Vaxandi óþol gagnvart varkárni Seðlabankans 8. apríl 2009 04:00 Frá síðustu vaxtaákvörðun „Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). „Svokölluð varkárni Seðlabankans er í raun óvarkárni, því með þessari leið veikist atvinnulífið stöðugt og einnig grundvöllurinn fyrir efnahagsbata," segir Hannes og telur það bæta gráu ofan á svart ef hávaxtastefnan ógni um leið fjármálastöðugleika í landinu. Fjármálastöðugleikanum segir hann ógnað vegna veikingar krónunnar, sem standi engan veginn undir miklum útgreiðslum vaxta úr landi. Hannes er ekki bjartsýnn á að Seðlabankinn lækki rösklega vexti, vegna fyrri yfirlýsinga um varfærin skref, og telur að sjá eigi til með áhrif á gengi krónunnar sem hafi veikst eftir síðustu lækkun. „Ég held hins vegar að allir sjái að sambandið milli vaxtaákvarðana Seðlabankans og gengisins er ekki fyrir hendi, nema að það virki neikvætt. Aðaldrifkrafturinn á bak við gengisveikinguna er straumur vaxtagreiðslna af innistæðum úr landi. Seðlabankinn nefndi það sjálfur á fundi að í mars hefði níu milljörðum króna verið skipt í evrur vegna vaxta á innstæðum útlendinga hérna. Afgangurinn á viðskiptum fyrir þessum himinháu vöxtum dugar bara ekki, hvort sem innistæðurnar eru í eigu Íslendinga eða útlendinga," segir hann og bætir við að ekki sé von á góðu varðandi gengi krónunnar meðan gjaldeyrir streymi úr landi og lítið sem ekkert komi inn. „Í atvinnulífinu er eiginlega engin þolinmæði gagnvart þessari aðferðafræði Seðlabankans." Fyrir 100 punkta stýrivaxtalækkun Seðlabankans 19. mars mælti skuggabankastjórn Markaðarins með veglegri vaxtalækkun, þótt viðbúið þætti að Seðlabankinn vildi taka fleiri, en smærri skref. Lögð var til 400 punkta (4,0 prósentustiga) lækkun vaxta á næstu vikum. Almennt telja greinendur þó von á varfærnum og smáum skrefum í vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Þannig spáir IFS Greining því að bankinn lækki stýrivexti um 100 til 150 punkta og Greining Íslandsbanka spáir 100 punkta lækkun. Næsti vaxtaákvörðunardagur samkvæmt áætlun Seðlabankans er 7. maí næstkomandi.- óká Markaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira
„Miðað við aðstæður á markaði og ástand efnahagslífsins eiga vextir að fara mjög hratt niður í eins stafs tölu," segir Hannes G. Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA). „Svokölluð varkárni Seðlabankans er í raun óvarkárni, því með þessari leið veikist atvinnulífið stöðugt og einnig grundvöllurinn fyrir efnahagsbata," segir Hannes og telur það bæta gráu ofan á svart ef hávaxtastefnan ógni um leið fjármálastöðugleika í landinu. Fjármálastöðugleikanum segir hann ógnað vegna veikingar krónunnar, sem standi engan veginn undir miklum útgreiðslum vaxta úr landi. Hannes er ekki bjartsýnn á að Seðlabankinn lækki rösklega vexti, vegna fyrri yfirlýsinga um varfærin skref, og telur að sjá eigi til með áhrif á gengi krónunnar sem hafi veikst eftir síðustu lækkun. „Ég held hins vegar að allir sjái að sambandið milli vaxtaákvarðana Seðlabankans og gengisins er ekki fyrir hendi, nema að það virki neikvætt. Aðaldrifkrafturinn á bak við gengisveikinguna er straumur vaxtagreiðslna af innistæðum úr landi. Seðlabankinn nefndi það sjálfur á fundi að í mars hefði níu milljörðum króna verið skipt í evrur vegna vaxta á innstæðum útlendinga hérna. Afgangurinn á viðskiptum fyrir þessum himinháu vöxtum dugar bara ekki, hvort sem innistæðurnar eru í eigu Íslendinga eða útlendinga," segir hann og bætir við að ekki sé von á góðu varðandi gengi krónunnar meðan gjaldeyrir streymi úr landi og lítið sem ekkert komi inn. „Í atvinnulífinu er eiginlega engin þolinmæði gagnvart þessari aðferðafræði Seðlabankans." Fyrir 100 punkta stýrivaxtalækkun Seðlabankans 19. mars mælti skuggabankastjórn Markaðarins með veglegri vaxtalækkun, þótt viðbúið þætti að Seðlabankinn vildi taka fleiri, en smærri skref. Lögð var til 400 punkta (4,0 prósentustiga) lækkun vaxta á næstu vikum. Almennt telja greinendur þó von á varfærnum og smáum skrefum í vaxtalækkunarferli Seðlabankans. Þannig spáir IFS Greining því að bankinn lækki stýrivexti um 100 til 150 punkta og Greining Íslandsbanka spáir 100 punkta lækkun. Næsti vaxtaákvörðunardagur samkvæmt áætlun Seðlabankans er 7. maí næstkomandi.- óká
Markaðir Mest lesið Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Viðskipti innlent Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Neytendur Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Viðskipti innlent Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Neytendur Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Fleiri fréttir Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Sjá meira