Leikmenn Vals: Yndisleg tilfinning Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. september 2009 22:57 Kristín Ýr með ungum stuðningsmönnum í kvöld. Mynd/Stefán Það voru kampakátir leikmenn Vals sem Vísir hitti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 sigur á Keflavík í kvöld. Mikil fagnaðarlæti brutust út í leikslok enda varð Valur Íslandsmeistari fjórða árið í röð og í fimmta sinn á undanförnum sex tímabilum. Árangurinn er glæsilegur. „Þetta er yndisleg tilfinning og í raun ólýsanleg. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í undirbúningstímabili í rúmlega hálft ár. Þetta er augnablikið sem maður hefur verið að bíða eftir,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem skoraði þrennu fyrir Val í kvöld. Hún missti af mörgum titlum með Val á meðan hún var að glíma við erfið meiðsli. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2004 og svo aftur í fyrra en þá kom hún lítið við sögu. „Það var ömurlegt að geta ekki tekið þátt í þessu öll árin þegar ég var meidd. Það var samt auðvitað mjög gaman í fyrra en þetta er alveg einstakt.“ Hún segir mikla vinnu að baki hjá sér. „Ég hef verið dugleg að fara til sjúkraþjálfara og er gaman að sjá alla þessa vinnu skila sér nú.“ María Björg Ágústsdóttir, markvörður Vals, varð í kvöld Íslandsmeistari í fyrsta sinn á sínum ferli. „Þetta er búin að vera löng bið,“ sagði María. „En tilfinningin er ljómandi góð. Við höfum þurft að hafa fyrir hlutunum í sumar en áður var það oft þannig að mótið var búið eftir einn tapleik. Þannig var það ekki í sumar og það gerði þetta enn skemmtilegra.“ Hallbera Guðný Gísladóttir á afmæli í dag og fékk því góða afmælisgjöf í dag. „Þetta er toppurinn,“ sagði Hallbera. „Áhorfendur hafa verið frábærar og sumarið hefur verið mjög gott. Vonandi gerum við betur með því að taka bikarinn líka og fara langt í Evrópukeppninni.“ Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valur Íslandsmeistari Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna. 14. september 2009 19:19 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Það voru kampakátir leikmenn Vals sem Vísir hitti eftir að liðið varð Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 sigur á Keflavík í kvöld. Mikil fagnaðarlæti brutust út í leikslok enda varð Valur Íslandsmeistari fjórða árið í röð og í fimmta sinn á undanförnum sex tímabilum. Árangurinn er glæsilegur. „Þetta er yndisleg tilfinning og í raun ólýsanleg. Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í undirbúningstímabili í rúmlega hálft ár. Þetta er augnablikið sem maður hefur verið að bíða eftir,“ sagði Kristín Ýr Bjarnadóttir sem skoraði þrennu fyrir Val í kvöld. Hún missti af mörgum titlum með Val á meðan hún var að glíma við erfið meiðsli. Hún varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2004 og svo aftur í fyrra en þá kom hún lítið við sögu. „Það var ömurlegt að geta ekki tekið þátt í þessu öll árin þegar ég var meidd. Það var samt auðvitað mjög gaman í fyrra en þetta er alveg einstakt.“ Hún segir mikla vinnu að baki hjá sér. „Ég hef verið dugleg að fara til sjúkraþjálfara og er gaman að sjá alla þessa vinnu skila sér nú.“ María Björg Ágústsdóttir, markvörður Vals, varð í kvöld Íslandsmeistari í fyrsta sinn á sínum ferli. „Þetta er búin að vera löng bið,“ sagði María. „En tilfinningin er ljómandi góð. Við höfum þurft að hafa fyrir hlutunum í sumar en áður var það oft þannig að mótið var búið eftir einn tapleik. Þannig var það ekki í sumar og það gerði þetta enn skemmtilegra.“ Hallbera Guðný Gísladóttir á afmæli í dag og fékk því góða afmælisgjöf í dag. „Þetta er toppurinn,“ sagði Hallbera. „Áhorfendur hafa verið frábærar og sumarið hefur verið mjög gott. Vonandi gerum við betur með því að taka bikarinn líka og fara langt í Evrópukeppninni.“
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Valur Íslandsmeistari Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna. 14. september 2009 19:19 Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Valur Íslandsmeistari Valur varð í kvöld Íslandsmeistari í knattspyrnu eftir 10-0 stórsigur á botnliði Keflavíkur í Pepsi-deild kvenna. 14. september 2009 19:19