Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Kristján Már Unnarsson skrifar 4. nóvember 2025 11:27 Rafmagns-tvinnflugvél Heart Aerospace er talin geta rutt brautina fyrir sjálfbært og mengunarfrítt farþegaflug. Heart Aerospace Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur frestað fyrsta reynsluflugi HX-1 rafmagnsflugvélar sinnar fram á nýtt ár. Fyrirtækið hafði fyrir hálfu ári kynnt að fyrsta flugið yrði á síðasta fjórðungi þessa árs. HX-1 er heiti á frumeintaki ES 30-rafmagnsflugvélarinnar, helstu vonarstjörnu fluggeirans um sjálfbært og mengunarfrítt atvinnuflug. Flugvélin gæti orðið sú fyrsta í kolefnisfríu áætlunarflugi hérlendis en Icelandair hefur með viljayfirlýsingu skráð sig fyrir fimm eintökum. Norræn flugfélög hafa sérstaklega horft til þessarar flugvélar fyrir flugleiðir innan Skandinavíu. ES-30 flugvélin í litum Icelandair, sem skrifað hefur sig fyrir fimm eintökum með viljayfirlýsingu.Heart Aerospace Það þótti álitshnekkir fyrir evrópska nýsköpun og þróunarstarf þegar Heart Aerospace, sem stofnað var í Gautaborg, ákvað síðastliðið vor að flytja höfuðstöðvar sínar til Kaliforníu. Skilaboðin voru túlkuð svo að Bandaríkin væru betri staður til nýsköpunar og tækniþróunar en Evrópa. Jafnframt ákvað fyrirtækið að taka frumeintakið í sundur og flytja það til Plattsburgh-flugvallar í norðanverðu New York-ríki þaðan sem áformað er að fyrstu reynsluflugin verði. Stærð og flugdrægi vélarinnar gæti hentað íslensku innanlandsflugi.Heart Aerospace Heart Aerospace hafði stefnt á fyrsta flugið á öðrum fjórðungi þessa árs. Flutningurinn til Bandaríkjanna varð til þess að fyrirtækið endurskoðaði þá tímaáætlun og sagði að flugvélin myndi ekki taka á loft fyrr en undir lok þessa árs. Einnig kom fram að endursmíða þyrfti vængina vegna vandamála tengdum koltrefjaefnum. Flugfréttasíðan FlightGlobal vekur athygli á því að Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, greini frá því í nýju kynningarmyndbandi að fyrsta flugtakið verði „snemma á næsta ári“. Engin skýring er gefin á seinkuninni og hefur Heart ekki svarað fyrirspurnum vefmiðilsins. Heart hyggst smíða annað tilraunaeintak, HX-2, í nýrri verksmiðju sem reisa á í El Segundo í Kaliforníu þar sem ES 30-flugvélin verður þróuð áfram. Hún er hönnuð til að flytja 30 farþega á allt að 200 kílómetrum löngum flugleiðum eingöngu á rafmagni, eða 25 farþega á allt að 800 kílómetra flugleiðum með „hybrid“ eða tvinnorku. Stór hópur flugfélaga hefur gert skuldbindandi pantanir í 250 eintök og viljayfirlýsingar eru um nærri 200 eintök. Fyrirtækið stefnir að því að flugvélin verði búin að fá vottun og komin í farþegaflug árið 2029. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 daginn sem fyrsta tilraunaeintakið var kynnt í Gautaborg í september í fyrra: Fréttir af flugi Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Nýsköpun Tækni Bandaríkin Svíþjóð Icelandair Tengdar fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug. 1. maí 2025 09:45 Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
HX-1 er heiti á frumeintaki ES 30-rafmagnsflugvélarinnar, helstu vonarstjörnu fluggeirans um sjálfbært og mengunarfrítt atvinnuflug. Flugvélin gæti orðið sú fyrsta í kolefnisfríu áætlunarflugi hérlendis en Icelandair hefur með viljayfirlýsingu skráð sig fyrir fimm eintökum. Norræn flugfélög hafa sérstaklega horft til þessarar flugvélar fyrir flugleiðir innan Skandinavíu. ES-30 flugvélin í litum Icelandair, sem skrifað hefur sig fyrir fimm eintökum með viljayfirlýsingu.Heart Aerospace Það þótti álitshnekkir fyrir evrópska nýsköpun og þróunarstarf þegar Heart Aerospace, sem stofnað var í Gautaborg, ákvað síðastliðið vor að flytja höfuðstöðvar sínar til Kaliforníu. Skilaboðin voru túlkuð svo að Bandaríkin væru betri staður til nýsköpunar og tækniþróunar en Evrópa. Jafnframt ákvað fyrirtækið að taka frumeintakið í sundur og flytja það til Plattsburgh-flugvallar í norðanverðu New York-ríki þaðan sem áformað er að fyrstu reynsluflugin verði. Stærð og flugdrægi vélarinnar gæti hentað íslensku innanlandsflugi.Heart Aerospace Heart Aerospace hafði stefnt á fyrsta flugið á öðrum fjórðungi þessa árs. Flutningurinn til Bandaríkjanna varð til þess að fyrirtækið endurskoðaði þá tímaáætlun og sagði að flugvélin myndi ekki taka á loft fyrr en undir lok þessa árs. Einnig kom fram að endursmíða þyrfti vængina vegna vandamála tengdum koltrefjaefnum. Flugfréttasíðan FlightGlobal vekur athygli á því að Anders Forslund, stofnandi og forstjóri Heart Aerospace, greini frá því í nýju kynningarmyndbandi að fyrsta flugtakið verði „snemma á næsta ári“. Engin skýring er gefin á seinkuninni og hefur Heart ekki svarað fyrirspurnum vefmiðilsins. Heart hyggst smíða annað tilraunaeintak, HX-2, í nýrri verksmiðju sem reisa á í El Segundo í Kaliforníu þar sem ES 30-flugvélin verður þróuð áfram. Hún er hönnuð til að flytja 30 farþega á allt að 200 kílómetrum löngum flugleiðum eingöngu á rafmagni, eða 25 farþega á allt að 800 kílómetra flugleiðum með „hybrid“ eða tvinnorku. Stór hópur flugfélaga hefur gert skuldbindandi pantanir í 250 eintök og viljayfirlýsingar eru um nærri 200 eintök. Fyrirtækið stefnir að því að flugvélin verði búin að fá vottun og komin í farþegaflug árið 2029. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 daginn sem fyrsta tilraunaeintakið var kynnt í Gautaborg í september í fyrra:
Fréttir af flugi Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Umhverfismál Nýsköpun Tækni Bandaríkin Svíþjóð Icelandair Tengdar fréttir Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug. 1. maí 2025 09:45 Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50 Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30 Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Viðskipti innlent Eldmóðurinn slokknar ekki þótt kertin séu orðin sjötíu Framúrskarandi fyrirtæki Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Nvidia metið á 615 billjónir króna Umfangsmiklar uppsagnir hjá Amazon Framkvæmdastjórnin beinir spjótunum að Meta og TikTok Kæra FIFA fyrir miðasölubrask fyrir HM á næsta ári Þrír Kaupþingsstjórar sektaðir í Lúxemborg eftir fimmtán ára málaferli Stjórn Warner Bros. segir félagið til sölu Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Snapchat og Duolingo í basli vegna bilunar hjá Amazon Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Skoða hvort miðasölubrask FIFA sé ólögleg veðmálastarfsemi Paramount ber víurnar í Warner Bros Kínverjar hóta frekari hefndum, standi Trump við tollana Deila Nóbelnum fyrir að varpa ljósi á tengsl nýsköpunar og hagvaxtar Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Sjá meira
Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Sænski flugvélaframleiðandinn Heart Aerospace hefur ákveðið að flytja höfuðstöðvar sínar frá Gautaborg í Svíþjóð til Los Angeles í Kaliforníu. Fyrirtækið segir að með þessu sé ætlunin að efla þróun ES 30-rafmagnsflugvélarinnar og styðja betur við fyrirhugað tilraunaflug. 1. maí 2025 09:45
Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Ráðamenn Airbus hafa ítrekað þá stefnumörkun sína að koma eitthundrað sæta flugvél knúinni mengunarlausu eldsneyti í arðbært farþegaflug á næsta áratug. Þetta kom fram á árlegum fundi forystumanna Airbus á dögunum. 12. apríl 2025 08:50
Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. 24. ágúst 2022 06:30
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33