Um er að ræða ábyrgð til handa þremur bönkum sem tóku að sér að tryggja innistæðurnar í Kaupþingi þegar íslensku bankarnir hrundu í haust. Bankarnir gerðu þetta til að tryggja stöðuleika finnska bankakerfisins. Bankarnir eru Nordea, OP-Pohjola og Sampo.
Að sögn framkvæmdastjórnarinnar mun ríkisábyrgðin, ásamt aðgerðum fyrir finnska bankakerfið gera það að verkum að stöðuleikinn helst á markaðinum.
Þá sé ekki útlit fyrir að neinar kröfur komi fram á hendur bankana þriggja og að finnska ríkið beri ekki tjón af málinu.
Það fylgir svo sögunni að fréttatilkynning um þetta hafi verið send út s.l. mánudag vegna mistaka.