Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Agnar Már Másson skrifar 11. nóvember 2025 18:25 Hannes og Kári eru gamlir kollegar úr Íslenskri erfðagreiningu en nú hafa þeir stofnað nýtt fyrirtæki. Samsett Mynd Taugalæknirinn Kári Stefánsson og athafnamaðurinn Hannes Þór Smárason hafa snúið bökum saman og stofnað fyrirtæki. Fyrirtækið nefnist ESH ehf. og er til húsa við Suðurlandsbraut. Ekki liggur fyrir hvað ESH stendur fyrir eða hver nákvæm starfsemi félagsins er. Samkvæmt tilkynningu í hlutafélagaskrá snýr rekstur félagsins að þróun lausna á sviði heilbrigðisþjónustu og hugbúnaðar. Þar með talið eru fjárfestingar, lánastarfsemi, kaup og rekstur fasteigna og hvers kyns annar skyld starfsemi. Kári vildi litlu við bæta þegar Vísir náði af honum tali. Hann sagði að fyrirtækið hefði engan eiginlegan rekstur í augnablikinu enda væru þeir aðeins nýbúnir að stofna félagið, en það var stofnað hinn 1. október. „Við erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum,“ sagði Kári í stuttu samtali við Vísi og lagði svo á eftir að hafa beðið blaðamann um að hafa aftur samband þegar þeir væru „komnir lengra með þetta.“ Kári, sem er 76 ára, er meðal þekktari manna Íslands en hann stofnaði Íslenska erfðagreiningu árið 1996. Kári var forstjóri fyrirtækisins frá stofnun þar til í vor, þegar stjórnendur Amgen, bandarískra eigenda félagsins, ráku hann. Hannes, sem er 57 ára, var áður fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og þekkjast þeir Kári því afar vel. Hannes lét af störfum hjá líftæknifélaginu WuXi NextCode árið 2018 en félagið varð til við sameiningu NextCode, sem var dótturfélag Íslenskrar erfðagreiningar, og WuXi árið 2017. Í dag á hann lögheimili í Bretlandi. Hannes er gjarnan settur í hóp útrásarvíkinga en hann var meðal umsvifamestu viðskiptamanna Íslands í góðærinu svokallaða í aðdraganda bankahrunsins 2008. Á þeim tíma var hann forstjóri fjárfestingafélagsins FL group, sem áður hét Flugleiðir en nú nefnist Stoðir, auk þess sem að hann var stjórnarmaður í Glitni. Hlutafé í nýja félaginu er 500 þúsund krónur og er Kári formaður en Hannes meðstjórnandi. Varamaður er sonur Kára, Ari Kárason. Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Hrunið Tækni Nýsköpun Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ekki liggur fyrir hvað ESH stendur fyrir eða hver nákvæm starfsemi félagsins er. Samkvæmt tilkynningu í hlutafélagaskrá snýr rekstur félagsins að þróun lausna á sviði heilbrigðisþjónustu og hugbúnaðar. Þar með talið eru fjárfestingar, lánastarfsemi, kaup og rekstur fasteigna og hvers kyns annar skyld starfsemi. Kári vildi litlu við bæta þegar Vísir náði af honum tali. Hann sagði að fyrirtækið hefði engan eiginlegan rekstur í augnablikinu enda væru þeir aðeins nýbúnir að stofna félagið, en það var stofnað hinn 1. október. „Við erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum,“ sagði Kári í stuttu samtali við Vísi og lagði svo á eftir að hafa beðið blaðamann um að hafa aftur samband þegar þeir væru „komnir lengra með þetta.“ Kári, sem er 76 ára, er meðal þekktari manna Íslands en hann stofnaði Íslenska erfðagreiningu árið 1996. Kári var forstjóri fyrirtækisins frá stofnun þar til í vor, þegar stjórnendur Amgen, bandarískra eigenda félagsins, ráku hann. Hannes, sem er 57 ára, var áður fjármálastjóri og aðstoðarforstjóri Íslenskrar erfðagreiningar og þekkjast þeir Kári því afar vel. Hannes lét af störfum hjá líftæknifélaginu WuXi NextCode árið 2018 en félagið varð til við sameiningu NextCode, sem var dótturfélag Íslenskrar erfðagreiningar, og WuXi árið 2017. Í dag á hann lögheimili í Bretlandi. Hannes er gjarnan settur í hóp útrásarvíkinga en hann var meðal umsvifamestu viðskiptamanna Íslands í góðærinu svokallaða í aðdraganda bankahrunsins 2008. Á þeim tíma var hann forstjóri fjárfestingafélagsins FL group, sem áður hét Flugleiðir en nú nefnist Stoðir, auk þess sem að hann var stjórnarmaður í Glitni. Hlutafé í nýja félaginu er 500 þúsund krónur og er Kári formaður en Hannes meðstjórnandi. Varamaður er sonur Kára, Ari Kárason.
Íslensk erfðagreining Heilbrigðismál Hrunið Tækni Nýsköpun Mest lesið Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira