Annar bankastjórinn tók ákvörðun um styrkveitingu Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. apríl 2009 21:30 Bjarni Benediktsson segir að annar bankastjóri Landsbankans hafi tekið ákvörðun um að veita Sjálfstæðisflokknum styrk að upphæð 25 milljónir króna. Mynd/ Pjetur. „Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. Bjarni vildi ekki segja hvor bankastjórinn hefði tekið ákvörðun um styrkveitingu Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn. Bankastjórarnir voru tveir á þessum tíma, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Styrkirnir voru til umræðu á þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum í dag, en auk þess var rætt um kosningabaráttuna framundan, þingstörf og framkvæmdastjóraskipti sem fóru fram í dag. Varðandi umræðuna um styrkveitinguna segir Bjarni að hafa verði í huga að um sé að ræða atburði sem hafi átt sér stað fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, hafi stigið fram og sagst hafa tekið þá ákvörðun að veita styrkjunum viðtöku. Það sem skipti mestu máli sé að þeirri spurningu hafi verið svarað. Þá segir Bjarni að það liggi fyrir að styrkirnir hefðu ekki verið veittir Sjálfstæðisflokknum nema vegna þess að æðstu stjórnendur fyrirtækjanna hafi samþykkt að veita þá. Þeir verði sjálfir að svara þeirri spurningu á hvaða forsendu það hafi verið gert. „Hvað stendur út af í málinu. Jú, það er rætt um það hverjir hafi komið við sögu. Ég hef verið að nota minn tíma, að stórum hluta til síðustu daga, til að fá heildarsýn á það, eins og ég get í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag. Og mér finnst engin ástæða til að halda einhverju til hliðar í því. Þvert á móti held ég að nauðsynlegt sé að það sé allt upp á borðum. Þegar það skýrist er ég reiðubúinn til að tjá mig um það. En ég er ennþá í þeirri vinnu," segir Bjarni. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Halldóri J. Kristjánssyni né Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, í dag. Kosningar 2009 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira
„Samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef fengið var það annar bankastjórinn sem tók ákvörðunina en að öðru leyti vil ég ekki tjá mig um þær ákvarðanir sem teknar voru í Landsbankanum fyrir tveimur árum," segir Bjarni Benediktsson,. formaður Sjálfstæðisflokksins. Eins og komið hefur fram í fréttum veitti Landsbanki Íslands Sjálfstæðisflokknum 25 milljóna króna styrk árið 2006 og FL Group veitti styrkti flokkinn um 30 milljónir. Bjarni vildi ekki segja hvor bankastjórinn hefði tekið ákvörðun um styrkveitingu Landsbankans við Sjálfstæðisflokkinn. Bankastjórarnir voru tveir á þessum tíma, þeir Sigurjón Árnason og Halldór J. Kristjánsson. Styrkirnir voru til umræðu á þingflokksfundi hjá Sjálfstæðisflokknum í dag, en auk þess var rætt um kosningabaráttuna framundan, þingstörf og framkvæmdastjóraskipti sem fóru fram í dag. Varðandi umræðuna um styrkveitinguna segir Bjarni að hafa verði í huga að um sé að ræða atburði sem hafi átt sér stað fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Geir H. Haarde, fyrrverandi formaður flokksins, hafi stigið fram og sagst hafa tekið þá ákvörðun að veita styrkjunum viðtöku. Það sem skipti mestu máli sé að þeirri spurningu hafi verið svarað. Þá segir Bjarni að það liggi fyrir að styrkirnir hefðu ekki verið veittir Sjálfstæðisflokknum nema vegna þess að æðstu stjórnendur fyrirtækjanna hafi samþykkt að veita þá. Þeir verði sjálfir að svara þeirri spurningu á hvaða forsendu það hafi verið gert. „Hvað stendur út af í málinu. Jú, það er rætt um það hverjir hafi komið við sögu. Ég hef verið að nota minn tíma, að stórum hluta til síðustu daga, til að fá heildarsýn á það, eins og ég get í þeirri aðstöðu sem ég er í í dag. Og mér finnst engin ástæða til að halda einhverju til hliðar í því. Þvert á móti held ég að nauðsynlegt sé að það sé allt upp á borðum. Þegar það skýrist er ég reiðubúinn til að tjá mig um það. En ég er ennþá í þeirri vinnu," segir Bjarni. Fréttastofa hefur hvorki náð tali af Halldóri J. Kristjánssyni né Sigurjóni Árnasyni, fyrrverandi bankastjórum Landsbankans, í dag.
Kosningar 2009 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Fleiri fréttir Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Sjá meira