Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur lækkað um 1,3 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði hér í morgun. Gengi bréfa í fyrirtækinu stendur í 41,3 krónum á hlut og hefur ekki verið lægra síðan í aprílok 2004.
Á eftir fylgir gengi bréfa í Össuri, sem hefur lækkað um 1,09 prósent.
Einungis gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur hækkað það sem af er dags, eða um 6,01 prósent.
Gamla Úrvalsvísitalan hefur lækkað lítillega, eða um 0,04 prósent og stendur óbreytt í 215 stigum.