Bjarki: Það er ekki langt í að ég gangi af göflunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. nóvember 2009 00:01 Bjarki Sigurðsson. Margir handboltaáhugamenn ráku upp stór augu um helgina þegar gamla kempan Bjarki Sigurðsson birtist í búningi FH-liðsins. Bjarki er orðinn 42 ára gamall en hefur samt ekki sagt sitt síðasta í boltanum hér heima. „Þetta voru fæstu mínútur sem ég hef spilað í leik síðan ég spilaði minn fyrsta leik fyrir Víking á sínum tíma,“ sagði Bjarki léttur. Hann spilaði nokkra leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í fyrra en hætti þar sem honum fannst hann ekki passa í hópinn. Héldu margir að það hefðu verið hans síðustu leikir í efstu deild en svo var nú ekki. „Ég hef verið að spila í utandeildinni en var ekki ánægður með spilamennskuna þar. Sjálfur er ég að æfa mikið, hleyp úti og er því í góðu formi. Svo hringir Einar Andri, þjálfari FH, í mig og biður mig að koma á æfingar þar sem örvhenta skyttan í liðinu hafi puttabrotnað. Ég var nú á báðum áttum en ákvað að slá til og mæta. Ég fór því úr utandeildinni í eitt sterkasta lið landsins á mettíma,“ sagði Bjarki og hló við. „Ég er þarna til þess að leysa menn af og ef ég get hjálpað til og jafnvel kennt einhverjum eitthvað þá er það hið besta mál,“ sagði Bjarki en er það ekki óðs manns æði fyrir mann á hans aldri að vera að standa í þessu? „Það hafa margir spurt mig að því hvort ég sé að ganga af göflunum. Það má kannski segja að það sé ekki langt í að ég gangi af göflunum. Annars er ég fíkill og hef bara rosalega gaman af þessu. Það er skemmtilegra að æfa með þessum strákum en að æfa einn, þó svo að ég hafi orðið gaman af því að hlaupa.“ Bjarki segir að hann fái enga sérmeðferð hjá leikmönnum FH-liðsins þó svo að hann sé kannski kominn af léttasta skeiði. Í FH-liðinu er sonur hans, Örn Ingi, og þeir feðgar spiluðu saman gegn Haukum um síðustu helgi. „Það er vissulega gaman að spila með stráknum og stór bónus. Það er líka gaman að vera í þessu flotta liði. Þarna eru góðir strákar,“ sagði Bjarki, sem ætlar að taka einn dag fyrir í einu og lofar engu um hvað hann verði lengi í viðbót í boltanum. Olís-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira
Margir handboltaáhugamenn ráku upp stór augu um helgina þegar gamla kempan Bjarki Sigurðsson birtist í búningi FH-liðsins. Bjarki er orðinn 42 ára gamall en hefur samt ekki sagt sitt síðasta í boltanum hér heima. „Þetta voru fæstu mínútur sem ég hef spilað í leik síðan ég spilaði minn fyrsta leik fyrir Víking á sínum tíma,“ sagði Bjarki léttur. Hann spilaði nokkra leiki með Víkingi í úrvalsdeildinni í fyrra en hætti þar sem honum fannst hann ekki passa í hópinn. Héldu margir að það hefðu verið hans síðustu leikir í efstu deild en svo var nú ekki. „Ég hef verið að spila í utandeildinni en var ekki ánægður með spilamennskuna þar. Sjálfur er ég að æfa mikið, hleyp úti og er því í góðu formi. Svo hringir Einar Andri, þjálfari FH, í mig og biður mig að koma á æfingar þar sem örvhenta skyttan í liðinu hafi puttabrotnað. Ég var nú á báðum áttum en ákvað að slá til og mæta. Ég fór því úr utandeildinni í eitt sterkasta lið landsins á mettíma,“ sagði Bjarki og hló við. „Ég er þarna til þess að leysa menn af og ef ég get hjálpað til og jafnvel kennt einhverjum eitthvað þá er það hið besta mál,“ sagði Bjarki en er það ekki óðs manns æði fyrir mann á hans aldri að vera að standa í þessu? „Það hafa margir spurt mig að því hvort ég sé að ganga af göflunum. Það má kannski segja að það sé ekki langt í að ég gangi af göflunum. Annars er ég fíkill og hef bara rosalega gaman af þessu. Það er skemmtilegra að æfa með þessum strákum en að æfa einn, þó svo að ég hafi orðið gaman af því að hlaupa.“ Bjarki segir að hann fái enga sérmeðferð hjá leikmönnum FH-liðsins þó svo að hann sé kannski kominn af léttasta skeiði. Í FH-liðinu er sonur hans, Örn Ingi, og þeir feðgar spiluðu saman gegn Haukum um síðustu helgi. „Það er vissulega gaman að spila með stráknum og stór bónus. Það er líka gaman að vera í þessu flotta liði. Þarna eru góðir strákar,“ sagði Bjarki, sem ætlar að taka einn dag fyrir í einu og lofar engu um hvað hann verði lengi í viðbót í boltanum.
Olís-deild karla Mest lesið Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Fótbolti Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Fótbolti Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító Fótbolti Segist viss um að Isak fari ekki fet Fótbolti Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Fótbolti Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Golf „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Fótbolti Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Enski boltinn Fleiri fréttir Ætlar að vera lengi hjá Spurs: „Ég hef aldrei verið rekinn“ Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Sóknin enn vandamál: „Okkur skortir hraða“ Segist viss um að Isak fari ekki fet Samkomulag í höfn og Rashford á leið til Barcelona Scheffler með örugga forystu fyrir lokadaginn Tíu Þjóðverjar tryggðu sæti í undanúrslitum eftir vító ÍR-ingar héldu út fyrir norðan Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Nýliðarnir halda áfram að styrkja sig „Stilltum sennilega upp sóknarsinnaðasta liði í sögu íslenskrar knattspyrnu“ „Við náttúrulega þurfum að skora mörk“ Ten Hag byrjar ekki vel hjá Leverkusen: „Mér er skítsama“ Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Daníel Tristan lagði upp mark í sigri Malmö Brotist inn hjá Platini og verðlaunin hurfu Lærisveinar Freys töpuðu fyrir KFUM liðinu Heimsmeistararnir stóðu heiðursvörð fyrir svissneska liðið í leikslok Rashford nálgast Barcelona Hera í úrslit á Evrópumótinu „Svo ákveð ég alltaf að drulla mér ennþá lengra í burtu“ Strákarnir tryggðu sér úrslitaleik um sæti í A-deild EM með stórsigri Hvítskeggjaði kylfusveinninn stal senunni á Opna breska Vill eyða draugasögunni um að Grindavík spili ekki í Grindavík í vetur Slapp snemma úr sjö ára banni og samdi strax við Skagamenn Kátína í Kenía og kvalir í Köben Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Dómarinn í úrslitaleik HM með kartöflu um hálsinn eftir að hann hitti Trump Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Ofurstjarnan Caitlin Clark ekki með í Stjörnuleiknum Sjá meira