Staðan er 19-22 og útlitið gott fyrir Kópavogsbúa. 20:08 - Hörður Flóki heldur Akureyri inni í leiknum. HK er þó þremur mörkum yfir, 19-22 20:04 - Valdimar Þórsson skorar með langskoti sem fór í stöngina og inn. HK komið þremur mörkum yfir 17-20. 20:00 - HK hefur forystu 17-18. Ásbjörn Stefánsson skorar úr horninu. Einn lykilmanna Akureyrar, Andri Snær Stefánsson, á við einhver meiðsli að stríða 19:57 - Akureyri minnkar muninn í 16-17. Mistök á báða bóga og hægur sóknarleikur. 19:52 - Enn skorar Ragnar og HK leiðir með tveimur mörkum, 14-16. Sókn Akureyringa er afar þunglamaleg. HK er í sókn. Fimm mínútur búnar og Árni jafnar fyrir Akureyri. 14-14 en Ragnar kemur HK aftur einu marki yfir. 19:48 - HK kemst yfir með marki frá Brynjari úr hraðaupphlaupi. 13-14. HK hefur jafnað í 13-13. Fyrst skoraði Gunnar Steinn, Sveinbjörn varði síðan og Ragnar Hjaltested jafnaði. Fjórar mínútur búnar af seinni hálfleik. 19:44 - Síðari hálfleikur er hafinn. HK-menn byrjuðu með boltann en tókst ekki að jafna leikinn. Þess í stað var það Rúnar þjálfari heimamanna sem skoraði og kom Akureyri í 13-11. 19:30 - Það er kominn hálfleikur á Akureyri. Staðan er 12-11 fyrir heimamenn sem hafa verið skrefinu á undan allan hálfleikinn. Hafþór Einarsson markmaður þeirra hefur varið átta skot en Sveinbjörn í marki HK fjögur. Árni Sigtryggsson og Hörður Fannar hafa skorað þrjú mörk fyrir Aureyri en Ólafur, Valdimar og Brynjar hafa skorað þrjú fyrir HK. Brynjar Hreggviðsson minnkar muninn í 11-10 eftir mistök Akureyringa. Tvær og hálf mínúta í hálfleik. Valdimar er farinn að hitna og jafnar leikinn í 11-11 þegar ein mínúta er til hálfleiks. 19:25 - Eftir 25 mínútur er staðan 10-9. Oddur skoraði úr hraðaupphlaupi fyrir Akureyri en Valdimar svaraði fyrir HK með góðu skoti. Staðan er nú 9-8. Einar Ingi skoraði af línunni fyrir HK en Andri Snær svaraði fyrir heimamenn. Vörn Akureyringa er sterk en HK skorar með langskoti frá Ólafi Bjarka. 19:22 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:19 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:15 - Fimmtán mínútur eru liðnar og staðan er 6-5 fyrir heimamenn. Gestirnir létu Hafþór verja frá sér í síðustu sókn en Akureyri kastaði boltanum svo frá sér. 19:13 - Hörður Fannar kemur Akureyri í 6-4. Hann hefur skorað helming marka liðsins. Valdimar rekinn útaf í tvær mínútur hjá HK. Akureyri á skot í slá og HK jafnar í 4-4 úr hraðaupphlaupi. Akureyri skorar hinsvegar líka og er 5-4 yfir. 19:10 - Enn skýtur Valdimar en Hafþór ver. Sveinbjörn ver síðan skot í hraðaupphlaupi frá Oddi Grétarssyni. Staðan er 3-2 fyrir Akureyri eftir 10 mínútur. 19:06 - Valdimar Þórsson er ekki í stuði hjá HK. Hann hefur skotið þrisvar en öll skotin hafa geigað. Staðan er nú 3-2 fyrir Akureyri. 19:05 - Fimm mínútur eru liðnar og staðan er 2-2. Sókn Akureyringa er vandræðaleg og hæg. 19:02 - Athygli vekur að Rúnar Sigtryggsson stillir sjálfum sér upp í skyttunni, með bróðir sinn Árna hinu megin. Akureyri komst í 1-0 með marki frá Herði Fannari Sigþórssyni af línunni. Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Akureyri sem byrja með boltann. Olís-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Akureyri og HK gerðu 25-25 jafntefli í N1 deild karla í handbolta í kvöld. Vísir var á staðnum og fylgist með gangi mála í beinni textalýsingu. Árni Sigtryggsson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri en þeir Valdimar Þórsson og Ólafur Bjarki Ragnarsson fimm hvor fyrir HK. Einhver læti voru í lok leiksins og Akureyri fékk aukakast við miðju. Árni reyndi skot sem fór í varnarvegginn. 20:22 - HK jafnar á lokasekúndunni! Ótrúlegar lokamínútur. Ásbjörn skoraði úr horninu. Lokatölur leiksins 25-25 jafntefli. 20:21 - Gusic kemur Akureyri yfir 25-24 þegar 45 sekúndur eru eftir. 20:20 - Akureyri jafnar, Andri Snær úr horninu. Gríðarleg stemning í húsinu. Ein og hálf eftir. Akureyri vinnur boltann þegar ein mínúta er eftir. 20:18 - Goran Gusic skorar úr víti og minnkar muninn í eitt mark á Akureyri. 23-24, tvær og hálf eftir. 20:16 - Hörður minnkar muninn aftur í tvö mörk fyrir Akureyri þegar þrjár og hálf lifa leiks. Þetta er að takast hjá HK. 20:13 - Spenna norðan heiða. HK er tveimur mörkum yfir 21-23 þegar fimm mínútur eru eftir. Andri Snær var að minnka muninn fyrir heimamenn. 20:11 - Akureyri tekur leikhlé þegar átta mínútur lifa leiks. Staðan er 19-22 og útlitið gott fyrir Kópavogsbúa. 20:08 - Hörður Flóki heldur Akureyri inni í leiknum. HK er þó þremur mörkum yfir, 19-22 20:04 - Valdimar Þórsson skorar með langskoti sem fór í stöngina og inn. HK komið þremur mörkum yfir 17-20. 20:00 - HK hefur forystu 17-18. Ásbjörn Stefánsson skorar úr horninu. Einn lykilmanna Akureyrar, Andri Snær Stefánsson, á við einhver meiðsli að stríða 19:57 - Akureyri minnkar muninn í 16-17. Mistök á báða bóga og hægur sóknarleikur. 19:52 - Enn skorar Ragnar og HK leiðir með tveimur mörkum, 14-16. Sókn Akureyringa er afar þunglamaleg. HK er í sókn. Fimm mínútur búnar og Árni jafnar fyrir Akureyri. 14-14 en Ragnar kemur HK aftur einu marki yfir. 19:48 - HK kemst yfir með marki frá Brynjari úr hraðaupphlaupi. 13-14. HK hefur jafnað í 13-13. Fyrst skoraði Gunnar Steinn, Sveinbjörn varði síðan og Ragnar Hjaltested jafnaði. Fjórar mínútur búnar af seinni hálfleik. 19:44 - Síðari hálfleikur er hafinn. HK-menn byrjuðu með boltann en tókst ekki að jafna leikinn. Þess í stað var það Rúnar þjálfari heimamanna sem skoraði og kom Akureyri í 13-11. 19:30 - Það er kominn hálfleikur á Akureyri. Staðan er 12-11 fyrir heimamenn sem hafa verið skrefinu á undan allan hálfleikinn. Hafþór Einarsson markmaður þeirra hefur varið átta skot en Sveinbjörn í marki HK fjögur. Árni Sigtryggsson og Hörður Fannar hafa skorað þrjú mörk fyrir Aureyri en Ólafur, Valdimar og Brynjar hafa skorað þrjú fyrir HK. Brynjar Hreggviðsson minnkar muninn í 11-10 eftir mistök Akureyringa. Tvær og hálf mínúta í hálfleik. Valdimar er farinn að hitna og jafnar leikinn í 11-11 þegar ein mínúta er til hálfleiks. 19:25 - Eftir 25 mínútur er staðan 10-9. Oddur skoraði úr hraðaupphlaupi fyrir Akureyri en Valdimar svaraði fyrir HK með góðu skoti. Staðan er nú 9-8. Einar Ingi skoraði af línunni fyrir HK en Andri Snær svaraði fyrir heimamenn. Vörn Akureyringa er sterk en HK skorar með langskoti frá Ólafi Bjarka. 19:22 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:19 - Hafþór ver úr dauðafæri frá Ragnari Snæ Njálssyni og Akureyri getur aukið muninn í þrjú mörk. Staðan 7-5 eftir 19 mínútur. Sveinbjörn ver aftur á móti frá Rúnari. 19:15 - Fimmtán mínútur eru liðnar og staðan er 6-5 fyrir heimamenn. Gestirnir létu Hafþór verja frá sér í síðustu sókn en Akureyri kastaði boltanum svo frá sér. 19:13 - Hörður Fannar kemur Akureyri í 6-4. Hann hefur skorað helming marka liðsins. Valdimar rekinn útaf í tvær mínútur hjá HK. Akureyri á skot í slá og HK jafnar í 4-4 úr hraðaupphlaupi. Akureyri skorar hinsvegar líka og er 5-4 yfir. 19:10 - Enn skýtur Valdimar en Hafþór ver. Sveinbjörn ver síðan skot í hraðaupphlaupi frá Oddi Grétarssyni. Staðan er 3-2 fyrir Akureyri eftir 10 mínútur. 19:06 - Valdimar Þórsson er ekki í stuði hjá HK. Hann hefur skotið þrisvar en öll skotin hafa geigað. Staðan er nú 3-2 fyrir Akureyri. 19:05 - Fimm mínútur eru liðnar og staðan er 2-2. Sókn Akureyringa er vandræðaleg og hæg. 19:02 - Athygli vekur að Rúnar Sigtryggsson stillir sjálfum sér upp í skyttunni, með bróðir sinn Árna hinu megin. Akureyri komst í 1-0 með marki frá Herði Fannari Sigþórssyni af línunni. Leikurinn er hafinn og það eru heimamenn í Akureyri sem byrja með boltann.
Olís-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira